Svar við opnu bréfi Ragna Árnadóttir skrifar 2. júlí 2010 06:00 Kæra Þórdís Elva. Þakka þér fyrir opið bréf til mín í Fréttablaðinu þann 11. júní síðastliðinn. Þar er vísað til þess, sem fram kemur í bók þinni „Á mannamáli", og sérstaklega gert að umtalsefni misháar refsingar sem liggja við kynferðisbrotum gegn börnum. Þessi umræða er afar áhugaverð og til þess fallin að minna okkur á alvarleika þeirra brota, sem um ræðir. Einnig knýr hún okkur til að líta gagnrýnum augum á refsilöggjöfina og hvort hún endurspegli það gildismat, sem við lýði er í okkar samfélagi. Ég fylgi fordæmi þínu og tek einfalt dæmi. Nauðgunarbrot varða allt að 16 ára fangelsi en í nauðgun felst að maður hefur samræði eða önnur kynferðismök við einstakling með því að beita ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung. Hér getur fórnarlamb verknaðarins verið barn eða fullorðinn, en það er virt til refsiþyngingar ef brotaþolinn er ungur að árum. Ef hins vegar er um að ræða sifjaspell, þar sem einstaklingur hefur samræði eða önnur kynferðismök við barn sitt eða annan niðja og beitir ekki ofbeldi, hótun eða annars konar nauðung - þá varðar það fangelsi allt að 8 árum, og allt að 12 árum sé barnið yngra en 16 ára. Nærtækt er að spyrja: Hvers vegna gerir löggjafinn greinarmun á því hvaða aðferð er notuð til að brjóta svo gróflega gegn barni? Því er hámarksrefsingin ekki sú sama, hvort sem um nauðgun er að ræða eða sifjaspell í skilningi hegningarlaganna? Hér mætti með réttu segja að sú misnotkun á trúnaði barns, sem felst í hvers konar kynferðisbroti gegn því, sé alveg jafn alvarleg og sú háttsemi sem áður var lýst, það er ofbeldi, hótun eða annars konar nauðung. Einnig má færa rök fyrir því að hvers konar kynferðisbrot gegn börnum sé fullt eins alvarlegt og nauðgun og því ætti að refsa fyrir öll kynferðisbrot gegn börnum með hámarksrefsingu. Það er fyllilega réttmætt sjónarmið. Lítum þá á hina hliðina. Í refsilöggjöf okkar er almennt gerður greinarmunur á refsihámarki hverju sinni, eftir því um hvaða verknað er að ræða. Við mismunandi brotum liggja misháar refsingar. En vitaskuld verða þær refsingar, sem liggja við verknaði á hverjum tíma, að endurspegla gildismat samfélags okkar. Þar erum við komin að kjarna málsins og því, sem þú vekur svo ágætlega máls á í bók þinni. Kynferðisbrotakafli almennra hegningarlaga var endurskoðaður árið 2007 og voru þá gerðar ýmsar breytingar sem fela í sér auknar refsingar við kynferðisbrotum gegn börnum. Eftir því sem best verður séð af dómaframkvæmd hafa lagabreytingarnar leitt til þyngri refsinga við þessum alvarlegu brotum. Minni greinarmunur er gerður á hinum ýmsu verknuðum - en munurinn er engu að síður til staðar ennþá. Er tilefni til að gera slíkan greinarmun? Er tilefni til að hækka refsingarnar enn frekar? Það er álitaefni sem ég tel fullt tilefni til að verði skoðað, og mun ég beita mér fyrir því á vettvangi ráðuneytisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Baráttumaður fyrir friði – til minningar um Uri Avnery Einar Steinn Valgarðsson Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Kæra Þórdís Elva. Þakka þér fyrir opið bréf til mín í Fréttablaðinu þann 11. júní síðastliðinn. Þar er vísað til þess, sem fram kemur í bók þinni „Á mannamáli", og sérstaklega gert að umtalsefni misháar refsingar sem liggja við kynferðisbrotum gegn börnum. Þessi umræða er afar áhugaverð og til þess fallin að minna okkur á alvarleika þeirra brota, sem um ræðir. Einnig knýr hún okkur til að líta gagnrýnum augum á refsilöggjöfina og hvort hún endurspegli það gildismat, sem við lýði er í okkar samfélagi. Ég fylgi fordæmi þínu og tek einfalt dæmi. Nauðgunarbrot varða allt að 16 ára fangelsi en í nauðgun felst að maður hefur samræði eða önnur kynferðismök við einstakling með því að beita ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung. Hér getur fórnarlamb verknaðarins verið barn eða fullorðinn, en það er virt til refsiþyngingar ef brotaþolinn er ungur að árum. Ef hins vegar er um að ræða sifjaspell, þar sem einstaklingur hefur samræði eða önnur kynferðismök við barn sitt eða annan niðja og beitir ekki ofbeldi, hótun eða annars konar nauðung - þá varðar það fangelsi allt að 8 árum, og allt að 12 árum sé barnið yngra en 16 ára. Nærtækt er að spyrja: Hvers vegna gerir löggjafinn greinarmun á því hvaða aðferð er notuð til að brjóta svo gróflega gegn barni? Því er hámarksrefsingin ekki sú sama, hvort sem um nauðgun er að ræða eða sifjaspell í skilningi hegningarlaganna? Hér mætti með réttu segja að sú misnotkun á trúnaði barns, sem felst í hvers konar kynferðisbroti gegn því, sé alveg jafn alvarleg og sú háttsemi sem áður var lýst, það er ofbeldi, hótun eða annars konar nauðung. Einnig má færa rök fyrir því að hvers konar kynferðisbrot gegn börnum sé fullt eins alvarlegt og nauðgun og því ætti að refsa fyrir öll kynferðisbrot gegn börnum með hámarksrefsingu. Það er fyllilega réttmætt sjónarmið. Lítum þá á hina hliðina. Í refsilöggjöf okkar er almennt gerður greinarmunur á refsihámarki hverju sinni, eftir því um hvaða verknað er að ræða. Við mismunandi brotum liggja misháar refsingar. En vitaskuld verða þær refsingar, sem liggja við verknaði á hverjum tíma, að endurspegla gildismat samfélags okkar. Þar erum við komin að kjarna málsins og því, sem þú vekur svo ágætlega máls á í bók þinni. Kynferðisbrotakafli almennra hegningarlaga var endurskoðaður árið 2007 og voru þá gerðar ýmsar breytingar sem fela í sér auknar refsingar við kynferðisbrotum gegn börnum. Eftir því sem best verður séð af dómaframkvæmd hafa lagabreytingarnar leitt til þyngri refsinga við þessum alvarlegu brotum. Minni greinarmunur er gerður á hinum ýmsu verknuðum - en munurinn er engu að síður til staðar ennþá. Er tilefni til að gera slíkan greinarmun? Er tilefni til að hækka refsingarnar enn frekar? Það er álitaefni sem ég tel fullt tilefni til að verði skoðað, og mun ég beita mér fyrir því á vettvangi ráðuneytisins.
Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun