Íslenski boltinn

Víkingar komnir upp í Pepsi-deildina og Njarðvík fallið úr 1. deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Víkingar komust upp í dag með hjálp frá HK.
Víkingar komust upp í dag með hjálp frá HK.
Víkingar tryggðu sér sæti í Pepsi-deild karla næsta sumar þegar næstsíðasta umferð 1. deildar karla fór fram í dag. Víkingar unnu 2-0 sigur á KA á Akureyri en það mun ekki ráðast fyrr en um næstu helgi hvort Leiknir eða Þór fylgja Víkingum upp.

Viktor Örn Guðmundsson og Marteinn Briem tryggðu Víkingi 2-0 sigur fyrir norðan en Víkingar eru nú komnir upp í úrvalsdeildina eftir þriggja ára fjarveru.

Það leit lengi vel út fyrir að Leiknir ætlaði að fylgja Víkingi upp en Hilmar Bjarnþórsson tryggði Fjarðabyggð 1-1 jafntefli á Eskifirði eftir að Kristján Páll Jónsson hafði komið Leikni í 1-0.

HK gerði nánast út um vonir Þórsara með því að vinna þá 3-2 á Kópavogsvellinum. HK komst þrisvar yfir í leiknum en Leifur Andri Leifsson skoraði sigurmarkið í leiknum úr víti fimm mínútum fyrir leikslok.

Leiknir er með þremur stigum meira en Þór en Akureyringar eru með betri markatölu. Bæði lið eru á heimavelli í lokaumferðini, Leiknir fær Fjölni í heimsókn en Þór tekur á móti Fjarðabyggð.

Njarðvík féll eftir 3-0 tap fyrir Fjölni í Grafarvogi en Fjarðabyggð og Grótta eru jöfn að stigum í næstneðsta sæti fyrir lokaumferðina. Fjarðabyggð er með betri maratölu.

Upplýsingar um markaskorara er fengnar af netsíðunni fótbolti.net.

Úrslit og markaskorarar í 1. deild karla í dag:

KA - Víkingur 0-2

0-1 Viktor Örn Guðmundsson,0-2 Marteinn Briem

Fjarðabyggð - Leiknir 1-1

0-1 Kristján Páll Jónsson, 1-1 Hilmar Bjarnþórsson

HK - Þór 3-2

1-0 Bjarki Már Sigvaldason (21.), 1-1 Kristján Steinn Magnússon (30.), 2-1 Atli Valsson (47.), 2-2 Kristján Steinn Magnússon (63.), 3-2 Leifur Andri Leifsson, víti (85.)

ÍR - ÍA 0-3

0-1 Gary Martin (3.), 0-2 Gary Martin (45.), 3-0 Andri Júlíusson (55.)

Grótta - Þróttur 2-3

0-1 Ingvi Sveinsson (40.), 0-2 Ingvar Ólason (43.), 0-3 Muamer Sadikovic (85.), 1-3 Elvar Freyr Arnþórsson, víti (90.), 2-3 Garðar Guðnason (90.+1)

Fjölnir - Njarðvík 3-0

1-0 Guðmundur Karl Guðmundsson (13.), 2-0 Ágúst Þór Ágústsson (45.), 3-0 Guðmundur Karl Guðmundsson (76.)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×