Handbolti

Ólafur: Þeir rúlluðu bara yfir dautt lið

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Ólafur Guðmundsson.
Ólafur Guðmundsson.
„Fyrri hálfleikurinn var góður en svo kom kafli í seinni hálfleik sem við vorum að gera allt annað en við ætluðum okkur" sagði Ólafur A. Guðmundsson leikmaður FH eftir 25-33 tap gegn Akureyri í dag.

„Við vorum að spila ágætis handbolta í fyrri hálfleik en það vantaði smá upp á markvörslu og varnarleikinn sem hefði gefið okkur fleiri hraðaupphlaup," segir Ólafur.

„Það verður svo algjört hrun í seinni hálfleik þar sem hver og einn fór inn í sig og við hættum að spila saman. Þeir rúlluðu bara yfir dautt lið," sagði Ólafur harðorður.

Akureyringar eru á góðu skriði en FH hafa átt erfitt í byrjun tímabils þrátt fyrir að hafa verið spáð titlinum.

„Þetta var toppslagur og við þurfum að vinna þessa leiki til að vera í toppbaráttunni. Það eru þó þrjár umferðir eftir þannig það er nóg eftir. Það eru ákveðin vonbrigði að hafa tapað 3 leikjum enda ætlum við aldrei að tapa ég hef trú á að þetta komi í næstu umferð. Það er hellingur af hæfileikum í þessu liði sem þarf að slípa saman og það er undir okkur komið. Þetta gerist ekki af sjálfu sér," sagði Ólafur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×