Umfjöllun: Sveinbjörn kláraði HK í frábærum leik Hjalti Þór Hreinsson í Höllinni á Akureyri skrifar 25. nóvember 2010 19:41 Heimir Örn var góður í kvöld. Akureyri vann magnaðan sigur á HK í N1-deild karla í kvöld, 32-21. Vörn Akureyrar varði frá Daníel Berg Grétarssyni á síðustu sekúndum leiksins. Akureyri er því enn taplaust á toppnum. með fullt hús stiga. Stemningin í Höllinni hefur ekki verið svona góð lengi. Troðfullt hús, allir klöppuðu með og umgjörðin frábær. Akureyringar eru gott fordæmi fyrir önnur félög og stemningin var mögnuð löngu fyrir leik líka. Leikmenn segja allir að það sé skemmtilegast að spila við svona aðstæður, hvort liðið sem þeir eru að spila fyrir. Fyrri hálfleikur var hraður og skemmtilegur. Staðan var 2-2 eftir eins og hálfa mínútu en svo komst Akureyri í 6-3. HK hafði verið kærulaust í sókninni en Akureyri tók við því kefli. Liðið henti boltanum í það minnsta fimm sinnum frá sér á fyrstu fimmtán mínútunum og munar um minna. Á móti fann Björn sig alls ekki í markinu framan af. Akureyri komst í 11-8 en HK minnkaði muninn í 13-12. Heimamenn sigu aftur fram úr og leiddu 18-14 í hálfleik. Heimir Örn var algjörlega frábær í bæði vörn og sókn og stýrði leik liðsins virkilega vel. Spennan í seinni hálfleik var mögnuð. HK saxaði á forskotið, jafnaði og komst loks yfir í 25-26. Þá voru um fimmtán mínútur eftir. Sókn HK varð betri og betri og Sveinbjörn fann sig ekki eins og í svo mörgum leikjum í vetur. Stefán Uxi Guðnason átti ágæta innkomu en hinu megin varði Björn oft á mikilvægum tímapunktum. Þegar níu mínútur voru eftir fengu Akureyringar tvisvar sinnum tvær mínútur og voru fjórir í tvær mínútur. HK komst þá tveimur mörkum yfir. Sveinbjörn varði svo úr hraðaupphlauði frá Atla Ævari sem var sínum gömlu félögum mjög erfiður í kvöld og Akureyri skoraði. Staðan 28-29 og sex mínútur eftir. Liðin skiptust á að skora þar til Sveinbjörn varði úr horninu og Guðmundur Hólmar jafnaði í 31-31. Þrjár mínútur eftir. Sveinbjörn varði aftur, nú glæsilega þrumuskot frá Ólafi og Akureyri fór í sókn. Geir fiskaði víti og Bjarni skoraði. Tvær mínútur eftir og Akureyri komið aftur yfir. HK tók leikhlé. Ólafur skaut svo en Sveinbjörn sýndi enn og aftur magnaða takta og varði frábærlega. Ótrúlegar vörslur undir lokin hjá Sveinbirni. Akureyri fór í langa sókn en Guðmundur skaut í stöngina. Tuttugu sekúndur lifðu leiks og HK átti aukakast fjórum sekúndum fyrir leikslok. Daníel Berg skaut en vörnin varði og Sveinbjörn í kjölfarið. Ótrúlegur lokasprettur og gríðarleg stemning myndaðist. Magnaður endir á einum besta leik deildarinnar í ár. Heimir Örn Árnason var frábær í liði Akureyrar, sérstaklega í fyrri hálfleik. Hann var allt í öllu, lagði upp, skoraði og spilaði frábæra vörn. Bjarki Már var sömuleiðis frábær í liði HK og bar af ásamt Atla.Akureyri - HK 32 - 31 (18-14)Mörk Akureyrar (skot): Heimir Örn Árnason 8 (9), Bjarni Fritzson 7/4 (12/5), Guðmundur Hólmar Helgason 6 (9), Oddur Gretarsson 4 (5), Geir Guðmundsson 3 (7), Hörður Fannar Sigþórsson 2 (4), Guðlaugur Arnarsson 2 (3).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 16 (42) 38%, Stefán U. Guðnason 3 (8) 38%.Hraðaupphlaup: 6 (Heimir, Guðmundur, Bjarni, Oddur 2, Guðlaugur, ).Fiskuð víti: 6 (Guðlaugur, Hörður 2, Geir 2, ).Utan vallar: 6 mínútur.Mörk HK (skot): Bjarki Már Elísson 12/2 (14), Atli Ævar Ingólfsson 9 (12), Daníel Berg Grétarsson 4 (12), Ólafur Bjarki Ragnarsson 3 (12), Hörður Másson 2 (6), Hákon Hermannsson 1 (4). Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 13/1 (43/6) 29%),Hraðaupphlaup: 4 (Bjarki 3, Atli).Fiskuð víti: 2 (Hörður, Atli).Utan vallar: 2 mínútur.Dómarar: Jónas Elíasson og Ingvar Guðjónsson. Góðir. Olís-deild karla Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Sjá meira
Akureyri vann magnaðan sigur á HK í N1-deild karla í kvöld, 32-21. Vörn Akureyrar varði frá Daníel Berg Grétarssyni á síðustu sekúndum leiksins. Akureyri er því enn taplaust á toppnum. með fullt hús stiga. Stemningin í Höllinni hefur ekki verið svona góð lengi. Troðfullt hús, allir klöppuðu með og umgjörðin frábær. Akureyringar eru gott fordæmi fyrir önnur félög og stemningin var mögnuð löngu fyrir leik líka. Leikmenn segja allir að það sé skemmtilegast að spila við svona aðstæður, hvort liðið sem þeir eru að spila fyrir. Fyrri hálfleikur var hraður og skemmtilegur. Staðan var 2-2 eftir eins og hálfa mínútu en svo komst Akureyri í 6-3. HK hafði verið kærulaust í sókninni en Akureyri tók við því kefli. Liðið henti boltanum í það minnsta fimm sinnum frá sér á fyrstu fimmtán mínútunum og munar um minna. Á móti fann Björn sig alls ekki í markinu framan af. Akureyri komst í 11-8 en HK minnkaði muninn í 13-12. Heimamenn sigu aftur fram úr og leiddu 18-14 í hálfleik. Heimir Örn var algjörlega frábær í bæði vörn og sókn og stýrði leik liðsins virkilega vel. Spennan í seinni hálfleik var mögnuð. HK saxaði á forskotið, jafnaði og komst loks yfir í 25-26. Þá voru um fimmtán mínútur eftir. Sókn HK varð betri og betri og Sveinbjörn fann sig ekki eins og í svo mörgum leikjum í vetur. Stefán Uxi Guðnason átti ágæta innkomu en hinu megin varði Björn oft á mikilvægum tímapunktum. Þegar níu mínútur voru eftir fengu Akureyringar tvisvar sinnum tvær mínútur og voru fjórir í tvær mínútur. HK komst þá tveimur mörkum yfir. Sveinbjörn varði svo úr hraðaupphlauði frá Atla Ævari sem var sínum gömlu félögum mjög erfiður í kvöld og Akureyri skoraði. Staðan 28-29 og sex mínútur eftir. Liðin skiptust á að skora þar til Sveinbjörn varði úr horninu og Guðmundur Hólmar jafnaði í 31-31. Þrjár mínútur eftir. Sveinbjörn varði aftur, nú glæsilega þrumuskot frá Ólafi og Akureyri fór í sókn. Geir fiskaði víti og Bjarni skoraði. Tvær mínútur eftir og Akureyri komið aftur yfir. HK tók leikhlé. Ólafur skaut svo en Sveinbjörn sýndi enn og aftur magnaða takta og varði frábærlega. Ótrúlegar vörslur undir lokin hjá Sveinbirni. Akureyri fór í langa sókn en Guðmundur skaut í stöngina. Tuttugu sekúndur lifðu leiks og HK átti aukakast fjórum sekúndum fyrir leikslok. Daníel Berg skaut en vörnin varði og Sveinbjörn í kjölfarið. Ótrúlegur lokasprettur og gríðarleg stemning myndaðist. Magnaður endir á einum besta leik deildarinnar í ár. Heimir Örn Árnason var frábær í liði Akureyrar, sérstaklega í fyrri hálfleik. Hann var allt í öllu, lagði upp, skoraði og spilaði frábæra vörn. Bjarki Már var sömuleiðis frábær í liði HK og bar af ásamt Atla.Akureyri - HK 32 - 31 (18-14)Mörk Akureyrar (skot): Heimir Örn Árnason 8 (9), Bjarni Fritzson 7/4 (12/5), Guðmundur Hólmar Helgason 6 (9), Oddur Gretarsson 4 (5), Geir Guðmundsson 3 (7), Hörður Fannar Sigþórsson 2 (4), Guðlaugur Arnarsson 2 (3).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 16 (42) 38%, Stefán U. Guðnason 3 (8) 38%.Hraðaupphlaup: 6 (Heimir, Guðmundur, Bjarni, Oddur 2, Guðlaugur, ).Fiskuð víti: 6 (Guðlaugur, Hörður 2, Geir 2, ).Utan vallar: 6 mínútur.Mörk HK (skot): Bjarki Már Elísson 12/2 (14), Atli Ævar Ingólfsson 9 (12), Daníel Berg Grétarsson 4 (12), Ólafur Bjarki Ragnarsson 3 (12), Hörður Másson 2 (6), Hákon Hermannsson 1 (4). Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 13/1 (43/6) 29%),Hraðaupphlaup: 4 (Bjarki 3, Atli).Fiskuð víti: 2 (Hörður, Atli).Utan vallar: 2 mínútur.Dómarar: Jónas Elíasson og Ingvar Guðjónsson. Góðir.
Olís-deild karla Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Sjá meira