Útrásarvíkingar á skammarlista Time 30. apríl 2010 12:20 Blaðamaðurinn Joel Stein hjá Time valdi Björgólf, Jón Ásgeir og Hreiðar Má á listann sem er birtur á heimasíðu tímaritsins. Tímaritið Time birti nú í vikunni árlegan lista sinn yfir 100 áhrifamestu einstaklinga heimsins. Í fyrsta skipti býr tímaritið einnig til skammarlista sem er kallaður rónahundraðið, „The Time Bum Hundred" og njóta Íslendingar þess vafasama heiðurs að eiga þrjá útrásarvíkinga á listanum. Þetta eru þeir Björgólfur Guðmundsson, Jón Ásgeir Jóhannesson og Hreiðar Már Sigurðsson. Skammarlistanum er skipt upp í fjóra hluta: Losers, Flameouts, Morons og Slimy Bastards (lúserar, útbrunnir, hálfvitar og slímugir skuggabaldrar). Íslendingarnir falla í síðasta flokkinn og eru ekki í góðum félagsskap. Þarna eru svindlarinn Bernie Maddoff, Lindsey Lohan og faðir hennar Michael, Grikkland, John Edwards og fleiri. Blaðamaðurinn Joel Stein setur listann saman en hann er birtur á heimasíðu Time og ekki í prentútgáfunni. Stein segir fólkið á listanum vera valið því það hafði eða ætti að hafa áhrif. Hann er mikill spéfugl og taldi Íslendingana eftir að hann las um íslenska hrunið á Wikipedia. Björgólfur Guðmundsson fær verstu útreiðina hjá Time. Um hann segir: „Annar milljarðamæringur Íslendinga í sögunni. Sá fyrsti var sonur hans. Fór úr 1,1 milljarða dollara virði í núll. Og sætir rannsókn. Og setti landið sitt á hausinn. Og Gordon Brown setti hryðjuverkalög á bankann hans. Bretar hata hann meira en þeir hata íslensk eldfjöll." Um Jón Ásgeir segir: „Þegar þú ert myndarlegur gaur í tískubransanum þarftu virkilega að klúðra þínum málum til að fólk mótmæli gegn þér á götum úti. Enginn lánar honum pening í dag. Ekki einu sinni krónur." Þá er komið að Hreiðari Má: „Fyrrum stjórnandi Kaupþings sem fór á hausinn. Ég missti mig í íslenska hruninu á Wikipedia." Lífið Tengdar fréttir Drogba, Gaga og Clinton á forsíðu Time 100 Tímaritið Time gaf í dag út árlegan lista sinn yfir hundrað áhrifamestu einstaklingana í heiminum. 29. apríl 2010 15:35 Mest lesið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn Sjá meira
Tímaritið Time birti nú í vikunni árlegan lista sinn yfir 100 áhrifamestu einstaklinga heimsins. Í fyrsta skipti býr tímaritið einnig til skammarlista sem er kallaður rónahundraðið, „The Time Bum Hundred" og njóta Íslendingar þess vafasama heiðurs að eiga þrjá útrásarvíkinga á listanum. Þetta eru þeir Björgólfur Guðmundsson, Jón Ásgeir Jóhannesson og Hreiðar Már Sigurðsson. Skammarlistanum er skipt upp í fjóra hluta: Losers, Flameouts, Morons og Slimy Bastards (lúserar, útbrunnir, hálfvitar og slímugir skuggabaldrar). Íslendingarnir falla í síðasta flokkinn og eru ekki í góðum félagsskap. Þarna eru svindlarinn Bernie Maddoff, Lindsey Lohan og faðir hennar Michael, Grikkland, John Edwards og fleiri. Blaðamaðurinn Joel Stein setur listann saman en hann er birtur á heimasíðu Time og ekki í prentútgáfunni. Stein segir fólkið á listanum vera valið því það hafði eða ætti að hafa áhrif. Hann er mikill spéfugl og taldi Íslendingana eftir að hann las um íslenska hrunið á Wikipedia. Björgólfur Guðmundsson fær verstu útreiðina hjá Time. Um hann segir: „Annar milljarðamæringur Íslendinga í sögunni. Sá fyrsti var sonur hans. Fór úr 1,1 milljarða dollara virði í núll. Og sætir rannsókn. Og setti landið sitt á hausinn. Og Gordon Brown setti hryðjuverkalög á bankann hans. Bretar hata hann meira en þeir hata íslensk eldfjöll." Um Jón Ásgeir segir: „Þegar þú ert myndarlegur gaur í tískubransanum þarftu virkilega að klúðra þínum málum til að fólk mótmæli gegn þér á götum úti. Enginn lánar honum pening í dag. Ekki einu sinni krónur." Þá er komið að Hreiðari Má: „Fyrrum stjórnandi Kaupþings sem fór á hausinn. Ég missti mig í íslenska hruninu á Wikipedia."
Lífið Tengdar fréttir Drogba, Gaga og Clinton á forsíðu Time 100 Tímaritið Time gaf í dag út árlegan lista sinn yfir hundrað áhrifamestu einstaklingana í heiminum. 29. apríl 2010 15:35 Mest lesið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn Sjá meira
Drogba, Gaga og Clinton á forsíðu Time 100 Tímaritið Time gaf í dag út árlegan lista sinn yfir hundrað áhrifamestu einstaklingana í heiminum. 29. apríl 2010 15:35