Handbolti

Ólafur: Við þurfum að rífa okkur upp

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur í átökum í kvöld.
Ólafur í átökum í kvöld. Mynd/Daníel
Ólafur Guðmundsson var markahæstur hjá FH-ingum í átta marka sigri á Aftureldingu í Mosfellsbænum í kvöld og hann var mjög ánægður með hvernig liðið kom til baka eftir skell á móti Akureyri á heimavelli um síðustu helgi.

„Við þurfum að rífa okkur upp eftir leikinn á móti Akureyri. Þar var algjört andleysi í liðinu í seinni hálfleik og við þurfum að mætat sterkir í þennan leik fyrir okkur, fyrir klúbbinn og til að halda okkur í toppbaráttunni í deildinni," sagði Ólafur.

„Við gerðum það og sýndum með því karakter því það er ekkert sjálfgefið að koma til baka eftir svona leik eins og á móti Akueyri," sagði Ólafur sem var seinn í gang en spilaði vel eftir að hann skoraði fyrsta markið sitt eftir 18 mínútna leik.

„Við lögðum fyrst og fremst upp með að spila varnarleikinn vel. Við fáum á okkur sjö mörk í fyrri hálfleik og ef þú færð á þig sjö mörk í hálfleik þá ertu alltaf yfir. Við vorum ekkert frábærir í sókninni en við gerðum nóg til að vinna og ég er mjög sáttur," sagði Ólafur.

„Sigurinn var aldrei í hættu þótt við höfum ekkert verið að spila neitt frábærlega. Þetta var bara seigla og svona vinnum við leiki, með því að halda alltaf áfram. Þetta var klassasigur hjá okkur," sagði Ólafur.

„Það var engin örvænting í gangi í liðinu. Við töpuðum þremur leikjum á stuttum tíma og töpuðum illa í síðasta leik. Það var svolítið erfitt andlega en við komum til baka og vorum félaginu til sóma í kvöld," sagði Ólafur að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×