Börnin mín drukku FM 957 í sig með móðurmjólkinni 21. maí 2010 08:45 Ásdís Rósa Ásgeirsdóttir er nýjasti liðsmaður FM 957. Hún er einn þáttastjórnanda nýs morgunþáttar sem ber heitið Svali og félagar og hófst í morgun. Fréttablaðið/Vilhelm „Ég held að ég hafi þurft eitthvað ögrandi til að takast á við," segir Ásdís Rósa Ásgeirsdóttir, nýr liðsmaður útvarpsstöðvarinnar FM 957. Ásdís verður í morgunútvarpsteymi Sigvalda Kaldalóns, sem hóf upp raust sína í fyrsta sinn í morgun. Þátturinn tekur við af hinum ofurvinsæla Zúúber sem nú er hættur og í staðinn hefur Svali, eins og Sigvaldi er jafnan kallaður, fengið til sín nýtt fólk í nýjan þátt sem ber heitið Svali og félagar. Og er Ásdís í þeim hópi. Ný heimasíða er komin í loftið undir sama nafni og þar verður hægt að finna upptökur og útskriftir af efni þáttarins. Ásdís viðurkennir að hún hafi enga reynslu af útvarpi. „Nei, ég heyrði bara auglýsingu í útvarpinu þar sem ég var að keyra börnin í skólann á náttbuxunum og var síðan mætt í atvinnuviðtal þremur tímum seinna. Svona gerast bara hlutirnir," segir Ásdís. Hún er þriggja barna móðir og er að klára fjórða árið í lögfræði. „Nú er það bara lokaspretturinn sem tekur við," bætir hún við en eins og flestir vita er lögfræðinámið strembið og útheimtir mikla vinnu. Ásdís segist þó kvíða því að tíminn verði hennar versti óvinur. „Nei, það verður eiginlega að koma í ljós með haustinu og ég er einmitt bara að spá í því hvað ég eigi að gera í öllum mínum frístundum," grínast Ásdís með. Sjálf segist hún vera mikil áhugamanneskja um útvarp. „Ég er mikill FM-hnakki og smellpassa því alveg inn í umhverfið," bætir hún við. Verandi þriggja barna móðir hefur Ásdís ágætis reynslu af því að vakna eldsnemma á morgnana en þátturinn hefst á slaginu korter í sjö. „Það er bara ræs klukkan fimm og það verður ekkert mál," segir hún en börnin hennar eru sjö, tólf og fjórtán ára. Að sögn Ásdísar eru þau líkt og mamman ákaflega spennt fyrir nýja starfinu. „Já, þau fengu hnakkamenninguna með móðurmjólkinni." freyrgigja@frettabladid.is Hægt er að hlusta á FM 957 í beinni hér á Vísi. Lífið Menning Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
„Ég held að ég hafi þurft eitthvað ögrandi til að takast á við," segir Ásdís Rósa Ásgeirsdóttir, nýr liðsmaður útvarpsstöðvarinnar FM 957. Ásdís verður í morgunútvarpsteymi Sigvalda Kaldalóns, sem hóf upp raust sína í fyrsta sinn í morgun. Þátturinn tekur við af hinum ofurvinsæla Zúúber sem nú er hættur og í staðinn hefur Svali, eins og Sigvaldi er jafnan kallaður, fengið til sín nýtt fólk í nýjan þátt sem ber heitið Svali og félagar. Og er Ásdís í þeim hópi. Ný heimasíða er komin í loftið undir sama nafni og þar verður hægt að finna upptökur og útskriftir af efni þáttarins. Ásdís viðurkennir að hún hafi enga reynslu af útvarpi. „Nei, ég heyrði bara auglýsingu í útvarpinu þar sem ég var að keyra börnin í skólann á náttbuxunum og var síðan mætt í atvinnuviðtal þremur tímum seinna. Svona gerast bara hlutirnir," segir Ásdís. Hún er þriggja barna móðir og er að klára fjórða árið í lögfræði. „Nú er það bara lokaspretturinn sem tekur við," bætir hún við en eins og flestir vita er lögfræðinámið strembið og útheimtir mikla vinnu. Ásdís segist þó kvíða því að tíminn verði hennar versti óvinur. „Nei, það verður eiginlega að koma í ljós með haustinu og ég er einmitt bara að spá í því hvað ég eigi að gera í öllum mínum frístundum," grínast Ásdís með. Sjálf segist hún vera mikil áhugamanneskja um útvarp. „Ég er mikill FM-hnakki og smellpassa því alveg inn í umhverfið," bætir hún við. Verandi þriggja barna móðir hefur Ásdís ágætis reynslu af því að vakna eldsnemma á morgnana en þátturinn hefst á slaginu korter í sjö. „Það er bara ræs klukkan fimm og það verður ekkert mál," segir hún en börnin hennar eru sjö, tólf og fjórtán ára. Að sögn Ásdísar eru þau líkt og mamman ákaflega spennt fyrir nýja starfinu. „Já, þau fengu hnakkamenninguna með móðurmjólkinni." freyrgigja@frettabladid.is Hægt er að hlusta á FM 957 í beinni hér á Vísi.
Lífið Menning Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið