Körfubolti

Sögulegur leikur hjá Helenu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Helena Sverrisdóttir í leik með TCU.
Helena Sverrisdóttir í leik með TCU. Mynd/AP

Helena Sverrisdóttir náði sögulegum árangri þegar að TCU vann góðan sigur á Corpus Christi, 78-74, í bandaríska háskólaboltanum í nótt.

Helena er nú orðinn eini leikmaðurinn í sögu skólans sem hefur á sínum ferli skorað þúsund stig, tekið fimm hundruð fráköst og gefið þrjú hundruð stoðsendingar. Hún er nú á sínu þriðja ári hjá skólanum.

Helena varð einnig aðeins annar leikmaðurinn í sögunni sem nær þrefaldri tvennu í einum leik. Hún skoraði sautján stig, tók ellefu fráköst og gaf ellefu stoðsendingar. Fyrsta þrefalda tvennan hjá TCU kom árið 2005.

Hún skoraði sitt þúsundasta stig og gaf sína 300. stoðsendingu í leiknum í nótt en stutt er síðan að hún náði sínu 500. frákasti á ferlinum.

Corpus Christi hafði fimm stiga forystu í hálfleik, 35-30, en Helena fór fyrir sínu liði í síðari hálfleik og sá til þess að það ynni sinn 10. sigur í þrettán leikjum á tímabilinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×