Innlent

Gefa stofnfrumur til útlanda

Sveinn Guðmundsson
Sveinn Guðmundsson

„Nú þegar hafa þrír íslenskir blóðgjafar gefið stofnfrumur til óskyldra einstaklinga úti í heimi,“ segir Sveinn Guðmundsson yfirlæknir Blóðbankans. Hann tekur fram að skráðir stofnfrumugjafar um heiminn séu að minnsta kosti tólf milljónir og Íslendingar séu um þúsund þeirra.

Sveinn segir að Íslendingar hafi gefið stofnfrumur til erlendra einstaklinga síðastliðin fimm ár og fleiri gjafar séu hugsanlega í farvatninu. „Í alþjóðlegu samstarfi held ég að þetta sé mjög merkilegt og gott að við séum þátttakendur en ekki einungis þiggjendur.“

Seint á árinu 2003 hófst háskammtalyfjameðferð með stofnfrumustuðningi hérlendis. Þá eru teknar stofnfrumur úr sjúklingnum sjálfum og þær græddar í hann aftur að lokinni lyfjameðferð. Sjúklingar sem þurfa á stofnfrumumeðferð að halda hérlendis eru oftast með sjúkdóma á borð við eitlaæxli, mergæxli og hvítblæði.

Hlíf Steingrímsdóttir, yfirlæknir blóðlækningadeildar Landspítalans, segir meðferðina hafa gefist vel. „Árangurinn hefur verið mjög svipaður og gerist erlendis.“- mmf /




Fleiri fréttir

Sjá meira


×