Aron: Þetta mun efla okkur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. maí 2010 13:45 Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka. Mynd/Valli Aron Kristjánsson segir erfitt að kyngja því að missa Gunnar Berg Viktorsson í leikbann fyrir oddaleik Hauka og Vals um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta á morgun. Gunnar Berg, leikmaður Hauka, fékk að líta rauða spjaldið fyrir brot á lokasekúndum venjulegs leiktíma í leik liðanna í gær. Valsmönnum tókst ekki að skora í kjölfarið og var því leikurinn framlengdur, þar sem Valsmenn unnu tveggja marka sigur. Í morgun ákvað svo aganefnd HSÍ að dæma Gunnar Berg í leikbann þar sem hann þótti hafa brotið „gróflega af sér á síðustu mínútu leiks í þeim tilgangi að hafa áhrif á úrslit leiks." „Í fyrsta lagi fannst mér það ekki í lagi að hann hafi fengið rautt. Þetta brot verðskuldaði ekki meira en tveggja mínútna brottvísun - sérstaklega miðað við hvernig leikurinn hafði farið fram." „En hann fékk þetta rauða spjald og aganefndin fer eftir ákveðinni reglugerð þegar hún dæmir hann í leikbannið. En mér fannst þetta ekki vera gróft brot og verðskulda ekki meira en tveggja mínútna brottvísun." Hann segir vissulega að þetta hafi áhrif á leik Hauka á morgun. „Gunnar Berg er okkar öflugasti varnarmaður og hefur verið herforinginn í okkar varnarleik síðustu ár." „Þetta hefur líka áhrif á breiddina hjá okkur en það þýðir ekki að staldra of lengi við það. Nú er það næsta mál að finna úr því hvernig við bregðumst við og leysum þetta mál. Við ætlum ekki að láta umgjörð leiksins hafa áhrif á það að við ætlum okkur að landa þessum titli á morgun." „Leikmannahópurinn mun standa enn þéttar saman fyrir vikið og þetta mun efla okkur fyrir leikinn á morgun." Olís-deild karla Tengdar fréttir Gunnar Berg í banni á morgun Gunnar Berg Viktorsson verður í banni á morgun þegar að Haukar og Valur mætast í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta á Ásvöllum. 7. maí 2010 12:52 Óskar Bjarni: Ekki fólskulegt brot Óskar Bjarni Óskarsson segir að brot Gunnars Berg Viktorssonar í leik Vals og Hauka í gær hafi ekki verið fólskulegt. 7. maí 2010 13:31 Gunnar Berg: Þetta er alveg skelfilegt Gunnar Berg Viktorsson er vægast sagt ósáttur við að missa af oddaleik Hauka og Vals um Íslandsmeistaratitilinn á morgun og telur sig hafa fengið ósanngjarna meðhöndlun. 7. maí 2010 13:09 Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Fleiri fréttir „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Sjá meira
Aron Kristjánsson segir erfitt að kyngja því að missa Gunnar Berg Viktorsson í leikbann fyrir oddaleik Hauka og Vals um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta á morgun. Gunnar Berg, leikmaður Hauka, fékk að líta rauða spjaldið fyrir brot á lokasekúndum venjulegs leiktíma í leik liðanna í gær. Valsmönnum tókst ekki að skora í kjölfarið og var því leikurinn framlengdur, þar sem Valsmenn unnu tveggja marka sigur. Í morgun ákvað svo aganefnd HSÍ að dæma Gunnar Berg í leikbann þar sem hann þótti hafa brotið „gróflega af sér á síðustu mínútu leiks í þeim tilgangi að hafa áhrif á úrslit leiks." „Í fyrsta lagi fannst mér það ekki í lagi að hann hafi fengið rautt. Þetta brot verðskuldaði ekki meira en tveggja mínútna brottvísun - sérstaklega miðað við hvernig leikurinn hafði farið fram." „En hann fékk þetta rauða spjald og aganefndin fer eftir ákveðinni reglugerð þegar hún dæmir hann í leikbannið. En mér fannst þetta ekki vera gróft brot og verðskulda ekki meira en tveggja mínútna brottvísun." Hann segir vissulega að þetta hafi áhrif á leik Hauka á morgun. „Gunnar Berg er okkar öflugasti varnarmaður og hefur verið herforinginn í okkar varnarleik síðustu ár." „Þetta hefur líka áhrif á breiddina hjá okkur en það þýðir ekki að staldra of lengi við það. Nú er það næsta mál að finna úr því hvernig við bregðumst við og leysum þetta mál. Við ætlum ekki að láta umgjörð leiksins hafa áhrif á það að við ætlum okkur að landa þessum titli á morgun." „Leikmannahópurinn mun standa enn þéttar saman fyrir vikið og þetta mun efla okkur fyrir leikinn á morgun."
Olís-deild karla Tengdar fréttir Gunnar Berg í banni á morgun Gunnar Berg Viktorsson verður í banni á morgun þegar að Haukar og Valur mætast í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta á Ásvöllum. 7. maí 2010 12:52 Óskar Bjarni: Ekki fólskulegt brot Óskar Bjarni Óskarsson segir að brot Gunnars Berg Viktorssonar í leik Vals og Hauka í gær hafi ekki verið fólskulegt. 7. maí 2010 13:31 Gunnar Berg: Þetta er alveg skelfilegt Gunnar Berg Viktorsson er vægast sagt ósáttur við að missa af oddaleik Hauka og Vals um Íslandsmeistaratitilinn á morgun og telur sig hafa fengið ósanngjarna meðhöndlun. 7. maí 2010 13:09 Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Fleiri fréttir „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Sjá meira
Gunnar Berg í banni á morgun Gunnar Berg Viktorsson verður í banni á morgun þegar að Haukar og Valur mætast í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta á Ásvöllum. 7. maí 2010 12:52
Óskar Bjarni: Ekki fólskulegt brot Óskar Bjarni Óskarsson segir að brot Gunnars Berg Viktorssonar í leik Vals og Hauka í gær hafi ekki verið fólskulegt. 7. maí 2010 13:31
Gunnar Berg: Þetta er alveg skelfilegt Gunnar Berg Viktorsson er vægast sagt ósáttur við að missa af oddaleik Hauka og Vals um Íslandsmeistaratitilinn á morgun og telur sig hafa fengið ósanngjarna meðhöndlun. 7. maí 2010 13:09