Umfjöllun: Flottir Framarar lögðu meistarana Henry Birgir Gunnarsson á Ásvöllum skrifar 17. nóvember 2010 20:58 Einar Rafn skoraði tíu mörk í kvöld. Mynd/Anton Framarar eru sjóðheitir þessa dagana og unnu sinn fjórða leik í röð er þeir sóttu Íslandsmeistara Hauka heim. Lokatölur 27-31 fyrir Fram. Það blés ekki byrlega fyrir Fram í upphafi. Haukarnir spiluðu firnasterka framliggjandi vörn sem virtist koma gestunum á óvart. Þeir jöfnuðu sig smám saman og náðu að jafna fyrir hlé, 14-14. Framarar áttu leikinn í upphafi síðari hálfleiks og komust fljótlega í 19-15. Þá tók Halldór Ingólfsson, þjálfari Hauka, leikhlé. Það var greinilega betra en frægt leikhlé í leik gegn FH fyrr í vetur því Haukarnir komu grimmari út á völlinn, mættu Frömurum enn framar og það gekk upp. Það var ekki bara vörninni að þakka því Birkir Ívar varði eins og brjálæðingur fyrir aftan. Í kjölfarið komu hraðaupphlaupin og Haukar náðu að jafna, 21-21. Þá skildu leiðir á nýjan leik og Haukar áttu ekki innistæðu fyrir annarri endurkomu. Sanngjarn sigur Fram sem spilaði flottan leik. Varnarleikur liðsins var svolítið lengi í gang en um leið og liðið náði betri tökum á Björgvini Hólmgeirssyni náði það forystu. Reyndar var óskiljanlegt að Fram skildi ekki klippa Björgvin alveg út því aðrir leikmenn Hauka voru aldrei líklegir. Framarar hefðu síðan slátrað þessum leik ef Birkir Ívar hefði ekki varið eins berserkur. Það er flott breidd í þessu Fram-liði sem spilar á mörgum mönnum og allir skila sínu. Magnús öflugur í markinu og þetta Fram-lið lítur vel út. Það er komið á flug og hefur alla burði til þess að fljúga hátt áfram. Haukarnir þurfa aftur á móti að skoða sinn leik. Þeir eru ráðalausir er þeir þurfa að stilla upp í sókn og átakanlegt að sjá engan annan en Björgvin gera nokkurn skapaðan hlut í sókninni. Ungu strákana virðist vanta sjálfstraust en ef þeir stíga ekki upp þá verða Haukarnir ekki í toppbaráttu í vetur. Birkir Ívar og Björgvin munu ekki vinna leiki einir síns liðs í vetur. Haukar-Fram 27-31 (14-14) Mörk Hauka (skot): Björgvin Þór Hólmgeirsson 11 (21), Guðmundur Árni Ólafsson 6/2 (8/2), Freyr Brynjarsson 3 (3), Heimir Óli Heimisson 3 (3), Jónatan Ingi Jónsson 1 (2), Stefán Rafn Sigurmannsson 1 (2), Einar Örn Jónsson 1 (3), Þórður Rafn Guðmundsson 1 (9). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 15/3 (32/3) 47%, Aron Rafn Eðvarðsson 6 (20/3) 30%. Hraðaupphlaup: 6 (Freyr 3, Guðmundur, Heimir, Björgvin). Fiskuð víti: 2 (Einar, Sveinn). Utan vallar: 10 mín. Mörk Fram (skot): Einar Rafn Eiðsson 10/3 (15/5), Jóhann Gunnar Einarsson 6 (10), Halldór Jóhann Sigfússon 5 (7/1), Andri Berg Haraldsson 4 (10), Jóhann Karl Reynisson 2 (4), Róbert Aron Hostert 1 (2), Kristján Svan Kristjánsson 1 (4), Matthías Daðason 1 (1), Haraldur Þorvarðarson 1 (6). Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 21 (47/1) 45 %. Hraðaupphlaup: 13 (Einar 7, Jóhann 2, Halldór, Andri, Jóhann, Matthías). Fiskuð víti: 6 (Haraldur 2, Róbert, Andri, Jóhann, Einar). Utan vallar: 2 mín. Dómarar: Svavar Pétursson og Arnar Sigurjónsson, mjög góðir. Olís-deild karla Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Víkings Fótbolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Bosnía | Strákarnir okkar hefja nýja undankeppni Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Sjá meira
Framarar eru sjóðheitir þessa dagana og unnu sinn fjórða leik í röð er þeir sóttu Íslandsmeistara Hauka heim. Lokatölur 27-31 fyrir Fram. Það blés ekki byrlega fyrir Fram í upphafi. Haukarnir spiluðu firnasterka framliggjandi vörn sem virtist koma gestunum á óvart. Þeir jöfnuðu sig smám saman og náðu að jafna fyrir hlé, 14-14. Framarar áttu leikinn í upphafi síðari hálfleiks og komust fljótlega í 19-15. Þá tók Halldór Ingólfsson, þjálfari Hauka, leikhlé. Það var greinilega betra en frægt leikhlé í leik gegn FH fyrr í vetur því Haukarnir komu grimmari út á völlinn, mættu Frömurum enn framar og það gekk upp. Það var ekki bara vörninni að þakka því Birkir Ívar varði eins og brjálæðingur fyrir aftan. Í kjölfarið komu hraðaupphlaupin og Haukar náðu að jafna, 21-21. Þá skildu leiðir á nýjan leik og Haukar áttu ekki innistæðu fyrir annarri endurkomu. Sanngjarn sigur Fram sem spilaði flottan leik. Varnarleikur liðsins var svolítið lengi í gang en um leið og liðið náði betri tökum á Björgvini Hólmgeirssyni náði það forystu. Reyndar var óskiljanlegt að Fram skildi ekki klippa Björgvin alveg út því aðrir leikmenn Hauka voru aldrei líklegir. Framarar hefðu síðan slátrað þessum leik ef Birkir Ívar hefði ekki varið eins berserkur. Það er flott breidd í þessu Fram-liði sem spilar á mörgum mönnum og allir skila sínu. Magnús öflugur í markinu og þetta Fram-lið lítur vel út. Það er komið á flug og hefur alla burði til þess að fljúga hátt áfram. Haukarnir þurfa aftur á móti að skoða sinn leik. Þeir eru ráðalausir er þeir þurfa að stilla upp í sókn og átakanlegt að sjá engan annan en Björgvin gera nokkurn skapaðan hlut í sókninni. Ungu strákana virðist vanta sjálfstraust en ef þeir stíga ekki upp þá verða Haukarnir ekki í toppbaráttu í vetur. Birkir Ívar og Björgvin munu ekki vinna leiki einir síns liðs í vetur. Haukar-Fram 27-31 (14-14) Mörk Hauka (skot): Björgvin Þór Hólmgeirsson 11 (21), Guðmundur Árni Ólafsson 6/2 (8/2), Freyr Brynjarsson 3 (3), Heimir Óli Heimisson 3 (3), Jónatan Ingi Jónsson 1 (2), Stefán Rafn Sigurmannsson 1 (2), Einar Örn Jónsson 1 (3), Þórður Rafn Guðmundsson 1 (9). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 15/3 (32/3) 47%, Aron Rafn Eðvarðsson 6 (20/3) 30%. Hraðaupphlaup: 6 (Freyr 3, Guðmundur, Heimir, Björgvin). Fiskuð víti: 2 (Einar, Sveinn). Utan vallar: 10 mín. Mörk Fram (skot): Einar Rafn Eiðsson 10/3 (15/5), Jóhann Gunnar Einarsson 6 (10), Halldór Jóhann Sigfússon 5 (7/1), Andri Berg Haraldsson 4 (10), Jóhann Karl Reynisson 2 (4), Róbert Aron Hostert 1 (2), Kristján Svan Kristjánsson 1 (4), Matthías Daðason 1 (1), Haraldur Þorvarðarson 1 (6). Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 21 (47/1) 45 %. Hraðaupphlaup: 13 (Einar 7, Jóhann 2, Halldór, Andri, Jóhann, Matthías). Fiskuð víti: 6 (Haraldur 2, Róbert, Andri, Jóhann, Einar). Utan vallar: 2 mín. Dómarar: Svavar Pétursson og Arnar Sigurjónsson, mjög góðir.
Olís-deild karla Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Víkings Fótbolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Bosnía | Strákarnir okkar hefja nýja undankeppni Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Sjá meira