Það fóru fram sjö leikir í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og á heimasíðu NBA-deildarinnar má að venju finna skemmtileg myndbönd frá leikjunum næturinnar.
Dallas Mavericks varð meðal annars fyrsta liðið til að vinna New Orleans Hornets á tímabilinu og Oklahoma City Thunder stöðvaði sigurgöngu Utah Jazz.
Flottustu tilþrif kvöldsins átti þó Charlotte-maðurinn Derrick Brown með einni viðstöðulausri eftir sendingu frá D.J. Augustin.
Með því að smella hér er hægt að fá yfirlit yfir alla sjö leikina á þremur mínútunum og strax á eftir opnast myndband þar sem NBA-deildin hefur tekið saman tíu flottustu tilþrif næturinnar.

