Þórsarar eru komnir í efsta sæti 1. deildar karla eftir úrslit kvöldsins í 1. deild karla í fótbolta. Víkingar misstu toppsætið eftir 0-2 tap á móti HK í Kópavogi en Þórsurum nægði 1-1 jafntefli við Fjarðabyggð á Eskifirði til að komast í toppsætið.
Víkingar sátu í toppsætinu fyrir leiki kvöldsins með eitt mark betra í markatölu en Leiknir og með einu stigi meira en Þórsarar. Eftir tapið á móti HK er Víkingsliðið komið niður í 2-3. sæti með Leikni en liðin eru núna nákvæmlega jöfn að stigum og markatölu. Öll þrjú liðin eru með 22 stig.
Ingi Þór Þorsteinsson og Birgir Magnússon komu HK í 2-0 á móti Víkingi en Sigurður Egill Lárusson minnkaði muninn í lokin. Víkingar fengu góð færi í leiknum en nýttu þau ekki.
Ármann Pétur Ævarsson kom Þór yfir á Eskifirði en Fannar Árnason tryggði heimamönnum í Fjarðabyggð 1-1 jafntefli. Stigið dugði þó Þór til að fara á toppinn því liðið er með fjórum mörkum betri markatölu en Víkingur og Leiknir.
Upplýsingar um markaskorara eru fengnar af netmiðlinum fótbolta.net.
Úrslit og markaskorarar í 1. deild karla í kvöld:
KA-ÍA 1-1
1-0 Guðmundur Óli Steingrímsson (27.), 1-1 Hjörtur Júlíus Hjartarson (52.)
Fjarðabyggð-Þór Akureyri 1-1
0-1 Ármann Pétur Ævarsson, 1-1 Fannar Árnason
HK-Víkingur 2-1
1-0 Ingi Þór Þorsteinsson (57.), 2-0 Birgir Magnússon (84.), 2-1 Sigurður Egill Lárusson (90.).
Íslenski boltinn