Fjögurra leikja taphrinu LA Lakers lauk í nótt þegar Lakers hreinlega pakkaði Sacramento saman. Þetta var áttundi sigur Lakers í röð á Sactramento.
Sex leikmenn Lakers fóru yfir tíu stig í gær en Kobe Bryant var stigahæstur með 22 stig.
Leikmenn Lakers mættu greinilega mjög grimmir til leiks eftir öll töpin því þetta var stærsti sigur liðsins í vetur.
Úrslit næturinnar:
Charlotte-NJ Nets 91-84
Toronto-Oklahoma 111-99
Washington-Portland 83-79
Atlanta-Philadelphia 93-88
Detroit-Orlando 91-104
Boston-Chicago 104-92
Memphis-Houston 111-127
New Orleans-NY Knicks 92-100
San Antonio-Minnesota 107-101
Denver-LA Clippers 109-104
Phoenix-Indiana 105-97
Utah-Dallas 81-93
LA Lakers-Sacramento 113-80