Af hverju þessi hjarðmennska? Svavar Gestsson skrifar 1. apríl 2010 06:00 Svavar Gestsson skrifar um Icesave Atvinnuleysi er böl. Ég tek það því alvarlega þegar mér er borið á brýn að hafa stuðlað að auknu atvinnuleysi." Þannig kemst einn þingmanna Icesave-meirihlutans á Alþingi að orði í grein í Fréttablaðinu. Mikið skil ég þingmanninn vel; honum finnst að hann hafi verið borinn rangri sök. Ég þekki þessa tilfinningu; ég hef fengið óþverrann yfir mig þúsund sinnum á undanförnum mánuðum eða allt frá því í júní í fyrra. Margt af því sem hellt hefur verið yfir mig hefur verið talsvert alvarlegra en það sem þingmaðurinn nefnir í tilvitnuninni hér á undan. Allt um það; viðkvæmni hans er skiljanleg. En þá er því við að bæta að síðustu þrjá daga hafa birst þrjár greinar þar sem því er lýst hvaða afleiðingar það hefur haft fyrir þjóðarbúið að ljúka ekki Icesave-málinu. Allt eru þetta málefnalegar greinar og hafa allar vakið athygli. Höfundarnir eru Magnús Orri Schram, alþingismaður, Kristinn H Gunnarsson fyrrv. alþingismaður og Ólafur Stephensen ritstjóri. Þeir benda á að þjóðarbúið hafi þegar skaðast verulega af þeim drætti sem orðið hefur á því að afgreiða Icesave-málið. Þingmaðurinn sem vitnað var til hér í upphafi er ósammála þeim þremenningum. Allt gott um það. En þeir eiga að fá að hafa sínar skoðanir - ekki rétt? - í lýðræðisríki. Og það á ekki að bregða þeim um landráð þó þeir hafi þessar skoðanir. Það hefur einmitt verið einkenni umræðunnar um Icesave að það hefur bara ein skoðun verið leyfð; það var fyrirskipuð sú hjarðskoðun í upphafi málsins að vera á móti því að gera upp Iceave-málið. Önnur hjarðskoðunin var sú að Icesave-málið væri sök Steingríms Sigfússonar eða mín eða Indriða Þorlákssonar. Við vorum og erum úthrópaðir svo fá dæmi eru slíks. Þessi hjarðmennska náði þó hámarki í þjóðaratkvæðagreiðslunni þegar þjóðinni var skipað á kjörstað um ekki neitt og þeir sem mættu ekki voru kallaðir ónefnum í blaðinu sem gefið er út á sprungusvæðinu við Rauðavatn. Eins hefur það verið þegar menn eins og Þórólfur Matthíasson eða Gunnlaugur Jónsson hafa stigið fram þá hefur verið ausið yfir þá svívirðingum. Það er ekki gott; við verðum að fá að tala saman. Sennilega er kominn tími til að stofna Málfrelsisfélag. Og það segi ég vegna þess að greininni sem vitnað var til í upphafi lýkur á þessum orðum: „Það hlýtur að vera undarleg tilfinning fyrir samninganefnd Íslands að horfa til baklands sem lítur það sem meira mál að ná einhverjum samningum en góðum samningum." Af hverju nú þetta: Af hverju að bregða þessum góðu mönnum eins og Magnúsi Orra Schram um stuðning við vonda samninga og helst verri en við getum fengið fyrir það eitt að benda á staðreyndir. Má ekki tala? Og af hverju er sá þingmaður sem hér er vitnað til í upphafi viðkvæmari en allir aðrir; af hverju tekur hann allt til sín, ber hann einn ábyrgð á Icesave-meirihlutanum? Auðvitað ekki. En það er rétt; atvinnuleysi er böl. Höfundur er fyrrverandi heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Sjá meira
Svavar Gestsson skrifar um Icesave Atvinnuleysi er böl. Ég tek það því alvarlega þegar mér er borið á brýn að hafa stuðlað að auknu atvinnuleysi." Þannig kemst einn þingmanna Icesave-meirihlutans á Alþingi að orði í grein í Fréttablaðinu. Mikið skil ég þingmanninn vel; honum finnst að hann hafi verið borinn rangri sök. Ég þekki þessa tilfinningu; ég hef fengið óþverrann yfir mig þúsund sinnum á undanförnum mánuðum eða allt frá því í júní í fyrra. Margt af því sem hellt hefur verið yfir mig hefur verið talsvert alvarlegra en það sem þingmaðurinn nefnir í tilvitnuninni hér á undan. Allt um það; viðkvæmni hans er skiljanleg. En þá er því við að bæta að síðustu þrjá daga hafa birst þrjár greinar þar sem því er lýst hvaða afleiðingar það hefur haft fyrir þjóðarbúið að ljúka ekki Icesave-málinu. Allt eru þetta málefnalegar greinar og hafa allar vakið athygli. Höfundarnir eru Magnús Orri Schram, alþingismaður, Kristinn H Gunnarsson fyrrv. alþingismaður og Ólafur Stephensen ritstjóri. Þeir benda á að þjóðarbúið hafi þegar skaðast verulega af þeim drætti sem orðið hefur á því að afgreiða Icesave-málið. Þingmaðurinn sem vitnað var til hér í upphafi er ósammála þeim þremenningum. Allt gott um það. En þeir eiga að fá að hafa sínar skoðanir - ekki rétt? - í lýðræðisríki. Og það á ekki að bregða þeim um landráð þó þeir hafi þessar skoðanir. Það hefur einmitt verið einkenni umræðunnar um Icesave að það hefur bara ein skoðun verið leyfð; það var fyrirskipuð sú hjarðskoðun í upphafi málsins að vera á móti því að gera upp Iceave-málið. Önnur hjarðskoðunin var sú að Icesave-málið væri sök Steingríms Sigfússonar eða mín eða Indriða Þorlákssonar. Við vorum og erum úthrópaðir svo fá dæmi eru slíks. Þessi hjarðmennska náði þó hámarki í þjóðaratkvæðagreiðslunni þegar þjóðinni var skipað á kjörstað um ekki neitt og þeir sem mættu ekki voru kallaðir ónefnum í blaðinu sem gefið er út á sprungusvæðinu við Rauðavatn. Eins hefur það verið þegar menn eins og Þórólfur Matthíasson eða Gunnlaugur Jónsson hafa stigið fram þá hefur verið ausið yfir þá svívirðingum. Það er ekki gott; við verðum að fá að tala saman. Sennilega er kominn tími til að stofna Málfrelsisfélag. Og það segi ég vegna þess að greininni sem vitnað var til í upphafi lýkur á þessum orðum: „Það hlýtur að vera undarleg tilfinning fyrir samninganefnd Íslands að horfa til baklands sem lítur það sem meira mál að ná einhverjum samningum en góðum samningum." Af hverju nú þetta: Af hverju að bregða þessum góðu mönnum eins og Magnúsi Orra Schram um stuðning við vonda samninga og helst verri en við getum fengið fyrir það eitt að benda á staðreyndir. Má ekki tala? Og af hverju er sá þingmaður sem hér er vitnað til í upphafi viðkvæmari en allir aðrir; af hverju tekur hann allt til sín, ber hann einn ábyrgð á Icesave-meirihlutanum? Auðvitað ekki. En það er rétt; atvinnuleysi er böl. Höfundur er fyrrverandi heilbrigðisráðherra.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun