Ráðherra hefur rangt eftir Inga Dóra Sigfúsdóttir skrifar 20. október 2010 06:00 Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra hefur rangt eftir mér í Fréttablaðinu síðastliðinn fimmtudag. Þar segir ráðherra mig hafa kvartað yfir því í blaðaviðtali að hún hafi „ekki beitt sér gegn" þeirri ákvörðun að loka kennslufræði- og lýðheilsudeild Háskólans í Reykjavík. Þetta er ekki rétt. Orðrétt sagði ég í blaðaviðtalinu: „Á fundi sem ég átti í ráðuneytinu í vor sögðu þau það ekki sitt hlutverk að skipta sér af því sem gerðist innan skólanna. Það má til sanns vegar færa en hins vegar ber ráðuneyti menntamála ábyrgð á því að háskólarnir uppfylli alþjóðleg viðmið um gæði starfsins og háskólastarfið sé faglegt." Ég var því ekki að óska eftir því að ráðherra hlutaðist til um einstakar ákvarðanir háskólanna, enda væri það brot á meginreglu háskólastarfs um mikilvægi akademísks frelsis. Ég kvartaði hins vegar sárlega undan skorti á fagmennsku í störfum ráðherra og menntamálaráðuneytisins, og benti á mikilvægi fagmennsku sem leiðarljóss þegar teknar væru erfiðar ákvarðanir um niðurskurð. Aðeins þannig verður íslenskum nemendum tryggð góð háskólamenntun. Orðrétt sagði ég í viðtalinu sem ráðherra vitnar í: „Í háskólageiranum erum við svo heppin að hafa mjög skýrar alþjóðlegar reglur og viðmið sem þeir háskólar sem hafa náð bestum árangri í heiminum hafa fylgt um aldaraðir og snúa m.a. að því hvernig árangur er metinn, að virku rannsóknarstarfi í skólunum og akademísku frelsi þeirra. Nákvæmlega sama á að gilda um íslenska háskóla." Þetta er meginatriðið. Það er ótvíræð skylda menntamálayfirvalda hvers lands að sjá til þess að fyrir liggi skýr menntastefna, að um menntastarfið gildi leikreglur og að eftirlit sé virkt með að þessum leikreglum sé fylgt. Við erum þátttakendur í alþjóðlegu háskólaumhverfi. Við munum ekki geta beitt öðrum reglum á Íslandi. Við reyndum að telja okkur trú um það í uppsveiflunni og hruninu að annað gilti um okkur sem værum fá og smá, en aðra. Erum við ekki búin að læra þá lexíu að það gengur ekki? Við verðum að gæta að því að háskólastarfið verði ekki eyðilagt. Sú ábyrgð hvílir á herðum menntamálaráðherra. Sé fólk ekki tilbúið að axla þá ábyrgð á það ekki að taka að sér ráðherradóm. Íslenska þjóðin á rétt á því. Það vekur sífellt athygli hve íslenskir ráðamenn eiga erfitt með að skilja einfalda hluti. Höfundur er prófessor við Columbia-háskóla í New York og við Háskólann í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Skoðun Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra hefur rangt eftir mér í Fréttablaðinu síðastliðinn fimmtudag. Þar segir ráðherra mig hafa kvartað yfir því í blaðaviðtali að hún hafi „ekki beitt sér gegn" þeirri ákvörðun að loka kennslufræði- og lýðheilsudeild Háskólans í Reykjavík. Þetta er ekki rétt. Orðrétt sagði ég í blaðaviðtalinu: „Á fundi sem ég átti í ráðuneytinu í vor sögðu þau það ekki sitt hlutverk að skipta sér af því sem gerðist innan skólanna. Það má til sanns vegar færa en hins vegar ber ráðuneyti menntamála ábyrgð á því að háskólarnir uppfylli alþjóðleg viðmið um gæði starfsins og háskólastarfið sé faglegt." Ég var því ekki að óska eftir því að ráðherra hlutaðist til um einstakar ákvarðanir háskólanna, enda væri það brot á meginreglu háskólastarfs um mikilvægi akademísks frelsis. Ég kvartaði hins vegar sárlega undan skorti á fagmennsku í störfum ráðherra og menntamálaráðuneytisins, og benti á mikilvægi fagmennsku sem leiðarljóss þegar teknar væru erfiðar ákvarðanir um niðurskurð. Aðeins þannig verður íslenskum nemendum tryggð góð háskólamenntun. Orðrétt sagði ég í viðtalinu sem ráðherra vitnar í: „Í háskólageiranum erum við svo heppin að hafa mjög skýrar alþjóðlegar reglur og viðmið sem þeir háskólar sem hafa náð bestum árangri í heiminum hafa fylgt um aldaraðir og snúa m.a. að því hvernig árangur er metinn, að virku rannsóknarstarfi í skólunum og akademísku frelsi þeirra. Nákvæmlega sama á að gilda um íslenska háskóla." Þetta er meginatriðið. Það er ótvíræð skylda menntamálayfirvalda hvers lands að sjá til þess að fyrir liggi skýr menntastefna, að um menntastarfið gildi leikreglur og að eftirlit sé virkt með að þessum leikreglum sé fylgt. Við erum þátttakendur í alþjóðlegu háskólaumhverfi. Við munum ekki geta beitt öðrum reglum á Íslandi. Við reyndum að telja okkur trú um það í uppsveiflunni og hruninu að annað gilti um okkur sem værum fá og smá, en aðra. Erum við ekki búin að læra þá lexíu að það gengur ekki? Við verðum að gæta að því að háskólastarfið verði ekki eyðilagt. Sú ábyrgð hvílir á herðum menntamálaráðherra. Sé fólk ekki tilbúið að axla þá ábyrgð á það ekki að taka að sér ráðherradóm. Íslenska þjóðin á rétt á því. Það vekur sífellt athygli hve íslenskir ráðamenn eiga erfitt með að skilja einfalda hluti. Höfundur er prófessor við Columbia-háskóla í New York og við Háskólann í Reykjavík.
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun