Erlent

Sigurlíkur Reinfeldts aukast

Leiðtogar rauðgræna bandalagsins Mona Sahlin, leiðtogi Sósíaldemókrata, ásamt leiðtoga Vinstriflokksins og fulltrúum Græningja.nordicphotos/AFP
Leiðtogar rauðgræna bandalagsins Mona Sahlin, leiðtogi Sósíaldemókrata, ásamt leiðtoga Vinstriflokksins og fulltrúum Græningja.nordicphotos/AFP

Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra og leiðtogi sænskra hægri manna, þótti standa sig heldur betur en Mona Sahlin, leiðtogi sósíaldemókrata, í sjónvarpseinvígi á sunnudagskvöldið.

Þingkosningar verða haldnar næsta sunnudag. Baráttan stendur á milli bandalags hægri flokkanna, sem hafa farið með stjórnartaumana síðustu árin, og bandalag rauðgrænu flokkanna svonefndu undir forystu sósíaldemókrata, sem síðustu áratugina hafa sjaldnast þurft að sitja lengi utan stjórnar.

Samkvæmt skoðanakönnunum virðast þó borgaralegu flokkarnir ætla að halda meirihluta sínum annað kjörtímabil. Þeir mælast með tæplega 52 prósenta fylgi og hafa heldur sótt í sig veðrið síðustu daga, en rauðgræna bandalagið er með 42 prósent.

Mona Sahlin hefur stillt málum þannig upp að sænska velferðarkerfið sé í hættu ef Reinfeldt fær að stjórna í fjögur ár í viðbót.

Reinfeldt hefur hins vegar sagst ætla að viðhalda velferðarkerfinu með því að draga úr atvinnuleysi svo fleiri geti borgað skatta til að standa undir velferðinni.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×