Milljónasamningur í höfn 16. júní 2010 06:00 Þórarinn Stefánsson Bandaríska fyrirtækið Ticketmaster hefur tekið í notkun farsímaviðmót frá íslenska sprotafyrirtækinu Mobilitusi. Viðmótið var tekið í notkun í Bandaríkjunum í gær, en síðan verður bætt við nýju landi hálfsmánaðarlega fram á haust. „Þeir ætla að stórauka umferð inn á farsímavefinn,“ segir Þórarinn Stefánsson, annar stofnenda Mobilitus, en Ticketmaster skiptir út eldra viðmóti fyrir viðmót íslenska upplýsingatæknifyrirtækisins. Fyrirtækið sérhæfir sig í að búa til viðmót fyrir vefsíður sem birtast í farsímum og öðrum handtækjum. Meðal viðskiptavina er skemmtivefurinn Collegehumor.com, sem nýtur allnokkurra vinsælda á heimsvísu og nú Ticketmaster.com, stærsti miðasöluvefur heims. Fyrirtækið er í öðru sæti á eftir Amazon.com í umfangi rafrænna viðskipta í heiminum. „Það er satt að segja lygilegt að pínulítið sprotafyrirtæki uppi á Íslandi hafi landað þessum samningi,“ segir Þórarinn, en aðdragandi að viðmótsskiptum Ticketmaster hófst fyrir tæpum tveimur árum. Mobilitus fékk að taka þátt í og vann útboð verkefnisins hjá Ticketmaster. „Við unnum það bara á tækninni. Síðan náðist að semja um verð og undanfarna þrjá mánuði hefur þetta verið í virkri framleiðslu.“ Nýi samningurinn markar tímamót fyrir Mobilitus og segir Þórarinn að með þessu sé búinn til grunnur fyrir enn frekari vöxt fyrirtækisins. Tekjur komi til með að aukast þannig að fyrirtækið fari frá því að vera rekið á núllinu, yfir í að á rekstrinum verði allgóður hagnaður. Hann gæti numið tugum milljóna á þessu ári og enn meiru þegar fram í sækir, ef vel gengur. Á skrifstofunni í Reykjavík eru nú fjórir starfsmenn í fullu starfi hjá Mobilitusi, en að auki eru þrír aðrir. „Ein er í fæðingarorlofi og einn týndur í Belgíu,“ gantast Þórarinn. Helsta vanda fyrirtækisins segir hann nú vera að finna rétta starfsfólkið í vöxtinn. Tæknivinnan sé að baki og nú hægt að byggja á þeirri lausn sem búin hafi verið til. Þórarinn segir að hingað til hafi ríflega 30 þúsund manns komið daglega á farsímavef Ticketmaster. „Við sjáum fram á að það tvö- til þrefaldist á næstu 18 mánuðum,“ segir hann og kveður fyrirtækið ekki síst horfa til þess að auglýsa farsímasöluna á auglýsingaspjöldum sínum. Þannig megi fá þá til að kaupa miða strax sem annars hefðu hætt við á leiðinni heim. - óká Fréttir Innlent Mest lesið Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Bandaríska fyrirtækið Ticketmaster hefur tekið í notkun farsímaviðmót frá íslenska sprotafyrirtækinu Mobilitusi. Viðmótið var tekið í notkun í Bandaríkjunum í gær, en síðan verður bætt við nýju landi hálfsmánaðarlega fram á haust. „Þeir ætla að stórauka umferð inn á farsímavefinn,“ segir Þórarinn Stefánsson, annar stofnenda Mobilitus, en Ticketmaster skiptir út eldra viðmóti fyrir viðmót íslenska upplýsingatæknifyrirtækisins. Fyrirtækið sérhæfir sig í að búa til viðmót fyrir vefsíður sem birtast í farsímum og öðrum handtækjum. Meðal viðskiptavina er skemmtivefurinn Collegehumor.com, sem nýtur allnokkurra vinsælda á heimsvísu og nú Ticketmaster.com, stærsti miðasöluvefur heims. Fyrirtækið er í öðru sæti á eftir Amazon.com í umfangi rafrænna viðskipta í heiminum. „Það er satt að segja lygilegt að pínulítið sprotafyrirtæki uppi á Íslandi hafi landað þessum samningi,“ segir Þórarinn, en aðdragandi að viðmótsskiptum Ticketmaster hófst fyrir tæpum tveimur árum. Mobilitus fékk að taka þátt í og vann útboð verkefnisins hjá Ticketmaster. „Við unnum það bara á tækninni. Síðan náðist að semja um verð og undanfarna þrjá mánuði hefur þetta verið í virkri framleiðslu.“ Nýi samningurinn markar tímamót fyrir Mobilitus og segir Þórarinn að með þessu sé búinn til grunnur fyrir enn frekari vöxt fyrirtækisins. Tekjur komi til með að aukast þannig að fyrirtækið fari frá því að vera rekið á núllinu, yfir í að á rekstrinum verði allgóður hagnaður. Hann gæti numið tugum milljóna á þessu ári og enn meiru þegar fram í sækir, ef vel gengur. Á skrifstofunni í Reykjavík eru nú fjórir starfsmenn í fullu starfi hjá Mobilitusi, en að auki eru þrír aðrir. „Ein er í fæðingarorlofi og einn týndur í Belgíu,“ gantast Þórarinn. Helsta vanda fyrirtækisins segir hann nú vera að finna rétta starfsfólkið í vöxtinn. Tæknivinnan sé að baki og nú hægt að byggja á þeirri lausn sem búin hafi verið til. Þórarinn segir að hingað til hafi ríflega 30 þúsund manns komið daglega á farsímavef Ticketmaster. „Við sjáum fram á að það tvö- til þrefaldist á næstu 18 mánuðum,“ segir hann og kveður fyrirtækið ekki síst horfa til þess að auglýsa farsímasöluna á auglýsingaspjöldum sínum. Þannig megi fá þá til að kaupa miða strax sem annars hefðu hætt við á leiðinni heim. - óká
Fréttir Innlent Mest lesið Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira