Erlent

Kostaði um sjötíu manns lífið

Á sjúkrahúsi Hjúkrunarkona sinnir einum hinna særðu eftir loftárásina á laugardag.fréttablaðið/AP
Á sjúkrahúsi Hjúkrunarkona sinnir einum hinna særðu eftir loftárásina á laugardag.fréttablaðið/AP

Meira en 70 almennir borgarar létu lífið þegar pakistanskar herþotur gerðu loftárás á þorpið Sara Walla norðvestan til í Pakistan, skammt frá landamærum Afganistans á laugardagsmorgun.

Talsmaður pakistanskra stjórnvalda viðurkenndi þetta í gær, en sjaldgæft er að stjórnvöld viðurkenni mannfall meðal almennra borgara af ótta við að stuðningur almennings við árásir á herskáa uppreisnarhópa dvíni enn frekar.

Íbúi í öðru þorpi á svipuðum slóðum fullyrti að þrettán almennir borgarar hefðu látið lífið í árás á mánudag, en stjórnvöld höfðu haldið því fram að sú árás hefði kostað fjóra uppreisnarmenn lífið.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×