Aron: Þetta mun efla okkur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. maí 2010 13:45 Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka. Mynd/Valli Aron Kristjánsson segir erfitt að kyngja því að missa Gunnar Berg Viktorsson í leikbann fyrir oddaleik Hauka og Vals um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta á morgun. Gunnar Berg, leikmaður Hauka, fékk að líta rauða spjaldið fyrir brot á lokasekúndum venjulegs leiktíma í leik liðanna í gær. Valsmönnum tókst ekki að skora í kjölfarið og var því leikurinn framlengdur, þar sem Valsmenn unnu tveggja marka sigur. Í morgun ákvað svo aganefnd HSÍ að dæma Gunnar Berg í leikbann þar sem hann þótti hafa brotið „gróflega af sér á síðustu mínútu leiks í þeim tilgangi að hafa áhrif á úrslit leiks." „Í fyrsta lagi fannst mér það ekki í lagi að hann hafi fengið rautt. Þetta brot verðskuldaði ekki meira en tveggja mínútna brottvísun - sérstaklega miðað við hvernig leikurinn hafði farið fram." „En hann fékk þetta rauða spjald og aganefndin fer eftir ákveðinni reglugerð þegar hún dæmir hann í leikbannið. En mér fannst þetta ekki vera gróft brot og verðskulda ekki meira en tveggja mínútna brottvísun." Hann segir vissulega að þetta hafi áhrif á leik Hauka á morgun. „Gunnar Berg er okkar öflugasti varnarmaður og hefur verið herforinginn í okkar varnarleik síðustu ár." „Þetta hefur líka áhrif á breiddina hjá okkur en það þýðir ekki að staldra of lengi við það. Nú er það næsta mál að finna úr því hvernig við bregðumst við og leysum þetta mál. Við ætlum ekki að láta umgjörð leiksins hafa áhrif á það að við ætlum okkur að landa þessum titli á morgun." „Leikmannahópurinn mun standa enn þéttar saman fyrir vikið og þetta mun efla okkur fyrir leikinn á morgun." Olís-deild karla Tengdar fréttir Gunnar Berg í banni á morgun Gunnar Berg Viktorsson verður í banni á morgun þegar að Haukar og Valur mætast í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta á Ásvöllum. 7. maí 2010 12:52 Óskar Bjarni: Ekki fólskulegt brot Óskar Bjarni Óskarsson segir að brot Gunnars Berg Viktorssonar í leik Vals og Hauka í gær hafi ekki verið fólskulegt. 7. maí 2010 13:31 Gunnar Berg: Þetta er alveg skelfilegt Gunnar Berg Viktorsson er vægast sagt ósáttur við að missa af oddaleik Hauka og Vals um Íslandsmeistaratitilinn á morgun og telur sig hafa fengið ósanngjarna meðhöndlun. 7. maí 2010 13:09 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira
Aron Kristjánsson segir erfitt að kyngja því að missa Gunnar Berg Viktorsson í leikbann fyrir oddaleik Hauka og Vals um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta á morgun. Gunnar Berg, leikmaður Hauka, fékk að líta rauða spjaldið fyrir brot á lokasekúndum venjulegs leiktíma í leik liðanna í gær. Valsmönnum tókst ekki að skora í kjölfarið og var því leikurinn framlengdur, þar sem Valsmenn unnu tveggja marka sigur. Í morgun ákvað svo aganefnd HSÍ að dæma Gunnar Berg í leikbann þar sem hann þótti hafa brotið „gróflega af sér á síðustu mínútu leiks í þeim tilgangi að hafa áhrif á úrslit leiks." „Í fyrsta lagi fannst mér það ekki í lagi að hann hafi fengið rautt. Þetta brot verðskuldaði ekki meira en tveggja mínútna brottvísun - sérstaklega miðað við hvernig leikurinn hafði farið fram." „En hann fékk þetta rauða spjald og aganefndin fer eftir ákveðinni reglugerð þegar hún dæmir hann í leikbannið. En mér fannst þetta ekki vera gróft brot og verðskulda ekki meira en tveggja mínútna brottvísun." Hann segir vissulega að þetta hafi áhrif á leik Hauka á morgun. „Gunnar Berg er okkar öflugasti varnarmaður og hefur verið herforinginn í okkar varnarleik síðustu ár." „Þetta hefur líka áhrif á breiddina hjá okkur en það þýðir ekki að staldra of lengi við það. Nú er það næsta mál að finna úr því hvernig við bregðumst við og leysum þetta mál. Við ætlum ekki að láta umgjörð leiksins hafa áhrif á það að við ætlum okkur að landa þessum titli á morgun." „Leikmannahópurinn mun standa enn þéttar saman fyrir vikið og þetta mun efla okkur fyrir leikinn á morgun."
Olís-deild karla Tengdar fréttir Gunnar Berg í banni á morgun Gunnar Berg Viktorsson verður í banni á morgun þegar að Haukar og Valur mætast í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta á Ásvöllum. 7. maí 2010 12:52 Óskar Bjarni: Ekki fólskulegt brot Óskar Bjarni Óskarsson segir að brot Gunnars Berg Viktorssonar í leik Vals og Hauka í gær hafi ekki verið fólskulegt. 7. maí 2010 13:31 Gunnar Berg: Þetta er alveg skelfilegt Gunnar Berg Viktorsson er vægast sagt ósáttur við að missa af oddaleik Hauka og Vals um Íslandsmeistaratitilinn á morgun og telur sig hafa fengið ósanngjarna meðhöndlun. 7. maí 2010 13:09 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira
Gunnar Berg í banni á morgun Gunnar Berg Viktorsson verður í banni á morgun þegar að Haukar og Valur mætast í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta á Ásvöllum. 7. maí 2010 12:52
Óskar Bjarni: Ekki fólskulegt brot Óskar Bjarni Óskarsson segir að brot Gunnars Berg Viktorssonar í leik Vals og Hauka í gær hafi ekki verið fólskulegt. 7. maí 2010 13:31
Gunnar Berg: Þetta er alveg skelfilegt Gunnar Berg Viktorsson er vægast sagt ósáttur við að missa af oddaleik Hauka og Vals um Íslandsmeistaratitilinn á morgun og telur sig hafa fengið ósanngjarna meðhöndlun. 7. maí 2010 13:09