Magma opið fyrir því að selja erlendum fjárfesti hlut í HS Orku Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. júlí 2010 18:40 Magma upplýsti kanadísku kauphöllina um vilja til að selja hlut í HS Orku til annarra erlendra fjárfesta. Fyrirtækið bauð lífeyrissjóðunum fyrir aðeins mánuði að kaupa fjórðungshlut í HS Orku, en ríkissjóður hafði hvatt til þess á fyrri stigum. Þetta var eftir að skrifað hafði verið undir kaup á meirihluta í HS Orku. Í raun og veru hefur ríkisstjórnin engin úrræði í gildandi lögum til að koma í veg fyrir að Magma eignist 98,5 prósenta hlut í HS Orku, en skrifað var undir kaup á 53 prósenta hlut í fyrirtækinu í maí og á Geysir Green að afhenda eignarhlutinn á laugardaginn næstkomandi og þar með verða kaupin frágengin. Nefndin sem ríkisstjórnin kynnti í gær hefur ekki vald til að taka stjórnvaldsákvarðanir og er aðeins ráðgefandi. En var þá blaðamannafundurinn í gær þá aðeins ábreiða yfir pólitískan ágreining? Ríkisstjórnin lítur ekki svo á og er ákveðin í að „vinda ofan af" kaupunum eins og fjármálaráðherra hefur orðað það og hefur hvatt til þess að lífeyrissjóðirnir fjárfesti í HS Orku. Samkvæmt heimildum fréttastofu var lífeyrissjóðunum aftur boðið að skoða fjárfestingu í HS Orku fyrr í þessum mánuði og var þeim boðinn fjórðungshlutur, 25 prósent. Samkvæmt heimildum fréttastofu fundaði Ásgeir Margeirsson, forstjóri Magma á Íslandi, með fulltrúum stærstu lífeyrissjóðanna hér á landi í kjölfarið en ekkert varð af kaupunum. Hefði þetta orðið niðurstaðan hefði lífeyrissjóðirnir keypt hlutinn af Magma. Fjármálaráðherra sagðist í Kastljósi Rúv í gær vonast til þess að lífeyrissjóðirnir kæmu að þessari fjárfestinu, með það fyrir augum að ná því markmiði ríkisstjórnarinnar að fyrirtækið verði í eigu íslenskra aðila. Finnbogi Jónsson, forstjóri Framtakssjóðs Íslands, segir að ekki hafi verið óskað eftir beinni aðkomu sjóðsins sjálfs síðan í mars síðastliðnum en hann segir sjóðinn ekki hafa áhuga á fjárfestingunni. Fjármálaráðherra ræddi síðast í gær um hugsanlega aðkomu Framtakssjóðsins að fjárfestingu í HS Orku, er sjóðurinn opinn fyrir slíku? „Við skoðuðum þetta í vetur og niðurstaðan var þá að fjárfesta ekki," segir Finnbogi. Hvers vegna ekki? „Okkur fannst bara þær verðhugmyndir sem voru í gangi of háar." Eruð þið tilbúnir að endurskoða þá afstöðu? „Ég get nú ekki séð að það séu neinar forsendur til þess." Fram kom í tilkynningu Magma Energy til kanadísku kauphallarinnar í maí síðastliðnum að Magma hefði áhuga á því að fá fjárfesta á Íslandi eða erlendis, „off shore investors" eins og það var orðað, til að kaupa minnihluta í HS Orku. Ætlaði fyrirtækið að losa fé með þessum hætti til að greiða fyrir 53 prósenta hlutinn sem keyptur var af Geysi Green. Ásgeir Margeirsson, forstjóri Magma á Íslandi, sagði í samtali við fréttastofu að þetta væri ekki í mótsögn við yfirlýsingar Ross Beatys um langtímafjárfestingu í HS Orku, því aðeins væri um lítinn hluta að ræða ef íslenskir fjárfestar hefðu ekki áhuga. Magma væri almennt hlynnt því að fá íslenska fjárfesta til liðs við sig en það væri þó félaginu ekki nauðsynlegt. Í þessu samhengi má benda á að Ross Beaty bauð tónlistarkonunni Björk Guðmundsdóttur að kaupa allt að 25 prósenta hlut í fyrirtækinu og var full alvara að baki því tilboði, samkvæmt upplýsingum fréttastofu, en Björk hafnaði því pent. Skroll-Viðskipti Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Magma upplýsti kanadísku kauphöllina um vilja til að selja hlut í HS Orku til annarra erlendra fjárfesta. Fyrirtækið bauð lífeyrissjóðunum fyrir aðeins mánuði að kaupa fjórðungshlut í HS Orku, en ríkissjóður hafði hvatt til þess á fyrri stigum. Þetta var eftir að skrifað hafði verið undir kaup á meirihluta í HS Orku. Í raun og veru hefur ríkisstjórnin engin úrræði í gildandi lögum til að koma í veg fyrir að Magma eignist 98,5 prósenta hlut í HS Orku, en skrifað var undir kaup á 53 prósenta hlut í fyrirtækinu í maí og á Geysir Green að afhenda eignarhlutinn á laugardaginn næstkomandi og þar með verða kaupin frágengin. Nefndin sem ríkisstjórnin kynnti í gær hefur ekki vald til að taka stjórnvaldsákvarðanir og er aðeins ráðgefandi. En var þá blaðamannafundurinn í gær þá aðeins ábreiða yfir pólitískan ágreining? Ríkisstjórnin lítur ekki svo á og er ákveðin í að „vinda ofan af" kaupunum eins og fjármálaráðherra hefur orðað það og hefur hvatt til þess að lífeyrissjóðirnir fjárfesti í HS Orku. Samkvæmt heimildum fréttastofu var lífeyrissjóðunum aftur boðið að skoða fjárfestingu í HS Orku fyrr í þessum mánuði og var þeim boðinn fjórðungshlutur, 25 prósent. Samkvæmt heimildum fréttastofu fundaði Ásgeir Margeirsson, forstjóri Magma á Íslandi, með fulltrúum stærstu lífeyrissjóðanna hér á landi í kjölfarið en ekkert varð af kaupunum. Hefði þetta orðið niðurstaðan hefði lífeyrissjóðirnir keypt hlutinn af Magma. Fjármálaráðherra sagðist í Kastljósi Rúv í gær vonast til þess að lífeyrissjóðirnir kæmu að þessari fjárfestinu, með það fyrir augum að ná því markmiði ríkisstjórnarinnar að fyrirtækið verði í eigu íslenskra aðila. Finnbogi Jónsson, forstjóri Framtakssjóðs Íslands, segir að ekki hafi verið óskað eftir beinni aðkomu sjóðsins sjálfs síðan í mars síðastliðnum en hann segir sjóðinn ekki hafa áhuga á fjárfestingunni. Fjármálaráðherra ræddi síðast í gær um hugsanlega aðkomu Framtakssjóðsins að fjárfestingu í HS Orku, er sjóðurinn opinn fyrir slíku? „Við skoðuðum þetta í vetur og niðurstaðan var þá að fjárfesta ekki," segir Finnbogi. Hvers vegna ekki? „Okkur fannst bara þær verðhugmyndir sem voru í gangi of háar." Eruð þið tilbúnir að endurskoða þá afstöðu? „Ég get nú ekki séð að það séu neinar forsendur til þess." Fram kom í tilkynningu Magma Energy til kanadísku kauphallarinnar í maí síðastliðnum að Magma hefði áhuga á því að fá fjárfesta á Íslandi eða erlendis, „off shore investors" eins og það var orðað, til að kaupa minnihluta í HS Orku. Ætlaði fyrirtækið að losa fé með þessum hætti til að greiða fyrir 53 prósenta hlutinn sem keyptur var af Geysi Green. Ásgeir Margeirsson, forstjóri Magma á Íslandi, sagði í samtali við fréttastofu að þetta væri ekki í mótsögn við yfirlýsingar Ross Beatys um langtímafjárfestingu í HS Orku, því aðeins væri um lítinn hluta að ræða ef íslenskir fjárfestar hefðu ekki áhuga. Magma væri almennt hlynnt því að fá íslenska fjárfesta til liðs við sig en það væri þó félaginu ekki nauðsynlegt. Í þessu samhengi má benda á að Ross Beaty bauð tónlistarkonunni Björk Guðmundsdóttur að kaupa allt að 25 prósenta hlut í fyrirtækinu og var full alvara að baki því tilboði, samkvæmt upplýsingum fréttastofu, en Björk hafnaði því pent.
Skroll-Viðskipti Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira