Salan aðeins svipur hjá sjón eftir gosið 26. apríl 2010 06:00 Framkvæmdastjóri ferðaþjónustunnar segir ærið verk fram undan að fá ferðamenn aftur til landsins. Ráðast þarf í miklar aðgerðir til að fá erlenda ferðamenn aftur til landsins. Þetta er mat framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar, Ernu Hauksdóttur. Fréttir af eldgosinu í Eyjafjallajökli hafa borist um allan heim og Erna segist hafa fregnir af því að ferðaþjónustufyrirtæki víða um land hafi fengið fjölda fyrirspurna frá fólki sem hugðist koma til landsins í sumar. Einnig að töluvert sé um afbókanir meðal erlendra ferðamanna. „Við höfum fengið upplýsingar frá ferðaþjónustufyrirtækjum sem segja að mikið sé um afbókanir. Það sem er hins vegar mun alvarlegri tíðindi er að hrun er í nýjum bókunum. Þessi tími, og næstu vikur fram á sumar, er aðalbókunartími ársins í ferðamannaiðnaðinum þannig að þetta er gríðarlega alvarlegt mál," segir Erna. Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express, sagði stöðuna slæma í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöld. Hann segir sölu á flugferðum aðeins vera um fjórðung af því sem var fyrir gos og stuðla þurfi að mikilli landkynningu til að ekki verði algert hrun í ferðaþjónustunni. Matthías segir jafnframt að stefnt hafi í að komandi sumar yrði mesta ferðamannasumar í manna minnum. Miðað við söluna verði það hins vegar aðeins svipur hjá sjón. Erna segir mikilvægt að allir leggist á eitt við að koma réttum upplýsingum á framfæri til að ferðaþjónustan falli ekki á tíma. Mikil bjartsýni ríkti í ferðageiranum fyrir nokkrum vikum þegar allt stefndi í að ferðamenn myndu streyma til landsins. „Það þurfa allir að taka til hendinni og hjálpast að við þetta verkefni sem fram undan er," segir Erna. juliam@frettabladid.is Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Sjá meira
Ráðast þarf í miklar aðgerðir til að fá erlenda ferðamenn aftur til landsins. Þetta er mat framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar, Ernu Hauksdóttur. Fréttir af eldgosinu í Eyjafjallajökli hafa borist um allan heim og Erna segist hafa fregnir af því að ferðaþjónustufyrirtæki víða um land hafi fengið fjölda fyrirspurna frá fólki sem hugðist koma til landsins í sumar. Einnig að töluvert sé um afbókanir meðal erlendra ferðamanna. „Við höfum fengið upplýsingar frá ferðaþjónustufyrirtækjum sem segja að mikið sé um afbókanir. Það sem er hins vegar mun alvarlegri tíðindi er að hrun er í nýjum bókunum. Þessi tími, og næstu vikur fram á sumar, er aðalbókunartími ársins í ferðamannaiðnaðinum þannig að þetta er gríðarlega alvarlegt mál," segir Erna. Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express, sagði stöðuna slæma í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöld. Hann segir sölu á flugferðum aðeins vera um fjórðung af því sem var fyrir gos og stuðla þurfi að mikilli landkynningu til að ekki verði algert hrun í ferðaþjónustunni. Matthías segir jafnframt að stefnt hafi í að komandi sumar yrði mesta ferðamannasumar í manna minnum. Miðað við söluna verði það hins vegar aðeins svipur hjá sjón. Erna segir mikilvægt að allir leggist á eitt við að koma réttum upplýsingum á framfæri til að ferðaþjónustan falli ekki á tíma. Mikil bjartsýni ríkti í ferðageiranum fyrir nokkrum vikum þegar allt stefndi í að ferðamenn myndu streyma til landsins. „Það þurfa allir að taka til hendinni og hjálpast að við þetta verkefni sem fram undan er," segir Erna. juliam@frettabladid.is
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Sjá meira