Þú komst í hlaðið setur Íslandsmet á Tónlistanum Atli Fannar Bjarkason skrifar 21. október 2010 09:00 Helgi Björnsson og Reiðmenn vindanna hafa setið á toppi Tónlistans með plötu sína Þú komst í hlaðið í fjóra mánuði. Mynd/Spessi „Djöfulsins klassi það - á þessum síðustu og verstu," segir stórsöngvarinn Helgi Björnsson þegar blaðamaður tjáir honum að plata hans og Reiðmanna vindanna, Þú komst í hlaðið, hafi eytt síðustu 16 vikum á toppi Tónlistans. Eiður Arnarsson, útgáfustjóri Senu (sem gaf út plötuna) og stjórnarmaður í Félagi hljómplötuframleiðenda, segir engin gögn til um að ein plata hafi verið á toppi Tónlistans samfleytt í fjóra mánuði. Helgi Björnsson og Reiðmenn vindanna hafa því sett glæsilegt Íslandsmet. Laga- og Tónlistarnir eru birtir í fyrsta skipti í Fréttablaðinu í dag á blaðsíðu 40. Þeir voru áður birtir í Morgunblaðinu. Spurður um uppskriftina að slíkum vinsældum segir Helgi að þetta hafi verið spurning um að standa við gefin loforð. „Ég var búinn að vera að syngja og djamma lög í hestaferðum og tala um það lengi að gefa út hestamannaplötu," segir hann. „Ég henti plötunni saman og það gekk rosalega vel. Þannig að það var kjörið að gera aðra. Fólk hefur talað um að sú nýrri sé betri en hin - ég skal ekki leggja dóm á það sjálfur en við lögðum vel í hana." Þú komst í hlaðið hefur selst í tæplega 10.000 eintökum samkvæmt upplýsingum frá Senu, en fyrri plata Helga og Reiðmanna vindanna hefur selst í tæplega 9.000. En er sú þriðja væntanleg? „Ég veit það ekki. Hins vegar er strax byrjað að gauka að mér lögum - ég skal játa það," segir Helgi og bætir við að menn séu duglegir við að minna hann á hvaða lög hafi gleymst á fyrstu plötunum tveimur. „Verkefnið hefur einhvern veginn öðlast sjálfstæðan vilja." En útgefandinn er væntanlega æstur? „Ég efa það ekki. Ég er samt ekki búinn að gera nein plön um það. Það er fullt af öðrum hlutum sem þurfa að komast að fyrst," segir Helgi og laumar að blaðamanni að ný plata með SSSól sé jafnvel væntanleg í vor eða sumar. Lífið Menning Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Sjá meira
„Djöfulsins klassi það - á þessum síðustu og verstu," segir stórsöngvarinn Helgi Björnsson þegar blaðamaður tjáir honum að plata hans og Reiðmanna vindanna, Þú komst í hlaðið, hafi eytt síðustu 16 vikum á toppi Tónlistans. Eiður Arnarsson, útgáfustjóri Senu (sem gaf út plötuna) og stjórnarmaður í Félagi hljómplötuframleiðenda, segir engin gögn til um að ein plata hafi verið á toppi Tónlistans samfleytt í fjóra mánuði. Helgi Björnsson og Reiðmenn vindanna hafa því sett glæsilegt Íslandsmet. Laga- og Tónlistarnir eru birtir í fyrsta skipti í Fréttablaðinu í dag á blaðsíðu 40. Þeir voru áður birtir í Morgunblaðinu. Spurður um uppskriftina að slíkum vinsældum segir Helgi að þetta hafi verið spurning um að standa við gefin loforð. „Ég var búinn að vera að syngja og djamma lög í hestaferðum og tala um það lengi að gefa út hestamannaplötu," segir hann. „Ég henti plötunni saman og það gekk rosalega vel. Þannig að það var kjörið að gera aðra. Fólk hefur talað um að sú nýrri sé betri en hin - ég skal ekki leggja dóm á það sjálfur en við lögðum vel í hana." Þú komst í hlaðið hefur selst í tæplega 10.000 eintökum samkvæmt upplýsingum frá Senu, en fyrri plata Helga og Reiðmanna vindanna hefur selst í tæplega 9.000. En er sú þriðja væntanleg? „Ég veit það ekki. Hins vegar er strax byrjað að gauka að mér lögum - ég skal játa það," segir Helgi og bætir við að menn séu duglegir við að minna hann á hvaða lög hafi gleymst á fyrstu plötunum tveimur. „Verkefnið hefur einhvern veginn öðlast sjálfstæðan vilja." En útgefandinn er væntanlega æstur? „Ég efa það ekki. Ég er samt ekki búinn að gera nein plön um það. Það er fullt af öðrum hlutum sem þurfa að komast að fyrst," segir Helgi og laumar að blaðamanni að ný plata með SSSól sé jafnvel væntanleg í vor eða sumar.
Lífið Menning Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Sjá meira