Tónleikar með Metallica og Slayer í bíó í sumar 22. maí 2010 09:00 metallica aftur á íslandi Samt ekki alveg. Hljómsveitin kom fram í Egilshöll árið 2004. Yfir 18.000 mættu á tónleika sem eru þeir stærstu í Íslandssögunni. Aðdáendur geta séð hljómsveitina í bíó í sumar.fréttablaðið/hari Hljómsveitirnar Metallica, Megadeth, Slayer og Anthrax koma fram á tónleikum í Búlgaríu í sumar. Tónleikarnir verða sýndir í beinni útsendingu víða um heim - meðal annars á Íslandi. Hljómar ótrúlega vel, segir þungarokksspekingurinn Haukur Viðar. „Þetta hljómar kjánalega til að byrja með, en er það ekki vegna þess að þetta er óvenjulegt?" segir Haukur Viðar Alfreðsson, þungarokkssérfræðingur Fréttablaðsins. Tónleikar hljómsveitanna Metallica, Megadeth, Slayer og Anthrax verða í beinni útsendingu í Sambíóunum 22. júní í sumar. Tónleikarnir fara fram í Sofiu, höfuðborg Búlgaríu og ferðast um gervihnött í bíóhús um allan heim. Haukur Viðar þekkir til hljómsveitanna betur en margir og ætlar ekki að láta sig vanta í sumar. „Það er engin spurning. Svo þegar maður er orðinn gamall fara minningarnar að blekkja mann og maður heldur að maður hafi séð fullt af böndum á tónleikum," segir Haukur léttur í lundu. Hann efast þó um að þetta verði sama upplifun og að vera á staðnum, enda á tæknin eftir að slípa þungarokkið til. „Nú eru komnar digital-sýningar og svona þannig að hljómurinn verður fyrsta flokks. Þetta er örugglega eins að horfa á DVD í ógeðslega góðu heimabíói," segir Haukur. „En þetta hljómar ótrúlega vel. Spurning hvort þetta gæti verið eitthvað fyrir bönd sem finnst ógeðslega leiðinlegt að túra. Að halda bara eina tónleika í heimaborg sinni og þá klára þeir heimstúrinn á einu kvöldi. Þetta er mjög þægilegt fyrir lata tónlistarmenn." Hljómsveitirnar eru allar komnar til ára sinna, en samanlagður starfsaldur þeirra spannar yfir 110 ár. En í hvernig formi eru hljómsveitirnar þessa dagana? „Ég er búinn að fylgjast með Metallica á túrnum," segir Haukur. „Þeir virðast vera í ágætisformi. Ég er ánægður með lögin sem þeir taka. Þeir eru duglegir við að taka alls konar lög og binda sig ekki við einhverja ímyndaða „greatest hits-plötu". Haukur segir erfitt að festa fingur á form Megadeth, enda skiptir forsprakkinn Dave Mustaine reglulega um hljóðfæraleikara. Þá segir hann Slayer heimsþekkta fyrir að vera pottþétt, en Anthrax þykir honum ekki hafa elst eins vel og hinar hljómsveitirnar þrjár og sparar ekki stóru orðin: „Mér finnst Anthrax ógeðslega hallærislegt band." atlifannar@frettabladid.is Lífið Menning Mest lesið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn Sjá meira
Hljómsveitirnar Metallica, Megadeth, Slayer og Anthrax koma fram á tónleikum í Búlgaríu í sumar. Tónleikarnir verða sýndir í beinni útsendingu víða um heim - meðal annars á Íslandi. Hljómar ótrúlega vel, segir þungarokksspekingurinn Haukur Viðar. „Þetta hljómar kjánalega til að byrja með, en er það ekki vegna þess að þetta er óvenjulegt?" segir Haukur Viðar Alfreðsson, þungarokkssérfræðingur Fréttablaðsins. Tónleikar hljómsveitanna Metallica, Megadeth, Slayer og Anthrax verða í beinni útsendingu í Sambíóunum 22. júní í sumar. Tónleikarnir fara fram í Sofiu, höfuðborg Búlgaríu og ferðast um gervihnött í bíóhús um allan heim. Haukur Viðar þekkir til hljómsveitanna betur en margir og ætlar ekki að láta sig vanta í sumar. „Það er engin spurning. Svo þegar maður er orðinn gamall fara minningarnar að blekkja mann og maður heldur að maður hafi séð fullt af böndum á tónleikum," segir Haukur léttur í lundu. Hann efast þó um að þetta verði sama upplifun og að vera á staðnum, enda á tæknin eftir að slípa þungarokkið til. „Nú eru komnar digital-sýningar og svona þannig að hljómurinn verður fyrsta flokks. Þetta er örugglega eins að horfa á DVD í ógeðslega góðu heimabíói," segir Haukur. „En þetta hljómar ótrúlega vel. Spurning hvort þetta gæti verið eitthvað fyrir bönd sem finnst ógeðslega leiðinlegt að túra. Að halda bara eina tónleika í heimaborg sinni og þá klára þeir heimstúrinn á einu kvöldi. Þetta er mjög þægilegt fyrir lata tónlistarmenn." Hljómsveitirnar eru allar komnar til ára sinna, en samanlagður starfsaldur þeirra spannar yfir 110 ár. En í hvernig formi eru hljómsveitirnar þessa dagana? „Ég er búinn að fylgjast með Metallica á túrnum," segir Haukur. „Þeir virðast vera í ágætisformi. Ég er ánægður með lögin sem þeir taka. Þeir eru duglegir við að taka alls konar lög og binda sig ekki við einhverja ímyndaða „greatest hits-plötu". Haukur segir erfitt að festa fingur á form Megadeth, enda skiptir forsprakkinn Dave Mustaine reglulega um hljóðfæraleikara. Þá segir hann Slayer heimsþekkta fyrir að vera pottþétt, en Anthrax þykir honum ekki hafa elst eins vel og hinar hljómsveitirnar þrjár og sparar ekki stóru orðin: „Mér finnst Anthrax ógeðslega hallærislegt band." atlifannar@frettabladid.is
Lífið Menning Mest lesið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn Sjá meira