Handbolti

Einar Andri: Komumst aldrei í takt við leikinn

Stefán Árni Pálsson í Kaplakrika skrifar

„Þetta var langt frá því að vera ásættanlegt  hjá okkur í kvöld,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, eftir tapið gegn Fram í kvöld. FH tapaði 33-38 gegn Fram í fimmtu umferð N1 deild-karla.

„Við komumst í raun aldrei í takt við leikinn og það er mikið áhyggjuefni. Þetta er annar leikurinn í röð hjá okkur þar sem varnarleikurinn er mjög slakur en við byrjuðum mótið með virkilega sannfærandi vörn. Okkur  virðist ganga illa að vinna úr hlutunum þegar við lendum undir  í leiknum og það er eitthvað sem við verðum að skoða.“

„Við vorum bara alls ekki nægilega skynsamir hér í kvöld, strákarnir hefðu mátt vera aðeins rólegri í sýnum aðgerðum. Það er kannski mér að kenna að ná ekki að róa niður leik okkar,“ sagði Einar.

FH-ingar virtust hugsa meira um störf dómarans en að spila handbolta.

„Strákarnir voru oft á tíðum að hugsa um allt annað en að einbeita sér að leiknum og það truflaði liðið mikið. Við vorum að pirra okkur allt of mikið á dómurunum  og það bitnaði á leik liðsins,“ sagði Einar Andri svekktur eftir leikinn í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×