Íslenska 18 ára landsliðið vann 2-1 sigur á Wales á Svíþjóðarmótinu eftir að hafa lent undir í leiknum. KR-ingurinn Ingólfur Sigurðsson skoraði bæði mörkin í leiknum.
Wales komst 1-0 yfir á 35. mínútu en Ingólfur Sigurðsson jafnaði úr vítaspyrnu þremur mínútum síðar. Ingólfur skoraði síðan sigurmarkið úr annarri vítaspyrnu eftir aðeins tveggja mínútna leik í seinni hálfleik.
Næsti leikur liðsins á mótinu er á móti heimamönnum í Svíþjóð á fimmtudaginn en síðasti leikurinn er síðan við Norðmenn á laugardaginn.
Íslenski boltinn