Nú er tækifæri til breytinga Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 10. september 2010 06:00 Starfshópur skipaður af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sem hafði það hlutverk að endurskoða lög um stjórn fiskveiða hefur nú skilað frá sér skýrslu til ráðherra, þar sem álitaefni eru greind, tillögur lagðar fram til úrbóta og valkostir kynntir. Starfshópurinn var skipaður fulltrúum stjórnmálaflokka og hagsmunaaðila og fór ítarlega yfir einstaka þætti núverandi laga um stjórn fiskveiða, lét vinna skýrslur um stöðu sjávarútvegsins og hugsanlegar leiðir að breyttu fiskveiðistjórnunarkerfi. Það gefur að skilja að í starfshópnum voru uppi ólíkar skoðanir og nálganir á viðfangsefnið. Starfshópurinn náði þó samstöðu um nokkur álitaefni en það veldur vonbrigðum að LÍÚ gat ekki skrifað undir niðurstöðu annarra í hópnum um að skýrt ákvæði verði sett í stjórnarskrá um þjóðareign á öllum náttúruauðlindum, þ.m.t. auðlindum sjávar. Það skal tekið skýrt fram að ekki var mælt með ákveðinni leið af hálfu starfshópsins þó mestur stuðningur innan hans hafi verið við svokallaða samningaleið. Aðrar leiðir voru ræddar, s.s. innköllun og endurúthlutun aflaheimilda á einu bretti og endurráðstöfun með nýtingarsamningi, tilboðsleið og pottaleið. Fulltrúar VG og Samfylkingar telja að nýta þurfi það besta úr fyrirliggjandi hugmyndum til að ná fram markmiðum stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um réttlátara fiskveiðistjórnunarkerfi. Ég lýsti ekki stuðningi við eina leið frekar en aðra, því ljóst er að endanleg útfærsla verður að liggja fyrir svo hægt sé að taka afstöðu til hennar. En í ljósi þess að mestur stuðningur af hálfu starfshópsins var við samningaleiðina lagði ég fram eftirfarandi bókun þegar skýrslunni var skilað til sjávarútvegsráðherra 6. september sl. „Starfshópur um endurskoðun laga um stjórn fiskveiða hefur nú skilað af sér skýrslu og er mestur stuðningur af hálfu hópsins við svokallaða samningaleið. Í skýrslunni kemur hins vegar hvergi fram nein endanleg útfærsla um samningsákvæði svo sem um skilyrði um meðferð aflaheimilda. Undirrituð telur því brýnt að í slíkum samningum við opinbera aðila séu m.a. lögð til grundvallar eftirfarandi atriði: • Að framsal sé óheimilt nema með samþykki beggja samningsaðila og að uppfylltum ákveðnum skilyrðum sem m.a. tryggja að hugsanlegur ágóði renni til ríkisins. • Framsal verði ekki heimilað hafi það í för með sér byggðaröskun. Ákvæði verði sett í samninga um byggðatengingu aflaheimilda til að styrkja búsetuskilyrði íbúanna og til að koma í veg fyrir byggðaröskun og frekari samþjöppun aflaheimilda. • Skýr ákvæði séu sett um veðsetningu samninga sem háð séu samþykki beggja samningsaðila. Ef veðsetning verður heimiluð á annað borð þá verði hún takmörkuð við þarfir sjávarútvegsins. • Að við innköllun allra aflaheimilda á einu bretti og endurúthlutunar á grundvelli nýtingarsamnings gegn gjaldi verði byggt á jafnræðissjónarmiðum. • Að í samningum verði leiguframsal afnumið og tryggður opinber leigumarkaður með aflaheimildir sem nýtast m.a. til nýliðunar. • Sett verði á aukin veiðiskylda handhafa veiðiheimilda þó takmörkuð tegundatilfærsla verði heimiluð eftir sem áður. • Að ráðstöfun á aukningu aflaheimilda komi ekki sjálfkrafa inn á gildandi samninga og geti aukningin því nýst til nýliðunar og byggðatengdra aðgerða ásamt því að aflaheimildirnar verði settar á opinberan leigumarkað. • Að tryggt sé að handhafi aflaheimilda samkvæmt samningi starfi eftir gildum kjarasamningi og brot geti þýtt riftun samninga. • Setja verður almenn skilyrði fyrir gerð samnings svo sem um tilskilin rekstrarleyfi sem fela m.a. í sér skil á opinberum gjöldum. Á sama hátt verði sett ákvæði um riftun ef samningsaðili brýtur þau ákvæði sem sett eru." Fleiri atriði hefði mátt nefna, eins og lengd samninga en í mínum huga eru samningar til 10 ára hámark með möguleikum á endurskoðun á tímabilinu. Nú reynir á kjark og hugrekki stjórnmálamanna að gera þær breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu sem þjóðin hefur kallað eftir til fjölda ára. Við höfum alla möguleika á að skapa sjávarútveginum öryggi til framtíðar og góð rekstrarskilyrði, jafnframt því að skapa íbúum sjávarbyggða traustari búsetuskilyrði og að tryggja að arðurinn af sjávarauðlindinni renni til þjóðarinnar. Nú treysti ég því að okkar góði sjávarútvegsráðherra nýti vel þessi tímamót í þeirri vinnu sem framundan er í endurskoðun laga um stjórn fiskveiða. Þjóðin bindur vonir við að vinstristjórn hafi hugrekki og þor til að gera þær breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu sem skapi heilbrigðara og réttlátara fyrirkomulag fyrir þjóðina alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Starfshópur skipaður af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sem hafði það hlutverk að endurskoða lög um stjórn fiskveiða hefur nú skilað frá sér skýrslu til ráðherra, þar sem álitaefni eru greind, tillögur lagðar fram til úrbóta og valkostir kynntir. Starfshópurinn var skipaður fulltrúum stjórnmálaflokka og hagsmunaaðila og fór ítarlega yfir einstaka þætti núverandi laga um stjórn fiskveiða, lét vinna skýrslur um stöðu sjávarútvegsins og hugsanlegar leiðir að breyttu fiskveiðistjórnunarkerfi. Það gefur að skilja að í starfshópnum voru uppi ólíkar skoðanir og nálganir á viðfangsefnið. Starfshópurinn náði þó samstöðu um nokkur álitaefni en það veldur vonbrigðum að LÍÚ gat ekki skrifað undir niðurstöðu annarra í hópnum um að skýrt ákvæði verði sett í stjórnarskrá um þjóðareign á öllum náttúruauðlindum, þ.m.t. auðlindum sjávar. Það skal tekið skýrt fram að ekki var mælt með ákveðinni leið af hálfu starfshópsins þó mestur stuðningur innan hans hafi verið við svokallaða samningaleið. Aðrar leiðir voru ræddar, s.s. innköllun og endurúthlutun aflaheimilda á einu bretti og endurráðstöfun með nýtingarsamningi, tilboðsleið og pottaleið. Fulltrúar VG og Samfylkingar telja að nýta þurfi það besta úr fyrirliggjandi hugmyndum til að ná fram markmiðum stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um réttlátara fiskveiðistjórnunarkerfi. Ég lýsti ekki stuðningi við eina leið frekar en aðra, því ljóst er að endanleg útfærsla verður að liggja fyrir svo hægt sé að taka afstöðu til hennar. En í ljósi þess að mestur stuðningur af hálfu starfshópsins var við samningaleiðina lagði ég fram eftirfarandi bókun þegar skýrslunni var skilað til sjávarútvegsráðherra 6. september sl. „Starfshópur um endurskoðun laga um stjórn fiskveiða hefur nú skilað af sér skýrslu og er mestur stuðningur af hálfu hópsins við svokallaða samningaleið. Í skýrslunni kemur hins vegar hvergi fram nein endanleg útfærsla um samningsákvæði svo sem um skilyrði um meðferð aflaheimilda. Undirrituð telur því brýnt að í slíkum samningum við opinbera aðila séu m.a. lögð til grundvallar eftirfarandi atriði: • Að framsal sé óheimilt nema með samþykki beggja samningsaðila og að uppfylltum ákveðnum skilyrðum sem m.a. tryggja að hugsanlegur ágóði renni til ríkisins. • Framsal verði ekki heimilað hafi það í för með sér byggðaröskun. Ákvæði verði sett í samninga um byggðatengingu aflaheimilda til að styrkja búsetuskilyrði íbúanna og til að koma í veg fyrir byggðaröskun og frekari samþjöppun aflaheimilda. • Skýr ákvæði séu sett um veðsetningu samninga sem háð séu samþykki beggja samningsaðila. Ef veðsetning verður heimiluð á annað borð þá verði hún takmörkuð við þarfir sjávarútvegsins. • Að við innköllun allra aflaheimilda á einu bretti og endurúthlutunar á grundvelli nýtingarsamnings gegn gjaldi verði byggt á jafnræðissjónarmiðum. • Að í samningum verði leiguframsal afnumið og tryggður opinber leigumarkaður með aflaheimildir sem nýtast m.a. til nýliðunar. • Sett verði á aukin veiðiskylda handhafa veiðiheimilda þó takmörkuð tegundatilfærsla verði heimiluð eftir sem áður. • Að ráðstöfun á aukningu aflaheimilda komi ekki sjálfkrafa inn á gildandi samninga og geti aukningin því nýst til nýliðunar og byggðatengdra aðgerða ásamt því að aflaheimildirnar verði settar á opinberan leigumarkað. • Að tryggt sé að handhafi aflaheimilda samkvæmt samningi starfi eftir gildum kjarasamningi og brot geti þýtt riftun samninga. • Setja verður almenn skilyrði fyrir gerð samnings svo sem um tilskilin rekstrarleyfi sem fela m.a. í sér skil á opinberum gjöldum. Á sama hátt verði sett ákvæði um riftun ef samningsaðili brýtur þau ákvæði sem sett eru." Fleiri atriði hefði mátt nefna, eins og lengd samninga en í mínum huga eru samningar til 10 ára hámark með möguleikum á endurskoðun á tímabilinu. Nú reynir á kjark og hugrekki stjórnmálamanna að gera þær breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu sem þjóðin hefur kallað eftir til fjölda ára. Við höfum alla möguleika á að skapa sjávarútveginum öryggi til framtíðar og góð rekstrarskilyrði, jafnframt því að skapa íbúum sjávarbyggða traustari búsetuskilyrði og að tryggja að arðurinn af sjávarauðlindinni renni til þjóðarinnar. Nú treysti ég því að okkar góði sjávarútvegsráðherra nýti vel þessi tímamót í þeirri vinnu sem framundan er í endurskoðun laga um stjórn fiskveiða. Þjóðin bindur vonir við að vinstristjórn hafi hugrekki og þor til að gera þær breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu sem skapi heilbrigðara og réttlátara fyrirkomulag fyrir þjóðina alla.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun