Aðildarumsókn er tímabær 15. júní 2010 06:00 Það er skynsamleg ákvörðun að Íslendingar leiti aðildar að Evrópusambandinu. Í EES erum við áhrifalaust annars flokks fylgiríki og sú staða er allsendis ófullnægjandi til lengdar. Í annan stað erum við um þessar mundir að taka nýja viðspyrnu til framtíðar eftir alvarlegt hrun. Því er einmitt tímabært að taka aðild að ESB inn í stefnumótun þjóðarinnar núna. Þetta gerum við sem frjáls og fullvalda þjóð. Þjóðin mun skera úr um þetta mál með þjóðaratkvæði að lyktum. Athugun á aðildarákvæðum annarra aðildarþjóða og á ýmsum ákvæðum aðalsáttmála ESB leiðir í ljós að miklar líkur eru til þess að hugsanlegur aðildarsamningur Íslands geti fullnægt óskum og kröfum þjóðarinnar. Margar fyrirmyndir og hliðstæður eru þegar fyrir hendi í samningum ESB sem benda til þess að réttindum og hagsmunum okkar á sviði fullveldis, gjaldmiðils, sjávarútvegs og landbúnaðar megi fyllilega mæta. Um þessar mundir takast Evrópuþjóðirnar á við mikinn efnahags- og fjármálavanda - líkt og Íslendingar og margar fleiri þjóðir. Forysta ESB virtist um sinn eiga erfitt með að ná samstöðu um aðgerðir, og líkur benda til að þessi vandræði taki langan tíma framundan. Að miklu leyti er hér um að ræða hliðstæðan eða sams konar vanda og Íslendingar eiga við að stríða, og varla verður séð að þessi vandræði breyti neinu um samskipti okkar við ESB eða um forsendur aðildarumsóknar. Aftur á móti virðist ljóst að margir hafa gert sér óraunhæfar væntingar um ESB og evruna. Af þeim sökum hafa margir orðið fyrir vonbrigðum og þessi vonbrigði eru að breiðast út. Gengi evrunnar hefur lækkað. Slíkt eflir samkeppnisstöðu Evrópulandanna, en reyndar er evran enn hærra skráð en var framan af. Kjarni evrunnar er Þýskaland, Benelúxlöndin og Frakkland. Til viðbótar skipta Ítalía, Spánn og Pólland mestu. Enginn bilbugur er á þessum þjóðum. Danska krónan er aðeins svæðisbundin fylgiútgáfa evrunnar, og breskir bankar eru aðilar að millibankamarkaði evrópska seðlabankans í Frankfurt. Mikið hefur verið rætt og ritað um vanda Grikkja. Staða Grikkja er hörmulegt dæmi fyrir okkur sem erum þjóðernissinnar og viljum taka málstað smáþjóðanna. Þeir geta engum öðrum um kennt, hvorki ESB né evrunni. Íslendingar hafa langa og sára reynslu af svipuðum vandamálum frá síðustu öld. Þá fékk íslenskur almenningur kjaraskerðingarnar „sjálfkrafa“ yfir sig með gengisfellingum og óðaverðbólgu. Stjórnvöldin börðust við að „læsa kaupmáttinn inni“ og hindra fólkið í því að geta nýtt sér innfluttar vörur eða ferðast. Því miður hafa Grikkir frestað aðgerðum og safnað botnlausum skuldum. Þeir njóta þess þó nú að ESB hefur ákveðið að veita þeim mikla aðstoð. Án aðildar að ESB hefði slíkt ekki átt sér stað. Vonandi leiðir þetta þó ekki til þess að allir treysti á björgun „stóra bróður“ í framtíðinni. En ljóst má vera að ESB mun herða skrúfurnar í sameiginlegu reglukerfi til þess að forðast slíkar ógöngur í framtíðinni. Evran er varla orðin áratugargömul, og menn geta lært ýmislegt af því að bera vanda Grikkja saman við vandræðin sem Kalifornía glímir við um þessar mundir. Í Grikklandi brennur einn runni en Kalifornía er skógareldur. Haustið 2008 gerðu margir ráð fyrir því að evrusamstarfið myndi liðast sundur á nokkrum mánuðum. Reynslan hefur orðið þveröfug. Margt bendir til þess að Evrópumenn séu að vakna af værum væntingum til vitundar um nauðsynlega framtíðarstefnu. Slíkt er tímabært. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Skoðanir Skoðun Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það er skynsamleg ákvörðun að Íslendingar leiti aðildar að Evrópusambandinu. Í EES erum við áhrifalaust annars flokks fylgiríki og sú staða er allsendis ófullnægjandi til lengdar. Í annan stað erum við um þessar mundir að taka nýja viðspyrnu til framtíðar eftir alvarlegt hrun. Því er einmitt tímabært að taka aðild að ESB inn í stefnumótun þjóðarinnar núna. Þetta gerum við sem frjáls og fullvalda þjóð. Þjóðin mun skera úr um þetta mál með þjóðaratkvæði að lyktum. Athugun á aðildarákvæðum annarra aðildarþjóða og á ýmsum ákvæðum aðalsáttmála ESB leiðir í ljós að miklar líkur eru til þess að hugsanlegur aðildarsamningur Íslands geti fullnægt óskum og kröfum þjóðarinnar. Margar fyrirmyndir og hliðstæður eru þegar fyrir hendi í samningum ESB sem benda til þess að réttindum og hagsmunum okkar á sviði fullveldis, gjaldmiðils, sjávarútvegs og landbúnaðar megi fyllilega mæta. Um þessar mundir takast Evrópuþjóðirnar á við mikinn efnahags- og fjármálavanda - líkt og Íslendingar og margar fleiri þjóðir. Forysta ESB virtist um sinn eiga erfitt með að ná samstöðu um aðgerðir, og líkur benda til að þessi vandræði taki langan tíma framundan. Að miklu leyti er hér um að ræða hliðstæðan eða sams konar vanda og Íslendingar eiga við að stríða, og varla verður séð að þessi vandræði breyti neinu um samskipti okkar við ESB eða um forsendur aðildarumsóknar. Aftur á móti virðist ljóst að margir hafa gert sér óraunhæfar væntingar um ESB og evruna. Af þeim sökum hafa margir orðið fyrir vonbrigðum og þessi vonbrigði eru að breiðast út. Gengi evrunnar hefur lækkað. Slíkt eflir samkeppnisstöðu Evrópulandanna, en reyndar er evran enn hærra skráð en var framan af. Kjarni evrunnar er Þýskaland, Benelúxlöndin og Frakkland. Til viðbótar skipta Ítalía, Spánn og Pólland mestu. Enginn bilbugur er á þessum þjóðum. Danska krónan er aðeins svæðisbundin fylgiútgáfa evrunnar, og breskir bankar eru aðilar að millibankamarkaði evrópska seðlabankans í Frankfurt. Mikið hefur verið rætt og ritað um vanda Grikkja. Staða Grikkja er hörmulegt dæmi fyrir okkur sem erum þjóðernissinnar og viljum taka málstað smáþjóðanna. Þeir geta engum öðrum um kennt, hvorki ESB né evrunni. Íslendingar hafa langa og sára reynslu af svipuðum vandamálum frá síðustu öld. Þá fékk íslenskur almenningur kjaraskerðingarnar „sjálfkrafa“ yfir sig með gengisfellingum og óðaverðbólgu. Stjórnvöldin börðust við að „læsa kaupmáttinn inni“ og hindra fólkið í því að geta nýtt sér innfluttar vörur eða ferðast. Því miður hafa Grikkir frestað aðgerðum og safnað botnlausum skuldum. Þeir njóta þess þó nú að ESB hefur ákveðið að veita þeim mikla aðstoð. Án aðildar að ESB hefði slíkt ekki átt sér stað. Vonandi leiðir þetta þó ekki til þess að allir treysti á björgun „stóra bróður“ í framtíðinni. En ljóst má vera að ESB mun herða skrúfurnar í sameiginlegu reglukerfi til þess að forðast slíkar ógöngur í framtíðinni. Evran er varla orðin áratugargömul, og menn geta lært ýmislegt af því að bera vanda Grikkja saman við vandræðin sem Kalifornía glímir við um þessar mundir. Í Grikklandi brennur einn runni en Kalifornía er skógareldur. Haustið 2008 gerðu margir ráð fyrir því að evrusamstarfið myndi liðast sundur á nokkrum mánuðum. Reynslan hefur orðið þveröfug. Margt bendir til þess að Evrópumenn séu að vakna af værum væntingum til vitundar um nauðsynlega framtíðarstefnu. Slíkt er tímabært.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar