Draumur Vigdísar Ragnheiður Jónsdóttir skrifar skrifar 30. júní 2010 06:00 Fyrir þrjátíu árum kusu Íslendingar Vigdísi Finnbogadóttur til forseta, og sýndu með því eindæma víðsýni og sjálfstæði gagnvart hefðinni, sem verið hefur öðrum þjóðum fyrirmynd æ síðan. Við höfum gjarnan talið okkur stolta þjóð, hreykna af náttúru okkar og sögu, en flest það sem við erum stoltust af hlotnaðist okkur ekki fyrir eigin tilverknað. Sjálf hef ég gert mér grein fyrir því að sá gjörningur sem við Íslendingar höfum afrekað á minni fimmtíu ára ævi og ég er stoltust af er einmitt sú staðreynd að við kusum Vigdísi til forseta árið 1980. Sem formaður STÍL, samtaka tungumálakennara á Íslandi, hefur mér hlotnast sú ánægja að kynnast Vigdísi örlítið betur, enda var hún frönskukennari áður en hún sinnti þeim störfum sem hún hefur síðan verið þekktust fyrir. Þessi kynni hafa leitt huga minn að þeirri gæfu sem kosning hennar veitti íslenskri þjóð enda er Vigdís sístarfandi í þágu almannaheilla innanlands og erlendis, þótt hún hafi fyrir löngu látið formlega af embætti forseta Íslands. Fyrir skemmstu var haldin hér á landi alþjóðleg námstefna tungumálakennara á vegum STÍL, og var Vigdís bæði verndari námstefnunnar og virkur þátttakandi. Þar eins og annars staðar vakti Vigdís aðdáun nærstaddra, enda alþýðleg, síkvik og virk, með brennandi áhuga á málefninu. Tungumálin eru einmitt meðal þeirra málefna sem Vigdís hefur talað fyrir alla tíð, og slær hún ekki slöku við nú þótt hún hafi fagnað virðulegu afmæli nýlega. Hún er meðal annars velgjörðasendiherra tungumála hjá Sameinuðu þjóðunum og vinnur ötullega að skilningi og umburðarlyndi milli menningarheima. Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í tungumálum er nú til húsa í nokkrum herbergjum í Gimli, hugvísindahúsi á háskólalóðinni. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum dreymir Vigdísi um sérstakt hús fyrir stofnunina, sem myndi hýsa alþjóðlega miðstöð tungumála. Þarna liggi vannýtt sóknarfæri fyrir þjóðina og hún er sannfærð um að þetta verði svo spennandi að það verði eitt af aðdráttarefnunum fyrir Ísland. Í nýlegu viðtali í Málfríði, tímariti samtaka tungumálakennara, lýsir Vigdís tungumálamiðstöðinni nánar: Hún sér fyrir sér miðstöð sem myndi þjóna jafnt fræðimennsku og almenningi:þar sem gæti að líta sýningu á því hvernig heiminum er margskipt eftir að drottinn skipti heiminum í Babelturninum. Það er kjörið að hafa þetta á Íslandi af því að Ísland er stikla milli heimsálfa og liggur mitt úti í Atlantshafi. Og hér er talað elsta tungumál í Evrópu. Kærleikur okkar til eigin tungu birtist í því hvernig við varðveitum íslenskuna af höfðingsbrag, þar liggur gullþráðurinn í okkur sjálfum. Hin tungumálin eru tæki okkar til að tengjast heiminum. Sama hvaða tungumál við lærum þá tengjumst við öðrum menningarheimum, talandi fólki á öðrum svæðum.Það er búið að taka frá reit á háskólalóðinni fyrir þessa byggingu, og undirbúningur var kominn á gott skrið þegar við stóðum uppi varnarlaus gagnvart ógæfunni og fjármálaákefðinni (Málfríður, 1. tbl. 26.árg. apríl 2010) Í draumi Vigdísar birtist frjó, stórhuga sýn, sem lýsir óbilandi trú á framtíð þjóðarinnar í samskiptum og samhengi við aðrar þjóðir heims. Nú gefst okkur, þjóðinni sem hún hefur þjónað í áratugi, tækifæri til að hugsa stórt með Vigdísi og nýta sóknarfærið sem hún hefur lagt upp fyrir okkur. Nú er komið að okkur að sýna hvað í okkur býr, þjóðinni sem hafði víðsýni til að bera til að kjósa hana til forseta fyrir þrjátíu árum síðan, að finna leiðir til að láta draum Vigdísar Finnbogadóttur um alþjóðlega miðstöð tungumála á Íslandi verða að veruleika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innlent Skoðun Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Skoðun Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Sjá meira
Fyrir þrjátíu árum kusu Íslendingar Vigdísi Finnbogadóttur til forseta, og sýndu með því eindæma víðsýni og sjálfstæði gagnvart hefðinni, sem verið hefur öðrum þjóðum fyrirmynd æ síðan. Við höfum gjarnan talið okkur stolta þjóð, hreykna af náttúru okkar og sögu, en flest það sem við erum stoltust af hlotnaðist okkur ekki fyrir eigin tilverknað. Sjálf hef ég gert mér grein fyrir því að sá gjörningur sem við Íslendingar höfum afrekað á minni fimmtíu ára ævi og ég er stoltust af er einmitt sú staðreynd að við kusum Vigdísi til forseta árið 1980. Sem formaður STÍL, samtaka tungumálakennara á Íslandi, hefur mér hlotnast sú ánægja að kynnast Vigdísi örlítið betur, enda var hún frönskukennari áður en hún sinnti þeim störfum sem hún hefur síðan verið þekktust fyrir. Þessi kynni hafa leitt huga minn að þeirri gæfu sem kosning hennar veitti íslenskri þjóð enda er Vigdís sístarfandi í þágu almannaheilla innanlands og erlendis, þótt hún hafi fyrir löngu látið formlega af embætti forseta Íslands. Fyrir skemmstu var haldin hér á landi alþjóðleg námstefna tungumálakennara á vegum STÍL, og var Vigdís bæði verndari námstefnunnar og virkur þátttakandi. Þar eins og annars staðar vakti Vigdís aðdáun nærstaddra, enda alþýðleg, síkvik og virk, með brennandi áhuga á málefninu. Tungumálin eru einmitt meðal þeirra málefna sem Vigdís hefur talað fyrir alla tíð, og slær hún ekki slöku við nú þótt hún hafi fagnað virðulegu afmæli nýlega. Hún er meðal annars velgjörðasendiherra tungumála hjá Sameinuðu þjóðunum og vinnur ötullega að skilningi og umburðarlyndi milli menningarheima. Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í tungumálum er nú til húsa í nokkrum herbergjum í Gimli, hugvísindahúsi á háskólalóðinni. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum dreymir Vigdísi um sérstakt hús fyrir stofnunina, sem myndi hýsa alþjóðlega miðstöð tungumála. Þarna liggi vannýtt sóknarfæri fyrir þjóðina og hún er sannfærð um að þetta verði svo spennandi að það verði eitt af aðdráttarefnunum fyrir Ísland. Í nýlegu viðtali í Málfríði, tímariti samtaka tungumálakennara, lýsir Vigdís tungumálamiðstöðinni nánar: Hún sér fyrir sér miðstöð sem myndi þjóna jafnt fræðimennsku og almenningi:þar sem gæti að líta sýningu á því hvernig heiminum er margskipt eftir að drottinn skipti heiminum í Babelturninum. Það er kjörið að hafa þetta á Íslandi af því að Ísland er stikla milli heimsálfa og liggur mitt úti í Atlantshafi. Og hér er talað elsta tungumál í Evrópu. Kærleikur okkar til eigin tungu birtist í því hvernig við varðveitum íslenskuna af höfðingsbrag, þar liggur gullþráðurinn í okkur sjálfum. Hin tungumálin eru tæki okkar til að tengjast heiminum. Sama hvaða tungumál við lærum þá tengjumst við öðrum menningarheimum, talandi fólki á öðrum svæðum.Það er búið að taka frá reit á háskólalóðinni fyrir þessa byggingu, og undirbúningur var kominn á gott skrið þegar við stóðum uppi varnarlaus gagnvart ógæfunni og fjármálaákefðinni (Málfríður, 1. tbl. 26.árg. apríl 2010) Í draumi Vigdísar birtist frjó, stórhuga sýn, sem lýsir óbilandi trú á framtíð þjóðarinnar í samskiptum og samhengi við aðrar þjóðir heims. Nú gefst okkur, þjóðinni sem hún hefur þjónað í áratugi, tækifæri til að hugsa stórt með Vigdísi og nýta sóknarfærið sem hún hefur lagt upp fyrir okkur. Nú er komið að okkur að sýna hvað í okkur býr, þjóðinni sem hafði víðsýni til að bera til að kjósa hana til forseta fyrir þrjátíu árum síðan, að finna leiðir til að láta draum Vigdísar Finnbogadóttur um alþjóðlega miðstöð tungumála á Íslandi verða að veruleika.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar