Umfjöllun: Flottir Framarar lögðu meistarana Henry Birgir Gunnarsson á Ásvöllum skrifar 17. nóvember 2010 20:58 Einar Rafn skoraði tíu mörk í kvöld. Mynd/Anton Framarar eru sjóðheitir þessa dagana og unnu sinn fjórða leik í röð er þeir sóttu Íslandsmeistara Hauka heim. Lokatölur 27-31 fyrir Fram. Það blés ekki byrlega fyrir Fram í upphafi. Haukarnir spiluðu firnasterka framliggjandi vörn sem virtist koma gestunum á óvart. Þeir jöfnuðu sig smám saman og náðu að jafna fyrir hlé, 14-14. Framarar áttu leikinn í upphafi síðari hálfleiks og komust fljótlega í 19-15. Þá tók Halldór Ingólfsson, þjálfari Hauka, leikhlé. Það var greinilega betra en frægt leikhlé í leik gegn FH fyrr í vetur því Haukarnir komu grimmari út á völlinn, mættu Frömurum enn framar og það gekk upp. Það var ekki bara vörninni að þakka því Birkir Ívar varði eins og brjálæðingur fyrir aftan. Í kjölfarið komu hraðaupphlaupin og Haukar náðu að jafna, 21-21. Þá skildu leiðir á nýjan leik og Haukar áttu ekki innistæðu fyrir annarri endurkomu. Sanngjarn sigur Fram sem spilaði flottan leik. Varnarleikur liðsins var svolítið lengi í gang en um leið og liðið náði betri tökum á Björgvini Hólmgeirssyni náði það forystu. Reyndar var óskiljanlegt að Fram skildi ekki klippa Björgvin alveg út því aðrir leikmenn Hauka voru aldrei líklegir. Framarar hefðu síðan slátrað þessum leik ef Birkir Ívar hefði ekki varið eins berserkur. Það er flott breidd í þessu Fram-liði sem spilar á mörgum mönnum og allir skila sínu. Magnús öflugur í markinu og þetta Fram-lið lítur vel út. Það er komið á flug og hefur alla burði til þess að fljúga hátt áfram. Haukarnir þurfa aftur á móti að skoða sinn leik. Þeir eru ráðalausir er þeir þurfa að stilla upp í sókn og átakanlegt að sjá engan annan en Björgvin gera nokkurn skapaðan hlut í sókninni. Ungu strákana virðist vanta sjálfstraust en ef þeir stíga ekki upp þá verða Haukarnir ekki í toppbaráttu í vetur. Birkir Ívar og Björgvin munu ekki vinna leiki einir síns liðs í vetur. Haukar-Fram 27-31 (14-14) Mörk Hauka (skot): Björgvin Þór Hólmgeirsson 11 (21), Guðmundur Árni Ólafsson 6/2 (8/2), Freyr Brynjarsson 3 (3), Heimir Óli Heimisson 3 (3), Jónatan Ingi Jónsson 1 (2), Stefán Rafn Sigurmannsson 1 (2), Einar Örn Jónsson 1 (3), Þórður Rafn Guðmundsson 1 (9). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 15/3 (32/3) 47%, Aron Rafn Eðvarðsson 6 (20/3) 30%. Hraðaupphlaup: 6 (Freyr 3, Guðmundur, Heimir, Björgvin). Fiskuð víti: 2 (Einar, Sveinn). Utan vallar: 10 mín. Mörk Fram (skot): Einar Rafn Eiðsson 10/3 (15/5), Jóhann Gunnar Einarsson 6 (10), Halldór Jóhann Sigfússon 5 (7/1), Andri Berg Haraldsson 4 (10), Jóhann Karl Reynisson 2 (4), Róbert Aron Hostert 1 (2), Kristján Svan Kristjánsson 1 (4), Matthías Daðason 1 (1), Haraldur Þorvarðarson 1 (6). Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 21 (47/1) 45 %. Hraðaupphlaup: 13 (Einar 7, Jóhann 2, Halldór, Andri, Jóhann, Matthías). Fiskuð víti: 6 (Haraldur 2, Róbert, Andri, Jóhann, Einar). Utan vallar: 2 mín. Dómarar: Svavar Pétursson og Arnar Sigurjónsson, mjög góðir. Olís-deild karla Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Fleiri fréttir Bein útsending: Danmörk - Ísland | Tekst strákunum að stöðva danska storminn? Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Sjá meira
Framarar eru sjóðheitir þessa dagana og unnu sinn fjórða leik í röð er þeir sóttu Íslandsmeistara Hauka heim. Lokatölur 27-31 fyrir Fram. Það blés ekki byrlega fyrir Fram í upphafi. Haukarnir spiluðu firnasterka framliggjandi vörn sem virtist koma gestunum á óvart. Þeir jöfnuðu sig smám saman og náðu að jafna fyrir hlé, 14-14. Framarar áttu leikinn í upphafi síðari hálfleiks og komust fljótlega í 19-15. Þá tók Halldór Ingólfsson, þjálfari Hauka, leikhlé. Það var greinilega betra en frægt leikhlé í leik gegn FH fyrr í vetur því Haukarnir komu grimmari út á völlinn, mættu Frömurum enn framar og það gekk upp. Það var ekki bara vörninni að þakka því Birkir Ívar varði eins og brjálæðingur fyrir aftan. Í kjölfarið komu hraðaupphlaupin og Haukar náðu að jafna, 21-21. Þá skildu leiðir á nýjan leik og Haukar áttu ekki innistæðu fyrir annarri endurkomu. Sanngjarn sigur Fram sem spilaði flottan leik. Varnarleikur liðsins var svolítið lengi í gang en um leið og liðið náði betri tökum á Björgvini Hólmgeirssyni náði það forystu. Reyndar var óskiljanlegt að Fram skildi ekki klippa Björgvin alveg út því aðrir leikmenn Hauka voru aldrei líklegir. Framarar hefðu síðan slátrað þessum leik ef Birkir Ívar hefði ekki varið eins berserkur. Það er flott breidd í þessu Fram-liði sem spilar á mörgum mönnum og allir skila sínu. Magnús öflugur í markinu og þetta Fram-lið lítur vel út. Það er komið á flug og hefur alla burði til þess að fljúga hátt áfram. Haukarnir þurfa aftur á móti að skoða sinn leik. Þeir eru ráðalausir er þeir þurfa að stilla upp í sókn og átakanlegt að sjá engan annan en Björgvin gera nokkurn skapaðan hlut í sókninni. Ungu strákana virðist vanta sjálfstraust en ef þeir stíga ekki upp þá verða Haukarnir ekki í toppbaráttu í vetur. Birkir Ívar og Björgvin munu ekki vinna leiki einir síns liðs í vetur. Haukar-Fram 27-31 (14-14) Mörk Hauka (skot): Björgvin Þór Hólmgeirsson 11 (21), Guðmundur Árni Ólafsson 6/2 (8/2), Freyr Brynjarsson 3 (3), Heimir Óli Heimisson 3 (3), Jónatan Ingi Jónsson 1 (2), Stefán Rafn Sigurmannsson 1 (2), Einar Örn Jónsson 1 (3), Þórður Rafn Guðmundsson 1 (9). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 15/3 (32/3) 47%, Aron Rafn Eðvarðsson 6 (20/3) 30%. Hraðaupphlaup: 6 (Freyr 3, Guðmundur, Heimir, Björgvin). Fiskuð víti: 2 (Einar, Sveinn). Utan vallar: 10 mín. Mörk Fram (skot): Einar Rafn Eiðsson 10/3 (15/5), Jóhann Gunnar Einarsson 6 (10), Halldór Jóhann Sigfússon 5 (7/1), Andri Berg Haraldsson 4 (10), Jóhann Karl Reynisson 2 (4), Róbert Aron Hostert 1 (2), Kristján Svan Kristjánsson 1 (4), Matthías Daðason 1 (1), Haraldur Þorvarðarson 1 (6). Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 21 (47/1) 45 %. Hraðaupphlaup: 13 (Einar 7, Jóhann 2, Halldór, Andri, Jóhann, Matthías). Fiskuð víti: 6 (Haraldur 2, Róbert, Andri, Jóhann, Einar). Utan vallar: 2 mín. Dómarar: Svavar Pétursson og Arnar Sigurjónsson, mjög góðir.
Olís-deild karla Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Fleiri fréttir Bein útsending: Danmörk - Ísland | Tekst strákunum að stöðva danska storminn? Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Sjá meira