Magma opið fyrir því að selja erlendum fjárfesti hlut í HS Orku Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. júlí 2010 18:40 Magma upplýsti kanadísku kauphöllina um vilja til að selja hlut í HS Orku til annarra erlendra fjárfesta. Fyrirtækið bauð lífeyrissjóðunum fyrir aðeins mánuði að kaupa fjórðungshlut í HS Orku, en ríkissjóður hafði hvatt til þess á fyrri stigum. Þetta var eftir að skrifað hafði verið undir kaup á meirihluta í HS Orku. Í raun og veru hefur ríkisstjórnin engin úrræði í gildandi lögum til að koma í veg fyrir að Magma eignist 98,5 prósenta hlut í HS Orku, en skrifað var undir kaup á 53 prósenta hlut í fyrirtækinu í maí og á Geysir Green að afhenda eignarhlutinn á laugardaginn næstkomandi og þar með verða kaupin frágengin. Nefndin sem ríkisstjórnin kynnti í gær hefur ekki vald til að taka stjórnvaldsákvarðanir og er aðeins ráðgefandi. En var þá blaðamannafundurinn í gær þá aðeins ábreiða yfir pólitískan ágreining? Ríkisstjórnin lítur ekki svo á og er ákveðin í að „vinda ofan af" kaupunum eins og fjármálaráðherra hefur orðað það og hefur hvatt til þess að lífeyrissjóðirnir fjárfesti í HS Orku. Samkvæmt heimildum fréttastofu var lífeyrissjóðunum aftur boðið að skoða fjárfestingu í HS Orku fyrr í þessum mánuði og var þeim boðinn fjórðungshlutur, 25 prósent. Samkvæmt heimildum fréttastofu fundaði Ásgeir Margeirsson, forstjóri Magma á Íslandi, með fulltrúum stærstu lífeyrissjóðanna hér á landi í kjölfarið en ekkert varð af kaupunum. Hefði þetta orðið niðurstaðan hefði lífeyrissjóðirnir keypt hlutinn af Magma. Fjármálaráðherra sagðist í Kastljósi Rúv í gær vonast til þess að lífeyrissjóðirnir kæmu að þessari fjárfestinu, með það fyrir augum að ná því markmiði ríkisstjórnarinnar að fyrirtækið verði í eigu íslenskra aðila. Finnbogi Jónsson, forstjóri Framtakssjóðs Íslands, segir að ekki hafi verið óskað eftir beinni aðkomu sjóðsins sjálfs síðan í mars síðastliðnum en hann segir sjóðinn ekki hafa áhuga á fjárfestingunni. Fjármálaráðherra ræddi síðast í gær um hugsanlega aðkomu Framtakssjóðsins að fjárfestingu í HS Orku, er sjóðurinn opinn fyrir slíku? „Við skoðuðum þetta í vetur og niðurstaðan var þá að fjárfesta ekki," segir Finnbogi. Hvers vegna ekki? „Okkur fannst bara þær verðhugmyndir sem voru í gangi of háar." Eruð þið tilbúnir að endurskoða þá afstöðu? „Ég get nú ekki séð að það séu neinar forsendur til þess." Fram kom í tilkynningu Magma Energy til kanadísku kauphallarinnar í maí síðastliðnum að Magma hefði áhuga á því að fá fjárfesta á Íslandi eða erlendis, „off shore investors" eins og það var orðað, til að kaupa minnihluta í HS Orku. Ætlaði fyrirtækið að losa fé með þessum hætti til að greiða fyrir 53 prósenta hlutinn sem keyptur var af Geysi Green. Ásgeir Margeirsson, forstjóri Magma á Íslandi, sagði í samtali við fréttastofu að þetta væri ekki í mótsögn við yfirlýsingar Ross Beatys um langtímafjárfestingu í HS Orku, því aðeins væri um lítinn hluta að ræða ef íslenskir fjárfestar hefðu ekki áhuga. Magma væri almennt hlynnt því að fá íslenska fjárfesta til liðs við sig en það væri þó félaginu ekki nauðsynlegt. Í þessu samhengi má benda á að Ross Beaty bauð tónlistarkonunni Björk Guðmundsdóttur að kaupa allt að 25 prósenta hlut í fyrirtækinu og var full alvara að baki því tilboði, samkvæmt upplýsingum fréttastofu, en Björk hafnaði því pent. Skroll-Viðskipti Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Sjá meira
Magma upplýsti kanadísku kauphöllina um vilja til að selja hlut í HS Orku til annarra erlendra fjárfesta. Fyrirtækið bauð lífeyrissjóðunum fyrir aðeins mánuði að kaupa fjórðungshlut í HS Orku, en ríkissjóður hafði hvatt til þess á fyrri stigum. Þetta var eftir að skrifað hafði verið undir kaup á meirihluta í HS Orku. Í raun og veru hefur ríkisstjórnin engin úrræði í gildandi lögum til að koma í veg fyrir að Magma eignist 98,5 prósenta hlut í HS Orku, en skrifað var undir kaup á 53 prósenta hlut í fyrirtækinu í maí og á Geysir Green að afhenda eignarhlutinn á laugardaginn næstkomandi og þar með verða kaupin frágengin. Nefndin sem ríkisstjórnin kynnti í gær hefur ekki vald til að taka stjórnvaldsákvarðanir og er aðeins ráðgefandi. En var þá blaðamannafundurinn í gær þá aðeins ábreiða yfir pólitískan ágreining? Ríkisstjórnin lítur ekki svo á og er ákveðin í að „vinda ofan af" kaupunum eins og fjármálaráðherra hefur orðað það og hefur hvatt til þess að lífeyrissjóðirnir fjárfesti í HS Orku. Samkvæmt heimildum fréttastofu var lífeyrissjóðunum aftur boðið að skoða fjárfestingu í HS Orku fyrr í þessum mánuði og var þeim boðinn fjórðungshlutur, 25 prósent. Samkvæmt heimildum fréttastofu fundaði Ásgeir Margeirsson, forstjóri Magma á Íslandi, með fulltrúum stærstu lífeyrissjóðanna hér á landi í kjölfarið en ekkert varð af kaupunum. Hefði þetta orðið niðurstaðan hefði lífeyrissjóðirnir keypt hlutinn af Magma. Fjármálaráðherra sagðist í Kastljósi Rúv í gær vonast til þess að lífeyrissjóðirnir kæmu að þessari fjárfestinu, með það fyrir augum að ná því markmiði ríkisstjórnarinnar að fyrirtækið verði í eigu íslenskra aðila. Finnbogi Jónsson, forstjóri Framtakssjóðs Íslands, segir að ekki hafi verið óskað eftir beinni aðkomu sjóðsins sjálfs síðan í mars síðastliðnum en hann segir sjóðinn ekki hafa áhuga á fjárfestingunni. Fjármálaráðherra ræddi síðast í gær um hugsanlega aðkomu Framtakssjóðsins að fjárfestingu í HS Orku, er sjóðurinn opinn fyrir slíku? „Við skoðuðum þetta í vetur og niðurstaðan var þá að fjárfesta ekki," segir Finnbogi. Hvers vegna ekki? „Okkur fannst bara þær verðhugmyndir sem voru í gangi of háar." Eruð þið tilbúnir að endurskoða þá afstöðu? „Ég get nú ekki séð að það séu neinar forsendur til þess." Fram kom í tilkynningu Magma Energy til kanadísku kauphallarinnar í maí síðastliðnum að Magma hefði áhuga á því að fá fjárfesta á Íslandi eða erlendis, „off shore investors" eins og það var orðað, til að kaupa minnihluta í HS Orku. Ætlaði fyrirtækið að losa fé með þessum hætti til að greiða fyrir 53 prósenta hlutinn sem keyptur var af Geysi Green. Ásgeir Margeirsson, forstjóri Magma á Íslandi, sagði í samtali við fréttastofu að þetta væri ekki í mótsögn við yfirlýsingar Ross Beatys um langtímafjárfestingu í HS Orku, því aðeins væri um lítinn hluta að ræða ef íslenskir fjárfestar hefðu ekki áhuga. Magma væri almennt hlynnt því að fá íslenska fjárfesta til liðs við sig en það væri þó félaginu ekki nauðsynlegt. Í þessu samhengi má benda á að Ross Beaty bauð tónlistarkonunni Björk Guðmundsdóttur að kaupa allt að 25 prósenta hlut í fyrirtækinu og var full alvara að baki því tilboði, samkvæmt upplýsingum fréttastofu, en Björk hafnaði því pent.
Skroll-Viðskipti Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Sjá meira