Bábiljur eða bjargráð 22. október 2010 06:00 Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, fer stundum frjálslega með staðreyndir þegar hún ver gjörðir sínar í skipulagsmálum. Nú staðhæfir þessi mæta kona að hálfs árs dráttur hennar á að lýsa sig vanhæfa til að fjalla um aðalskipulag sveitarfélagsins Ölfuss sé eðlileg stjórnsýsla. Var ekki umhverfisráðherra nákvæmlega jafn vanhæfur í apríl þegar málið kom inn á borð í ráðuneytinu og hann lýsir sig loks vera um síðustu mánaðarmót? Forvígismenn skipulagsmála Ölfuss, og skipulagsfulltrúar um land allt, benda á að ráðherra bar að afgreiða málið eigi síðar en í júní, að framkomnum athugasemdum, enda er frestur samkvæmt eðlilegri stjórnsýslu 30 dagar. Vert er árétta að enginn er að biðja ráðherra um afslátt af lögboðnum ferlum, einungis að hann ræki skyldur sínar og vinni vinnuna sína. Ég efa ekki að ráðherra vill standa fast á gildismati Vinstri-grænna og finnst nokkru til fórnandi. Hins vegar er ástandið hér á landi bara svo grafalvarlegt að stjórnmálamenn verða að hefja sig yfir pólitíska bókstafstrú og horfast í augu við raunveruleikann upp á nýtt. Við blasir að þúsundir íslenskra heimila og fyrirtækja eru aðfram komnar af tekjumissi og skuldaklafa. Þeirra helsta bjargráð er tafarlaus endurreisn íslensks atvinnulífs með fjölda nýrra starfa og þeirri innspýtingu í hagkerfið sem hrífur menn úr deyfð og drunga. Til þess þarf að nýta gjöfular orkulindir. Sérstaklega er ástandið alvarlegt hér á Suðurnesjum þar sem 30 til 40% heimila eiga í alvarlegum vanda. Tekjulítið eða tekjulaust fólk horfir fram á holskeflu nauðungaruppboða og engist í þessu ástandi, að ónefndum þeim fjölda fyrirtækja sem eru að leggja árar í bát. Þetta fólk setur fyrst og fremst traust sitt á að álver í Helguvík með sínum 2000 störfum fái að rísa í friði fyrir þeim sem reyna leynt og ljóst að tefja eða koma í veg fyrir uppbyggingu þess. Íslensk álver eru einhver þau umhverfisvænstu í heimi. Þau hafa reynst mikilvægir máttarstólpar í samfélaginu og skapa þúsundum Íslendinga örugga og góða afkomu. Höfum hugfast að það eru tekjurnar af álverum en ekki álverin sjálf sem skipta máli fyrir þjóðina. Ef takast á að endurreisa íslenskt samfélag verða stjórmálamenn að taka saman höndum við atvinnulífið og launþegahreyfinguna og setja atvinnusköpun í raunverulegan forgang. Bjargráð og mannsæmandi lífskjör hljóta að vera verðugra viðfangsefni en pólitískar kreddur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, fer stundum frjálslega með staðreyndir þegar hún ver gjörðir sínar í skipulagsmálum. Nú staðhæfir þessi mæta kona að hálfs árs dráttur hennar á að lýsa sig vanhæfa til að fjalla um aðalskipulag sveitarfélagsins Ölfuss sé eðlileg stjórnsýsla. Var ekki umhverfisráðherra nákvæmlega jafn vanhæfur í apríl þegar málið kom inn á borð í ráðuneytinu og hann lýsir sig loks vera um síðustu mánaðarmót? Forvígismenn skipulagsmála Ölfuss, og skipulagsfulltrúar um land allt, benda á að ráðherra bar að afgreiða málið eigi síðar en í júní, að framkomnum athugasemdum, enda er frestur samkvæmt eðlilegri stjórnsýslu 30 dagar. Vert er árétta að enginn er að biðja ráðherra um afslátt af lögboðnum ferlum, einungis að hann ræki skyldur sínar og vinni vinnuna sína. Ég efa ekki að ráðherra vill standa fast á gildismati Vinstri-grænna og finnst nokkru til fórnandi. Hins vegar er ástandið hér á landi bara svo grafalvarlegt að stjórnmálamenn verða að hefja sig yfir pólitíska bókstafstrú og horfast í augu við raunveruleikann upp á nýtt. Við blasir að þúsundir íslenskra heimila og fyrirtækja eru aðfram komnar af tekjumissi og skuldaklafa. Þeirra helsta bjargráð er tafarlaus endurreisn íslensks atvinnulífs með fjölda nýrra starfa og þeirri innspýtingu í hagkerfið sem hrífur menn úr deyfð og drunga. Til þess þarf að nýta gjöfular orkulindir. Sérstaklega er ástandið alvarlegt hér á Suðurnesjum þar sem 30 til 40% heimila eiga í alvarlegum vanda. Tekjulítið eða tekjulaust fólk horfir fram á holskeflu nauðungaruppboða og engist í þessu ástandi, að ónefndum þeim fjölda fyrirtækja sem eru að leggja árar í bát. Þetta fólk setur fyrst og fremst traust sitt á að álver í Helguvík með sínum 2000 störfum fái að rísa í friði fyrir þeim sem reyna leynt og ljóst að tefja eða koma í veg fyrir uppbyggingu þess. Íslensk álver eru einhver þau umhverfisvænstu í heimi. Þau hafa reynst mikilvægir máttarstólpar í samfélaginu og skapa þúsundum Íslendinga örugga og góða afkomu. Höfum hugfast að það eru tekjurnar af álverum en ekki álverin sjálf sem skipta máli fyrir þjóðina. Ef takast á að endurreisa íslenskt samfélag verða stjórmálamenn að taka saman höndum við atvinnulífið og launþegahreyfinguna og setja atvinnusköpun í raunverulegan forgang. Bjargráð og mannsæmandi lífskjör hljóta að vera verðugra viðfangsefni en pólitískar kreddur.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar