Aron: Þetta mun efla okkur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. maí 2010 13:45 Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka. Mynd/Valli Aron Kristjánsson segir erfitt að kyngja því að missa Gunnar Berg Viktorsson í leikbann fyrir oddaleik Hauka og Vals um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta á morgun. Gunnar Berg, leikmaður Hauka, fékk að líta rauða spjaldið fyrir brot á lokasekúndum venjulegs leiktíma í leik liðanna í gær. Valsmönnum tókst ekki að skora í kjölfarið og var því leikurinn framlengdur, þar sem Valsmenn unnu tveggja marka sigur. Í morgun ákvað svo aganefnd HSÍ að dæma Gunnar Berg í leikbann þar sem hann þótti hafa brotið „gróflega af sér á síðustu mínútu leiks í þeim tilgangi að hafa áhrif á úrslit leiks." „Í fyrsta lagi fannst mér það ekki í lagi að hann hafi fengið rautt. Þetta brot verðskuldaði ekki meira en tveggja mínútna brottvísun - sérstaklega miðað við hvernig leikurinn hafði farið fram." „En hann fékk þetta rauða spjald og aganefndin fer eftir ákveðinni reglugerð þegar hún dæmir hann í leikbannið. En mér fannst þetta ekki vera gróft brot og verðskulda ekki meira en tveggja mínútna brottvísun." Hann segir vissulega að þetta hafi áhrif á leik Hauka á morgun. „Gunnar Berg er okkar öflugasti varnarmaður og hefur verið herforinginn í okkar varnarleik síðustu ár." „Þetta hefur líka áhrif á breiddina hjá okkur en það þýðir ekki að staldra of lengi við það. Nú er það næsta mál að finna úr því hvernig við bregðumst við og leysum þetta mál. Við ætlum ekki að láta umgjörð leiksins hafa áhrif á það að við ætlum okkur að landa þessum titli á morgun." „Leikmannahópurinn mun standa enn þéttar saman fyrir vikið og þetta mun efla okkur fyrir leikinn á morgun." Olís-deild karla Tengdar fréttir Gunnar Berg í banni á morgun Gunnar Berg Viktorsson verður í banni á morgun þegar að Haukar og Valur mætast í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta á Ásvöllum. 7. maí 2010 12:52 Óskar Bjarni: Ekki fólskulegt brot Óskar Bjarni Óskarsson segir að brot Gunnars Berg Viktorssonar í leik Vals og Hauka í gær hafi ekki verið fólskulegt. 7. maí 2010 13:31 Gunnar Berg: Þetta er alveg skelfilegt Gunnar Berg Viktorsson er vægast sagt ósáttur við að missa af oddaleik Hauka og Vals um Íslandsmeistaratitilinn á morgun og telur sig hafa fengið ósanngjarna meðhöndlun. 7. maí 2010 13:09 Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Sjá meira
Aron Kristjánsson segir erfitt að kyngja því að missa Gunnar Berg Viktorsson í leikbann fyrir oddaleik Hauka og Vals um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta á morgun. Gunnar Berg, leikmaður Hauka, fékk að líta rauða spjaldið fyrir brot á lokasekúndum venjulegs leiktíma í leik liðanna í gær. Valsmönnum tókst ekki að skora í kjölfarið og var því leikurinn framlengdur, þar sem Valsmenn unnu tveggja marka sigur. Í morgun ákvað svo aganefnd HSÍ að dæma Gunnar Berg í leikbann þar sem hann þótti hafa brotið „gróflega af sér á síðustu mínútu leiks í þeim tilgangi að hafa áhrif á úrslit leiks." „Í fyrsta lagi fannst mér það ekki í lagi að hann hafi fengið rautt. Þetta brot verðskuldaði ekki meira en tveggja mínútna brottvísun - sérstaklega miðað við hvernig leikurinn hafði farið fram." „En hann fékk þetta rauða spjald og aganefndin fer eftir ákveðinni reglugerð þegar hún dæmir hann í leikbannið. En mér fannst þetta ekki vera gróft brot og verðskulda ekki meira en tveggja mínútna brottvísun." Hann segir vissulega að þetta hafi áhrif á leik Hauka á morgun. „Gunnar Berg er okkar öflugasti varnarmaður og hefur verið herforinginn í okkar varnarleik síðustu ár." „Þetta hefur líka áhrif á breiddina hjá okkur en það þýðir ekki að staldra of lengi við það. Nú er það næsta mál að finna úr því hvernig við bregðumst við og leysum þetta mál. Við ætlum ekki að láta umgjörð leiksins hafa áhrif á það að við ætlum okkur að landa þessum titli á morgun." „Leikmannahópurinn mun standa enn þéttar saman fyrir vikið og þetta mun efla okkur fyrir leikinn á morgun."
Olís-deild karla Tengdar fréttir Gunnar Berg í banni á morgun Gunnar Berg Viktorsson verður í banni á morgun þegar að Haukar og Valur mætast í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta á Ásvöllum. 7. maí 2010 12:52 Óskar Bjarni: Ekki fólskulegt brot Óskar Bjarni Óskarsson segir að brot Gunnars Berg Viktorssonar í leik Vals og Hauka í gær hafi ekki verið fólskulegt. 7. maí 2010 13:31 Gunnar Berg: Þetta er alveg skelfilegt Gunnar Berg Viktorsson er vægast sagt ósáttur við að missa af oddaleik Hauka og Vals um Íslandsmeistaratitilinn á morgun og telur sig hafa fengið ósanngjarna meðhöndlun. 7. maí 2010 13:09 Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Sjá meira
Gunnar Berg í banni á morgun Gunnar Berg Viktorsson verður í banni á morgun þegar að Haukar og Valur mætast í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta á Ásvöllum. 7. maí 2010 12:52
Óskar Bjarni: Ekki fólskulegt brot Óskar Bjarni Óskarsson segir að brot Gunnars Berg Viktorssonar í leik Vals og Hauka í gær hafi ekki verið fólskulegt. 7. maí 2010 13:31
Gunnar Berg: Þetta er alveg skelfilegt Gunnar Berg Viktorsson er vægast sagt ósáttur við að missa af oddaleik Hauka og Vals um Íslandsmeistaratitilinn á morgun og telur sig hafa fengið ósanngjarna meðhöndlun. 7. maí 2010 13:09