NBA í nótt: New Orleans vann stjörnulið Miami Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. nóvember 2010 11:00 Chris Paul var frábær í nótt. Mynd/AP New Orleans hefur byrjað frábærlega á tímabilinu í NBA-deildinni í haust og gerði sér lítið fyrir og vann stjörnum prýtt lið Miami í nótt, 96-93. New Orleans byrjaði af krafti og komst í 14-4 á fyrstu mínútunum. Þessa forystu lét liðið ekki af hendi fyrr en tæp mínúta var til leiksloka og LeBron James kom Miami yfir á vítalínunni, 90-89. Trevor Ariza svaraði með þristi og New Orleans komst í fjögurra stiga forystu þegar fimmtán sekúndur voru eftir. Chris Bosh náði að minnka muninn í eitt með þriggja stiga skoti en David West jók muninn í þrjú með tveimur vítaköstum þegar sjö sekúndur voru eftir. Eddie House fékk tækifæri til jafna metin með þriggja stiga skoti en missti marks. Þar með voru úrslitin ráðin. Chris Paul og Emeka Okafor voru frábærir í liði Hornets og fóru mikinn í sóknarleik liðsins. Paul skoraði „aðeins" þrettán stig en var með alls nítján stoðsendingar í leiknum auk þess sem hann stal boltanum fimm sinnum. Okafor var stigahæstur með 26 stig og nýtti tólf af þrettán skotum sínum utan af velli. Hann tók þar að auki þrettán fráköst. Dwyane Wade var stigahæstur hjá Miami með 28 stig auk þess sem hann tók tíu fráköst. LeBron James var með 20 stig og tíu stoðsendingar og Bosh fimmtán stig. New Orleans hefur unnið alla fimm leiki sína til þessa á tímabilinu en Miami hefur tapað tveimur af fyrstu sex. Phoenix vann Memphis, 123-118, í tvíframlengdum leik. Jason Richardson skoraði 38 stig fyrir Phoenix, þar af fimm á síðustu sekúndu fjórða leikhluta þótt ótrúlega megi virðast. Richardson byrjaði á því að setja niður þrist þegar 1,1 sekúnda var eftir og minnka muninn í eitt stig. Það var svo brotið á Rudy Gay þegar 0,4 sekúndur voru eftir. Hann misnotaði fyrra skotið sitt og ætlaði svo að misnota það síðara líka. Hann hins vegar hitti úr síðara skotinu og Phoenix tók leikhlé um leið. Þeir fengu svo að byrja með boltann á vallarhelmingi Memphis og skoraði Richardson með Alley-oop troðslu um leið og leiktíminn rann út.Phoenix náði svo að klára leikinn í síðari framlengingunni.LA Lakers vann Toronto, 108-103. Pau Gasol var með 30 stig og Kobe Bryant 23. Lakers er enn ósigrað í deildinni.Detroit vann Charlotte, 97-90. Ben Gordon var með 20 stig og Tayshaun Prince fjórtán fyrir Detroit sem vann sinn fysta leik á tímabilinu í nótt.Cleveland vann Philadelphia, 123-116. Cleveland var næstum búið að klúðra leiknum eftir að hafa mest verið með nítján stiga forystu en náði að rétta úr kútnum í fórða leikhluta og vinna góðan sigur.Milwaukee vann Indiana, 94-90. John Salmons var með 22 stig fyrir Milwaukee.Boston vann Chicago í framlengdum leik, 110-105. Kevin Garnett varði mikilvægt skot frá Joakim Noah í lok framlengingarinnar og gerði Boston kleift að vinna nauman sigur.New York vann Washington, 112-91. Toney Douglas var með nítján stig og tíu fráköst fyrir New York. Raymond Felton bætti við þrettán stigum og tíu stoðsendingum. Gilbert Arenas spilaði sinn fyrsta leik í langan tíma með Washington í nótt.Atlanta vann Minnesota, 113-103. Jamal Crawford skoraði 22 stig fyrir Atlanta.Golden State vann Utah, 85-78. Stephen Curry fór mikinn á lokakafla leiksins og skoraði níu stig á síðustu þremur mínútunum fyrir Golden State.Orlando vann New Jersey, 105-90. Dwight Howard var með 30 stig og sextán fráköst fyrir Orlando.Denver vann LA Clippers, 111-104. Carmelo Anthony skoraði 30 stig fyrir Denver og Al Harrington átján. NBA Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Sjá meira
New Orleans hefur byrjað frábærlega á tímabilinu í NBA-deildinni í haust og gerði sér lítið fyrir og vann stjörnum prýtt lið Miami í nótt, 96-93. New Orleans byrjaði af krafti og komst í 14-4 á fyrstu mínútunum. Þessa forystu lét liðið ekki af hendi fyrr en tæp mínúta var til leiksloka og LeBron James kom Miami yfir á vítalínunni, 90-89. Trevor Ariza svaraði með þristi og New Orleans komst í fjögurra stiga forystu þegar fimmtán sekúndur voru eftir. Chris Bosh náði að minnka muninn í eitt með þriggja stiga skoti en David West jók muninn í þrjú með tveimur vítaköstum þegar sjö sekúndur voru eftir. Eddie House fékk tækifæri til jafna metin með þriggja stiga skoti en missti marks. Þar með voru úrslitin ráðin. Chris Paul og Emeka Okafor voru frábærir í liði Hornets og fóru mikinn í sóknarleik liðsins. Paul skoraði „aðeins" þrettán stig en var með alls nítján stoðsendingar í leiknum auk þess sem hann stal boltanum fimm sinnum. Okafor var stigahæstur með 26 stig og nýtti tólf af þrettán skotum sínum utan af velli. Hann tók þar að auki þrettán fráköst. Dwyane Wade var stigahæstur hjá Miami með 28 stig auk þess sem hann tók tíu fráköst. LeBron James var með 20 stig og tíu stoðsendingar og Bosh fimmtán stig. New Orleans hefur unnið alla fimm leiki sína til þessa á tímabilinu en Miami hefur tapað tveimur af fyrstu sex. Phoenix vann Memphis, 123-118, í tvíframlengdum leik. Jason Richardson skoraði 38 stig fyrir Phoenix, þar af fimm á síðustu sekúndu fjórða leikhluta þótt ótrúlega megi virðast. Richardson byrjaði á því að setja niður þrist þegar 1,1 sekúnda var eftir og minnka muninn í eitt stig. Það var svo brotið á Rudy Gay þegar 0,4 sekúndur voru eftir. Hann misnotaði fyrra skotið sitt og ætlaði svo að misnota það síðara líka. Hann hins vegar hitti úr síðara skotinu og Phoenix tók leikhlé um leið. Þeir fengu svo að byrja með boltann á vallarhelmingi Memphis og skoraði Richardson með Alley-oop troðslu um leið og leiktíminn rann út.Phoenix náði svo að klára leikinn í síðari framlengingunni.LA Lakers vann Toronto, 108-103. Pau Gasol var með 30 stig og Kobe Bryant 23. Lakers er enn ósigrað í deildinni.Detroit vann Charlotte, 97-90. Ben Gordon var með 20 stig og Tayshaun Prince fjórtán fyrir Detroit sem vann sinn fysta leik á tímabilinu í nótt.Cleveland vann Philadelphia, 123-116. Cleveland var næstum búið að klúðra leiknum eftir að hafa mest verið með nítján stiga forystu en náði að rétta úr kútnum í fórða leikhluta og vinna góðan sigur.Milwaukee vann Indiana, 94-90. John Salmons var með 22 stig fyrir Milwaukee.Boston vann Chicago í framlengdum leik, 110-105. Kevin Garnett varði mikilvægt skot frá Joakim Noah í lok framlengingarinnar og gerði Boston kleift að vinna nauman sigur.New York vann Washington, 112-91. Toney Douglas var með nítján stig og tíu fráköst fyrir New York. Raymond Felton bætti við þrettán stigum og tíu stoðsendingum. Gilbert Arenas spilaði sinn fyrsta leik í langan tíma með Washington í nótt.Atlanta vann Minnesota, 113-103. Jamal Crawford skoraði 22 stig fyrir Atlanta.Golden State vann Utah, 85-78. Stephen Curry fór mikinn á lokakafla leiksins og skoraði níu stig á síðustu þremur mínútunum fyrir Golden State.Orlando vann New Jersey, 105-90. Dwight Howard var með 30 stig og sextán fráköst fyrir Orlando.Denver vann LA Clippers, 111-104. Carmelo Anthony skoraði 30 stig fyrir Denver og Al Harrington átján.
NBA Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Sjá meira