Mestu truflanir á flugsamgöngum í sögu norður Evrópu Óli Tynes skrifar 15. apríl 2010 18:46 Aldrei í sögunni hafa orðið aðrar eins truflanir á flugsamgöngum í norðanverðri Evrópu og með gosinu í Eyjafjallajökli. Sjö lönd hafa alveg lokað lofthelgi sinni og leyfa ekkert flug. Gosið truflar raunar flugsamgöngur um allan heim. Breskri lofthelgi var lokað á hádegi í dag og hún verður lokuð að minnsta kosti til klukkan sjö í fyrramálið. Sömu sögu er að segja á Írlandi í Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Hollandi og Belgíu. París hefur einnig lokað sínum flugvöllum þótt enn sé flogið í suðurhluta Frakklands. Fleiri flugstöðvar geta lokast á næstu klukkustundum eftir því sem askan frá Eyjafjallajökli berst sunnar. Flugstjórnarmiðstöðin Eurocontrol segir að miðað við veðurspár og spár íslenskra jarðfræðinga geti þessi loftrými verið lokuð í tvo sólarhringa. Ekkert í líkingu við þetta hefur nokkrusinni gerst áður. Og þetta hefur ekki aðeins áhrif í Evrópu heldur um allan heim. Fjölmörg flugfélög í Bandaríkjunum, Asíu, Ástralasíu og Afríku fljúga til Evrópu. Það flug legst sjálfkrafa af. Gosið mun því hafa áhrif á ferðir milljóna manna á næstu dögum. Miðað við allt þetta umstang er eðlilegt að fólk spyrji: hvað er það sem er svona hættulegt? Það var árið 1982 sem menn gerðu sér fyrst grein fyrir því að eldgos gætu verið hættuleg flugvélum. Þá var Boeing 747 breiðþota frá British Airways á leið frá Lundúnum til Auckland höfuðborgar Nýja Sjálands með 263 farþega. Vélin var í farflugshæð í 30 þúsund fetum þegar drapst á öllum fjórum hreyflum hennar hverjum á eftir öðrum. Vélin missti mikla hæð. Fór neðar og neðar en loks tókst að ræsa þrjá af hreyflunum aftur og vélin lenti heilu og höldnu í Jakarta í Indónesíu. Rannsókn leiddi í ljós að hún hafði flogið inn í gosmökk frá eldfjallinu Galung-gung á eynni Jövu. Askan hafði stíflað hreyflana. Farþegaflugvélar eru búnar öflugum ratsjártækjum. En í mikilli hæð er askan mjög dreifð, það eru engir þykkir bólstrar. Hún er auk þess mjög þurr og ratsjárnar fá ekkert endurvarp. Menn hafa því varann á í flugi þegar eldgos eru annarsvegar. Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Sjá meira
Aldrei í sögunni hafa orðið aðrar eins truflanir á flugsamgöngum í norðanverðri Evrópu og með gosinu í Eyjafjallajökli. Sjö lönd hafa alveg lokað lofthelgi sinni og leyfa ekkert flug. Gosið truflar raunar flugsamgöngur um allan heim. Breskri lofthelgi var lokað á hádegi í dag og hún verður lokuð að minnsta kosti til klukkan sjö í fyrramálið. Sömu sögu er að segja á Írlandi í Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Hollandi og Belgíu. París hefur einnig lokað sínum flugvöllum þótt enn sé flogið í suðurhluta Frakklands. Fleiri flugstöðvar geta lokast á næstu klukkustundum eftir því sem askan frá Eyjafjallajökli berst sunnar. Flugstjórnarmiðstöðin Eurocontrol segir að miðað við veðurspár og spár íslenskra jarðfræðinga geti þessi loftrými verið lokuð í tvo sólarhringa. Ekkert í líkingu við þetta hefur nokkrusinni gerst áður. Og þetta hefur ekki aðeins áhrif í Evrópu heldur um allan heim. Fjölmörg flugfélög í Bandaríkjunum, Asíu, Ástralasíu og Afríku fljúga til Evrópu. Það flug legst sjálfkrafa af. Gosið mun því hafa áhrif á ferðir milljóna manna á næstu dögum. Miðað við allt þetta umstang er eðlilegt að fólk spyrji: hvað er það sem er svona hættulegt? Það var árið 1982 sem menn gerðu sér fyrst grein fyrir því að eldgos gætu verið hættuleg flugvélum. Þá var Boeing 747 breiðþota frá British Airways á leið frá Lundúnum til Auckland höfuðborgar Nýja Sjálands með 263 farþega. Vélin var í farflugshæð í 30 þúsund fetum þegar drapst á öllum fjórum hreyflum hennar hverjum á eftir öðrum. Vélin missti mikla hæð. Fór neðar og neðar en loks tókst að ræsa þrjá af hreyflunum aftur og vélin lenti heilu og höldnu í Jakarta í Indónesíu. Rannsókn leiddi í ljós að hún hafði flogið inn í gosmökk frá eldfjallinu Galung-gung á eynni Jövu. Askan hafði stíflað hreyflana. Farþegaflugvélar eru búnar öflugum ratsjártækjum. En í mikilli hæð er askan mjög dreifð, það eru engir þykkir bólstrar. Hún er auk þess mjög þurr og ratsjárnar fá ekkert endurvarp. Menn hafa því varann á í flugi þegar eldgos eru annarsvegar.
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Sjá meira