Handbolti

Valsmenn burstuðu HK-inga í Digranesinu

Elvar Geir Magnússon skrifar
Óskar Bjarni Óskarsson byrjar vel með Valsliðið.
Óskar Bjarni Óskarsson byrjar vel með Valsliðið.
Valsmenn unnu tíu marka stórsigur á HK, 32-22, í N1 deild karla í handbotla í Digranesi í dag. Valsmenn hafa þar með unnið alla þrjá leiki sína síðan að Óskar Bjarni Óskarsson og Heimir Ríkarðsson tóku við liðinu af Júlíusi Jónassyni.

Valsmenn voru yfir allan tímann en stungu af með 6-1 kafla sitt hvorum megin við hálfleikinn. HK-ingar voru langt frá sínu besta og gekk þeim bölvanlega að loka á skot Valsmanna. Staðan í hálfleik var 10-15.

Í seinni hálfleiknum hleypti Valur heimamönnum aldrei nálægt sér og fagnaði þriðja sigri sínum í röð en HK var að tapa sínum þriðja deildarleik í röð.

HK - Valur 22-32 (10-15)

Mörk HK (skot): Ólafur Bjarki Ragnarsson 8 (10/1), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 4 (6), Daníel Berg Grétarsson 4 (8), Bjarki Már Elísson 2 (3/1), Ármann Davíð Sigurðsson 1 (1), Hákon Bridde 1 (1), Brynjar Freyr Valsteinsson 1 (1), Atli Ævar Ingólfsson 1 (4), Atli Karl Bachmann 0 (1), Hörður Másson 0 (4).

Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 10, Valgeir Tómasson 2.

Hraðaupphlaupsmörk: 4 (Bjarki 2, Ólafur 2, Atli).

Fiskuð víti: 2 (Bjarki, Atli).

Utan vallar: 2 mínútur.

Mörk Vals (skot): Ernir Hrafn Arnarson 7/1 (8/1), Anton Rúnarsson 5/1 (7/1), Sturla Ásgeirsson 4 (6), Valdimar Fannar Þórsson 2 (4), Orri Freyr Gíslason 2 (2), Heiðar Þór Aðalsteinsson 2 (3), Fannar Þorbjörnsson 2 (3), Ásbjörn Stefánsson 2 (4), Gunnar Harðarson 2 (2), Atli Báruson 1 (1), Jón Björgvin Pétursson 1 (1), Einar Örn Guðmundsson 1 (4).

Varin skot: Hlynur Morthens 18/2.

Hraðaupphlaupsmörk: 3 (Sturla 2, Fannar)

Fiskuð víti: 2 (Gunnar, Valdimar)

Utan vallar: 8 mínútur.

Dómarar: Jón Karl Björnsson og Þorleifur Björnsson, góðir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×