Ejub: Stór dagur fyrir ungu strákana í Ólafsvík Elvar Geir Magnússon skrifar 12. júlí 2010 06:30 Ejub. Fótbolti.net „Ef við náum að komast yfir þá lofa ég hörkuleik,“ segir Ejub Purisevic, þjálfari Víkings í Ólafsvík sem etur kappi við Stjörnuna í átta liða úrslitum VISA-bikarsins í kvöld. Leikurinn fer fram í Ólafsvík og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. „Við erum komnir mjög langt í þessari keppni miðað við 2. deildarlið og ætlum bara að njóta þessa leiks eins og við getum. Vonandi verður veðrið gott og mikið af áhorfendum,“ segir Ejub en hans menn hafa ekki tapað leik í langan tíma og tróna á toppi 2. deildarinnar. „Auðvitað munum við reyna eins og við getum að vinna þennan leik, þannig hugsa allir íþróttamenn. Það er einhver spenna í hópnum en hún er vonandi ekki of mikil. Það er mikilvægt að við náum að byrja leikinn vel. Stjörnumenn hafa átt tvo slæma leiki og spurning hvernig þeir mæta til leiks.“ Ejub segir mikilvægt fyrir Ólafsvíkinga að loka á hraðar sóknir Stjörnunnar. „Þeir hafa mjög góða einstaklinga sem geta klárað leiki upp á eigin spýtur. Skyndisóknirnar eru hættulegar. Það einkennir lið sem Bjarni Jóhannsson þjálfar að vera þétt varnarlega. Þetta verður erfitt verkefni,“ segir Ejub. Víkingsliðið hefur nokkra mjög efnilega leikmenn sem eru á óskalista úrvalsdeildarliða. Brynjar Gauti Guðjónsson, Brynjar Kristmundsson og Þorsteinn Már Ragnarsson eru strákar sem fá að láta ljós sitt skína í kvöld. „Við höfum tvo til þrjá leikmenn sem eru mjög eftirsóttir. Þetta er stór dagur fyrir þá. Ég tel að þessir strákar muni spila í úrvalsdeildinni í framtíðinni og mun ekki hindra þá í því.“ Ejub þekkir hvern krók og kima í Ólafsvík enda stýrt liðinu í mörg ár. Hann var þó ekki með liðið í fyrra þegar það féll úr 1. deildinni. „Það var erfitt að horfa upp á það sem gerðist í fyrra. Margir fóru og við höfum þurft að byggja upp nánast nýtt lið. Ungu strákarnir hafa stigið vel upp og svo höfum við fengið mjög sterka erlenda leikmenn. Við höfum náð að byggja upp mjög sterkt lið á skömmum tíma,“ segir Ejub. Íslenski boltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Vestri | Geta jafnað Víkinga á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Sjá meira
„Ef við náum að komast yfir þá lofa ég hörkuleik,“ segir Ejub Purisevic, þjálfari Víkings í Ólafsvík sem etur kappi við Stjörnuna í átta liða úrslitum VISA-bikarsins í kvöld. Leikurinn fer fram í Ólafsvík og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. „Við erum komnir mjög langt í þessari keppni miðað við 2. deildarlið og ætlum bara að njóta þessa leiks eins og við getum. Vonandi verður veðrið gott og mikið af áhorfendum,“ segir Ejub en hans menn hafa ekki tapað leik í langan tíma og tróna á toppi 2. deildarinnar. „Auðvitað munum við reyna eins og við getum að vinna þennan leik, þannig hugsa allir íþróttamenn. Það er einhver spenna í hópnum en hún er vonandi ekki of mikil. Það er mikilvægt að við náum að byrja leikinn vel. Stjörnumenn hafa átt tvo slæma leiki og spurning hvernig þeir mæta til leiks.“ Ejub segir mikilvægt fyrir Ólafsvíkinga að loka á hraðar sóknir Stjörnunnar. „Þeir hafa mjög góða einstaklinga sem geta klárað leiki upp á eigin spýtur. Skyndisóknirnar eru hættulegar. Það einkennir lið sem Bjarni Jóhannsson þjálfar að vera þétt varnarlega. Þetta verður erfitt verkefni,“ segir Ejub. Víkingsliðið hefur nokkra mjög efnilega leikmenn sem eru á óskalista úrvalsdeildarliða. Brynjar Gauti Guðjónsson, Brynjar Kristmundsson og Þorsteinn Már Ragnarsson eru strákar sem fá að láta ljós sitt skína í kvöld. „Við höfum tvo til þrjá leikmenn sem eru mjög eftirsóttir. Þetta er stór dagur fyrir þá. Ég tel að þessir strákar muni spila í úrvalsdeildinni í framtíðinni og mun ekki hindra þá í því.“ Ejub þekkir hvern krók og kima í Ólafsvík enda stýrt liðinu í mörg ár. Hann var þó ekki með liðið í fyrra þegar það féll úr 1. deildinni. „Það var erfitt að horfa upp á það sem gerðist í fyrra. Margir fóru og við höfum þurft að byggja upp nánast nýtt lið. Ungu strákarnir hafa stigið vel upp og svo höfum við fengið mjög sterka erlenda leikmenn. Við höfum náð að byggja upp mjög sterkt lið á skömmum tíma,“ segir Ejub.
Íslenski boltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Vestri | Geta jafnað Víkinga á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Sjá meira