Mestu truflanir á flugsamgöngum í sögu norður Evrópu Óli Tynes skrifar 15. apríl 2010 18:46 Aldrei í sögunni hafa orðið aðrar eins truflanir á flugsamgöngum í norðanverðri Evrópu og með gosinu í Eyjafjallajökli. Sjö lönd hafa alveg lokað lofthelgi sinni og leyfa ekkert flug. Gosið truflar raunar flugsamgöngur um allan heim. Breskri lofthelgi var lokað á hádegi í dag og hún verður lokuð að minnsta kosti til klukkan sjö í fyrramálið. Sömu sögu er að segja á Írlandi í Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Hollandi og Belgíu. París hefur einnig lokað sínum flugvöllum þótt enn sé flogið í suðurhluta Frakklands. Fleiri flugstöðvar geta lokast á næstu klukkustundum eftir því sem askan frá Eyjafjallajökli berst sunnar. Flugstjórnarmiðstöðin Eurocontrol segir að miðað við veðurspár og spár íslenskra jarðfræðinga geti þessi loftrými verið lokuð í tvo sólarhringa. Ekkert í líkingu við þetta hefur nokkrusinni gerst áður. Og þetta hefur ekki aðeins áhrif í Evrópu heldur um allan heim. Fjölmörg flugfélög í Bandaríkjunum, Asíu, Ástralasíu og Afríku fljúga til Evrópu. Það flug legst sjálfkrafa af. Gosið mun því hafa áhrif á ferðir milljóna manna á næstu dögum. Miðað við allt þetta umstang er eðlilegt að fólk spyrji: hvað er það sem er svona hættulegt? Það var árið 1982 sem menn gerðu sér fyrst grein fyrir því að eldgos gætu verið hættuleg flugvélum. Þá var Boeing 747 breiðþota frá British Airways á leið frá Lundúnum til Auckland höfuðborgar Nýja Sjálands með 263 farþega. Vélin var í farflugshæð í 30 þúsund fetum þegar drapst á öllum fjórum hreyflum hennar hverjum á eftir öðrum. Vélin missti mikla hæð. Fór neðar og neðar en loks tókst að ræsa þrjá af hreyflunum aftur og vélin lenti heilu og höldnu í Jakarta í Indónesíu. Rannsókn leiddi í ljós að hún hafði flogið inn í gosmökk frá eldfjallinu Galung-gung á eynni Jövu. Askan hafði stíflað hreyflana. Farþegaflugvélar eru búnar öflugum ratsjártækjum. En í mikilli hæð er askan mjög dreifð, það eru engir þykkir bólstrar. Hún er auk þess mjög þurr og ratsjárnar fá ekkert endurvarp. Menn hafa því varann á í flugi þegar eldgos eru annarsvegar. Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Aldrei í sögunni hafa orðið aðrar eins truflanir á flugsamgöngum í norðanverðri Evrópu og með gosinu í Eyjafjallajökli. Sjö lönd hafa alveg lokað lofthelgi sinni og leyfa ekkert flug. Gosið truflar raunar flugsamgöngur um allan heim. Breskri lofthelgi var lokað á hádegi í dag og hún verður lokuð að minnsta kosti til klukkan sjö í fyrramálið. Sömu sögu er að segja á Írlandi í Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Hollandi og Belgíu. París hefur einnig lokað sínum flugvöllum þótt enn sé flogið í suðurhluta Frakklands. Fleiri flugstöðvar geta lokast á næstu klukkustundum eftir því sem askan frá Eyjafjallajökli berst sunnar. Flugstjórnarmiðstöðin Eurocontrol segir að miðað við veðurspár og spár íslenskra jarðfræðinga geti þessi loftrými verið lokuð í tvo sólarhringa. Ekkert í líkingu við þetta hefur nokkrusinni gerst áður. Og þetta hefur ekki aðeins áhrif í Evrópu heldur um allan heim. Fjölmörg flugfélög í Bandaríkjunum, Asíu, Ástralasíu og Afríku fljúga til Evrópu. Það flug legst sjálfkrafa af. Gosið mun því hafa áhrif á ferðir milljóna manna á næstu dögum. Miðað við allt þetta umstang er eðlilegt að fólk spyrji: hvað er það sem er svona hættulegt? Það var árið 1982 sem menn gerðu sér fyrst grein fyrir því að eldgos gætu verið hættuleg flugvélum. Þá var Boeing 747 breiðþota frá British Airways á leið frá Lundúnum til Auckland höfuðborgar Nýja Sjálands með 263 farþega. Vélin var í farflugshæð í 30 þúsund fetum þegar drapst á öllum fjórum hreyflum hennar hverjum á eftir öðrum. Vélin missti mikla hæð. Fór neðar og neðar en loks tókst að ræsa þrjá af hreyflunum aftur og vélin lenti heilu og höldnu í Jakarta í Indónesíu. Rannsókn leiddi í ljós að hún hafði flogið inn í gosmökk frá eldfjallinu Galung-gung á eynni Jövu. Askan hafði stíflað hreyflana. Farþegaflugvélar eru búnar öflugum ratsjártækjum. En í mikilli hæð er askan mjög dreifð, það eru engir þykkir bólstrar. Hún er auk þess mjög þurr og ratsjárnar fá ekkert endurvarp. Menn hafa því varann á í flugi þegar eldgos eru annarsvegar.
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði