Umfjöllun: Keflvíkingar frestuðu bæjarhátíð í Hólminum Elvar Geir Magnússon í Stykkishólmi skrifar 26. apríl 2010 20:51 Úr leiknum í kvöld. Mynd/Daníel Keflavík knúði fram oddaleik gegn Snæfelli í úrslitum Iceland Express-deildarinnar í kvöld með frábærum útisigri í Stykkishólmi, 82-73. Leikurinn einkenndist af mikilli hörku en þrír leikmenn þurftu að yfirgefa völlinn vegna höfuðáverka og aðeins einn snéri aftur til leiks. Heimamenn í Snæfelli komu gríðarlega ákveðnir til leiks, staðráðnir í að landa titlinum fyrir framan troðfullt Fjárhúsið. Þeir komust snemma átta stigum yfir, 10-2, leiddir áfram af fyirliðanum, Hlyni Bæringssyni og leikstjórnandanum, Jeb Ivey. Keflvíkingar voru samt ekkert á þeim buxunum að leggjast undir heimamenn og leyfa þeim að komast í væna forystu eins og síðustu tveimur leikjum. Þeir söxuðu strax á forskotið en voru þó undir þegar fyrsta leikhluta var lokið, 19-12. Annar leikhluti var eign Keflvíkinga sem þeir unnu með þrettán stiga mun. Þeir voru því yfir í hálfleik, 40-34. Í öðrum leikhluta fór einnig að færast mikil harka í leikinn en Jón Norðdal Hafsteinsson þurfti að yfirgefa völlinn eftir að hafa fengið olnboga Jóns Ólafs í andlitið. Keflvíkingar, ólíkt Snæfelli í þessum leik, voru að fá framlag frá mörgum leikmönnum en nánast allt byrjunarlið þeirra skilaði flottum tölum í leiknum. Urule og Sigurður Þorsteinsson voru skæðir undir körfunni sem og Hörður Axel og Nick Bradford fyrir utan. Hörður Axel lenti snemma í villuvandræðum en hann var kominn með fjórar villur fyrir lok þriðja leikhluta. Það var morgunljóst að hann ætlaði ekki að tapa leiknum en í baráttunni blóðgaði hann bæði Sigurð Þorvaldsson og Emil Jóhannsson. Þeir þurftu að yfirgefa völlinn til að láta binda um höfuð sitt, Sigurður snéri aftur í leikinn en Emil kom ekki meira við sögu. Snæfellingar minnkuðu muninn fyrir lokafjórðunginn, staðan 60-57 gestunum í vil og spennan að gera út af við marga stuðningsmenn Snæfells. Þeir studdu dyggilega við bakið á liði sínu og þegar Hlynur Bæringsson setti niður gífurlega erfitt skot í byrjun lokafjórðungsins og fékk víti að auki virtist sem svo að stígandinn væri Snæfells-meginn. En það er eitt sem bannað er að gera. Það er að afskrifa Keflavík. Urule Igbavboa fór á kostum undir körfunni í lokafjórðungnum sem og Keflvíkinga spiluðu fanta varnarleik. Þegar Nick Bradford setti síðan niður þrist þegar tæpar tvær mínútur voru eftir af leiknum var nokkuð ljóst í hvað stefndi, staðan þá orðin 78-70. Eftir það var ekki aftur snúið. Snæfell skoraði aðeins þrjú stig til viðbótar og kláraði Hörður Axel Vilhjálmsson leikinn með glæsilegri ,,alley-hoop"-körfu, lokatölur 82-73. Eins og áður segir átti Urule Igbavboa stórleik í liði Keflavíkur, skoraði 20 stig og tók 11 fráköst. Þá skoraði Sigurður Þorsteinsson 18 og tók 5 fráköst. Hjá Snæfelli var Jeb Ivey atkvæðamestur með 22 stig og 7 stoðsendingar en Hlynur skoraði 20 og tók 9 fráköst. Aðrir mikilvægir leikmenn á borð við Martin Berkis og Sigurður Þorvaldsson voru kaldir sem ís í leiknum. Oddaleikur liðanna verður í Keflavík á fimmtudaginn en eins og gefur að skilja verður það hreinn úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn í Körfubolta árið 2010. Snæfell - Keflavík 73-82 Stig Snæfells: Jeb Ivey 22 (7 stoðs.), Hlynur Bæringsson 20 (9 fráköst), Jón Ólafur Jónsson 10, Sigurður Þorvaldsson 9, Emil Jóhannsson 5, Pálmi Sigurgeirsson 4, Martin Berkis 3. Stig Keflavíkur: Urule Igbavboa 20 (11 fráköst), Sigurður Þorsteinsson 18, Nick Bradford 15, Hörður Axel Vilhjálmsson 15, Þröstur Leó Jóhannsson 6, Sverrir Sverrisson 6, Jón Norðdal 2. Dominos-deild karla Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Keflavík knúði fram oddaleik gegn Snæfelli í úrslitum Iceland Express-deildarinnar í kvöld með frábærum útisigri í Stykkishólmi, 82-73. Leikurinn einkenndist af mikilli hörku en þrír leikmenn þurftu að yfirgefa völlinn vegna höfuðáverka og aðeins einn snéri aftur til leiks. Heimamenn í Snæfelli komu gríðarlega ákveðnir til leiks, staðráðnir í að landa titlinum fyrir framan troðfullt Fjárhúsið. Þeir komust snemma átta stigum yfir, 10-2, leiddir áfram af fyirliðanum, Hlyni Bæringssyni og leikstjórnandanum, Jeb Ivey. Keflvíkingar voru samt ekkert á þeim buxunum að leggjast undir heimamenn og leyfa þeim að komast í væna forystu eins og síðustu tveimur leikjum. Þeir söxuðu strax á forskotið en voru þó undir þegar fyrsta leikhluta var lokið, 19-12. Annar leikhluti var eign Keflvíkinga sem þeir unnu með þrettán stiga mun. Þeir voru því yfir í hálfleik, 40-34. Í öðrum leikhluta fór einnig að færast mikil harka í leikinn en Jón Norðdal Hafsteinsson þurfti að yfirgefa völlinn eftir að hafa fengið olnboga Jóns Ólafs í andlitið. Keflvíkingar, ólíkt Snæfelli í þessum leik, voru að fá framlag frá mörgum leikmönnum en nánast allt byrjunarlið þeirra skilaði flottum tölum í leiknum. Urule og Sigurður Þorsteinsson voru skæðir undir körfunni sem og Hörður Axel og Nick Bradford fyrir utan. Hörður Axel lenti snemma í villuvandræðum en hann var kominn með fjórar villur fyrir lok þriðja leikhluta. Það var morgunljóst að hann ætlaði ekki að tapa leiknum en í baráttunni blóðgaði hann bæði Sigurð Þorvaldsson og Emil Jóhannsson. Þeir þurftu að yfirgefa völlinn til að láta binda um höfuð sitt, Sigurður snéri aftur í leikinn en Emil kom ekki meira við sögu. Snæfellingar minnkuðu muninn fyrir lokafjórðunginn, staðan 60-57 gestunum í vil og spennan að gera út af við marga stuðningsmenn Snæfells. Þeir studdu dyggilega við bakið á liði sínu og þegar Hlynur Bæringsson setti niður gífurlega erfitt skot í byrjun lokafjórðungsins og fékk víti að auki virtist sem svo að stígandinn væri Snæfells-meginn. En það er eitt sem bannað er að gera. Það er að afskrifa Keflavík. Urule Igbavboa fór á kostum undir körfunni í lokafjórðungnum sem og Keflvíkinga spiluðu fanta varnarleik. Þegar Nick Bradford setti síðan niður þrist þegar tæpar tvær mínútur voru eftir af leiknum var nokkuð ljóst í hvað stefndi, staðan þá orðin 78-70. Eftir það var ekki aftur snúið. Snæfell skoraði aðeins þrjú stig til viðbótar og kláraði Hörður Axel Vilhjálmsson leikinn með glæsilegri ,,alley-hoop"-körfu, lokatölur 82-73. Eins og áður segir átti Urule Igbavboa stórleik í liði Keflavíkur, skoraði 20 stig og tók 11 fráköst. Þá skoraði Sigurður Þorsteinsson 18 og tók 5 fráköst. Hjá Snæfelli var Jeb Ivey atkvæðamestur með 22 stig og 7 stoðsendingar en Hlynur skoraði 20 og tók 9 fráköst. Aðrir mikilvægir leikmenn á borð við Martin Berkis og Sigurður Þorvaldsson voru kaldir sem ís í leiknum. Oddaleikur liðanna verður í Keflavík á fimmtudaginn en eins og gefur að skilja verður það hreinn úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn í Körfubolta árið 2010. Snæfell - Keflavík 73-82 Stig Snæfells: Jeb Ivey 22 (7 stoðs.), Hlynur Bæringsson 20 (9 fráköst), Jón Ólafur Jónsson 10, Sigurður Þorvaldsson 9, Emil Jóhannsson 5, Pálmi Sigurgeirsson 4, Martin Berkis 3. Stig Keflavíkur: Urule Igbavboa 20 (11 fráköst), Sigurður Þorsteinsson 18, Nick Bradford 15, Hörður Axel Vilhjálmsson 15, Þröstur Leó Jóhannsson 6, Sverrir Sverrisson 6, Jón Norðdal 2.
Dominos-deild karla Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum