Ævintýramyndin Avatar tekjuhæst tvö ár í röð 21. desember 2010 18:45 avatar Stórmyndin Avatar var tekjuhæsta mynd áranna 2009 og 2010, sem er einstakur árangur. Tekjuhæsta mynd áranna 2009 og 2010 er ævintýramyndin Avatar. Þessi árangur á sér engin fordæmi í íslenskri kvikmyndasögu. Avatar var tekjuhæsta kvikmynd áranna 2009 og 2010 á Íslandi. Alls halaði myndin inn um 143 milljónir króna, þar af rúmar 90 á þessu ári. 118 þúsund manns hafa jafnframt borgað sig inn á myndina, þar af tæp 74 þúsund á þessu ári, en myndin var frumsýnd á annan í jólum í fyrra. Þá lenti hún í fimmta sæti yfir aðsóknarmestu myndirnar. Þessar miklu tekjur tvö ár í röð eru ótrúlegur árangur sem á sér engin fordæmi hér á landi. „Þetta er einstakur árangur. Við vorum með gríðarlega mikla samkeppni því Bjarnfreðarson var sýnd á sama tíma en orðsporið og bíóupplifunin var það mikil, enda byltingarkennd mynd," segir Guðmundur Breiðfjörð hjá Senu. „Hvenær fær maður að upplifa þetta aftur? Kannski ef Avatar 2 kemur," segir hann í léttum dúr. Avatar varð í fimmta sæti yfir aðsóknarmestu myndirnar í fyrra, enda frumsýnd seint á árinu, en í efsta sæti yfir þær tekjuhæstu. Það sem af er þessu ári eru hún aftur á móti langefst bæði ef miðað er við tekjur og aðsókn. Í öðru sæti í ár þegar bæði tekjur og aðsókn eru tekin með í reikninginn er Inception með Leonardo DiCaprio í aðalhlutverki, og í því þriðja er teiknimyndin Toy Story 3. Avatar er þriðja aðsóknarmesta mynd Íslands síðan opinberar mælingar hófust árið 1995. Aðeins stórmyndin Titanic og Mamma Mia! standa henni framar. 124 þúsund manns sáu stórslysamyndina í bíói á meðan um 119 þúsund sáu Abba-söngvamyndina. Rétt á eftir kemur Avatar með 118 þúsund, eins og áður segir. Ein mynd til viðbótar hefur náð yfir 100 þúsund manna mörkin í aðsókn hér á landi, hin sígilda Með allt á hreinu sem á bilinu 110 til 115 þúsund Íslendingar sáu, að því er talið er. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Ísraelar þekkja Eurovision-stuld betur en aðrir Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja Eurovision-stuld betur en aðrir Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Sjá meira
Tekjuhæsta mynd áranna 2009 og 2010 er ævintýramyndin Avatar. Þessi árangur á sér engin fordæmi í íslenskri kvikmyndasögu. Avatar var tekjuhæsta kvikmynd áranna 2009 og 2010 á Íslandi. Alls halaði myndin inn um 143 milljónir króna, þar af rúmar 90 á þessu ári. 118 þúsund manns hafa jafnframt borgað sig inn á myndina, þar af tæp 74 þúsund á þessu ári, en myndin var frumsýnd á annan í jólum í fyrra. Þá lenti hún í fimmta sæti yfir aðsóknarmestu myndirnar. Þessar miklu tekjur tvö ár í röð eru ótrúlegur árangur sem á sér engin fordæmi hér á landi. „Þetta er einstakur árangur. Við vorum með gríðarlega mikla samkeppni því Bjarnfreðarson var sýnd á sama tíma en orðsporið og bíóupplifunin var það mikil, enda byltingarkennd mynd," segir Guðmundur Breiðfjörð hjá Senu. „Hvenær fær maður að upplifa þetta aftur? Kannski ef Avatar 2 kemur," segir hann í léttum dúr. Avatar varð í fimmta sæti yfir aðsóknarmestu myndirnar í fyrra, enda frumsýnd seint á árinu, en í efsta sæti yfir þær tekjuhæstu. Það sem af er þessu ári eru hún aftur á móti langefst bæði ef miðað er við tekjur og aðsókn. Í öðru sæti í ár þegar bæði tekjur og aðsókn eru tekin með í reikninginn er Inception með Leonardo DiCaprio í aðalhlutverki, og í því þriðja er teiknimyndin Toy Story 3. Avatar er þriðja aðsóknarmesta mynd Íslands síðan opinberar mælingar hófust árið 1995. Aðeins stórmyndin Titanic og Mamma Mia! standa henni framar. 124 þúsund manns sáu stórslysamyndina í bíói á meðan um 119 þúsund sáu Abba-söngvamyndina. Rétt á eftir kemur Avatar með 118 þúsund, eins og áður segir. Ein mynd til viðbótar hefur náð yfir 100 þúsund manna mörkin í aðsókn hér á landi, hin sígilda Með allt á hreinu sem á bilinu 110 til 115 þúsund Íslendingar sáu, að því er talið er. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Ísraelar þekkja Eurovision-stuld betur en aðrir Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja Eurovision-stuld betur en aðrir Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Sjá meira