Draumur Vigdísar Ragnheiður Jónsdóttir skrifar skrifar 30. júní 2010 06:00 Fyrir þrjátíu árum kusu Íslendingar Vigdísi Finnbogadóttur til forseta, og sýndu með því eindæma víðsýni og sjálfstæði gagnvart hefðinni, sem verið hefur öðrum þjóðum fyrirmynd æ síðan. Við höfum gjarnan talið okkur stolta þjóð, hreykna af náttúru okkar og sögu, en flest það sem við erum stoltust af hlotnaðist okkur ekki fyrir eigin tilverknað. Sjálf hef ég gert mér grein fyrir því að sá gjörningur sem við Íslendingar höfum afrekað á minni fimmtíu ára ævi og ég er stoltust af er einmitt sú staðreynd að við kusum Vigdísi til forseta árið 1980. Sem formaður STÍL, samtaka tungumálakennara á Íslandi, hefur mér hlotnast sú ánægja að kynnast Vigdísi örlítið betur, enda var hún frönskukennari áður en hún sinnti þeim störfum sem hún hefur síðan verið þekktust fyrir. Þessi kynni hafa leitt huga minn að þeirri gæfu sem kosning hennar veitti íslenskri þjóð enda er Vigdís sístarfandi í þágu almannaheilla innanlands og erlendis, þótt hún hafi fyrir löngu látið formlega af embætti forseta Íslands. Fyrir skemmstu var haldin hér á landi alþjóðleg námstefna tungumálakennara á vegum STÍL, og var Vigdís bæði verndari námstefnunnar og virkur þátttakandi. Þar eins og annars staðar vakti Vigdís aðdáun nærstaddra, enda alþýðleg, síkvik og virk, með brennandi áhuga á málefninu. Tungumálin eru einmitt meðal þeirra málefna sem Vigdís hefur talað fyrir alla tíð, og slær hún ekki slöku við nú þótt hún hafi fagnað virðulegu afmæli nýlega. Hún er meðal annars velgjörðasendiherra tungumála hjá Sameinuðu þjóðunum og vinnur ötullega að skilningi og umburðarlyndi milli menningarheima. Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í tungumálum er nú til húsa í nokkrum herbergjum í Gimli, hugvísindahúsi á háskólalóðinni. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum dreymir Vigdísi um sérstakt hús fyrir stofnunina, sem myndi hýsa alþjóðlega miðstöð tungumála. Þarna liggi vannýtt sóknarfæri fyrir þjóðina og hún er sannfærð um að þetta verði svo spennandi að það verði eitt af aðdráttarefnunum fyrir Ísland. Í nýlegu viðtali í Málfríði, tímariti samtaka tungumálakennara, lýsir Vigdís tungumálamiðstöðinni nánar: Hún sér fyrir sér miðstöð sem myndi þjóna jafnt fræðimennsku og almenningi:þar sem gæti að líta sýningu á því hvernig heiminum er margskipt eftir að drottinn skipti heiminum í Babelturninum. Það er kjörið að hafa þetta á Íslandi af því að Ísland er stikla milli heimsálfa og liggur mitt úti í Atlantshafi. Og hér er talað elsta tungumál í Evrópu. Kærleikur okkar til eigin tungu birtist í því hvernig við varðveitum íslenskuna af höfðingsbrag, þar liggur gullþráðurinn í okkur sjálfum. Hin tungumálin eru tæki okkar til að tengjast heiminum. Sama hvaða tungumál við lærum þá tengjumst við öðrum menningarheimum, talandi fólki á öðrum svæðum.Það er búið að taka frá reit á háskólalóðinni fyrir þessa byggingu, og undirbúningur var kominn á gott skrið þegar við stóðum uppi varnarlaus gagnvart ógæfunni og fjármálaákefðinni (Málfríður, 1. tbl. 26.árg. apríl 2010) Í draumi Vigdísar birtist frjó, stórhuga sýn, sem lýsir óbilandi trú á framtíð þjóðarinnar í samskiptum og samhengi við aðrar þjóðir heims. Nú gefst okkur, þjóðinni sem hún hefur þjónað í áratugi, tækifæri til að hugsa stórt með Vigdísi og nýta sóknarfærið sem hún hefur lagt upp fyrir okkur. Nú er komið að okkur að sýna hvað í okkur býr, þjóðinni sem hafði víðsýni til að bera til að kjósa hana til forseta fyrir þrjátíu árum síðan, að finna leiðir til að láta draum Vigdísar Finnbogadóttur um alþjóðlega miðstöð tungumála á Íslandi verða að veruleika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innlent Skoðun Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Fyrir þrjátíu árum kusu Íslendingar Vigdísi Finnbogadóttur til forseta, og sýndu með því eindæma víðsýni og sjálfstæði gagnvart hefðinni, sem verið hefur öðrum þjóðum fyrirmynd æ síðan. Við höfum gjarnan talið okkur stolta þjóð, hreykna af náttúru okkar og sögu, en flest það sem við erum stoltust af hlotnaðist okkur ekki fyrir eigin tilverknað. Sjálf hef ég gert mér grein fyrir því að sá gjörningur sem við Íslendingar höfum afrekað á minni fimmtíu ára ævi og ég er stoltust af er einmitt sú staðreynd að við kusum Vigdísi til forseta árið 1980. Sem formaður STÍL, samtaka tungumálakennara á Íslandi, hefur mér hlotnast sú ánægja að kynnast Vigdísi örlítið betur, enda var hún frönskukennari áður en hún sinnti þeim störfum sem hún hefur síðan verið þekktust fyrir. Þessi kynni hafa leitt huga minn að þeirri gæfu sem kosning hennar veitti íslenskri þjóð enda er Vigdís sístarfandi í þágu almannaheilla innanlands og erlendis, þótt hún hafi fyrir löngu látið formlega af embætti forseta Íslands. Fyrir skemmstu var haldin hér á landi alþjóðleg námstefna tungumálakennara á vegum STÍL, og var Vigdís bæði verndari námstefnunnar og virkur þátttakandi. Þar eins og annars staðar vakti Vigdís aðdáun nærstaddra, enda alþýðleg, síkvik og virk, með brennandi áhuga á málefninu. Tungumálin eru einmitt meðal þeirra málefna sem Vigdís hefur talað fyrir alla tíð, og slær hún ekki slöku við nú þótt hún hafi fagnað virðulegu afmæli nýlega. Hún er meðal annars velgjörðasendiherra tungumála hjá Sameinuðu þjóðunum og vinnur ötullega að skilningi og umburðarlyndi milli menningarheima. Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í tungumálum er nú til húsa í nokkrum herbergjum í Gimli, hugvísindahúsi á háskólalóðinni. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum dreymir Vigdísi um sérstakt hús fyrir stofnunina, sem myndi hýsa alþjóðlega miðstöð tungumála. Þarna liggi vannýtt sóknarfæri fyrir þjóðina og hún er sannfærð um að þetta verði svo spennandi að það verði eitt af aðdráttarefnunum fyrir Ísland. Í nýlegu viðtali í Málfríði, tímariti samtaka tungumálakennara, lýsir Vigdís tungumálamiðstöðinni nánar: Hún sér fyrir sér miðstöð sem myndi þjóna jafnt fræðimennsku og almenningi:þar sem gæti að líta sýningu á því hvernig heiminum er margskipt eftir að drottinn skipti heiminum í Babelturninum. Það er kjörið að hafa þetta á Íslandi af því að Ísland er stikla milli heimsálfa og liggur mitt úti í Atlantshafi. Og hér er talað elsta tungumál í Evrópu. Kærleikur okkar til eigin tungu birtist í því hvernig við varðveitum íslenskuna af höfðingsbrag, þar liggur gullþráðurinn í okkur sjálfum. Hin tungumálin eru tæki okkar til að tengjast heiminum. Sama hvaða tungumál við lærum þá tengjumst við öðrum menningarheimum, talandi fólki á öðrum svæðum.Það er búið að taka frá reit á háskólalóðinni fyrir þessa byggingu, og undirbúningur var kominn á gott skrið þegar við stóðum uppi varnarlaus gagnvart ógæfunni og fjármálaákefðinni (Málfríður, 1. tbl. 26.árg. apríl 2010) Í draumi Vigdísar birtist frjó, stórhuga sýn, sem lýsir óbilandi trú á framtíð þjóðarinnar í samskiptum og samhengi við aðrar þjóðir heims. Nú gefst okkur, þjóðinni sem hún hefur þjónað í áratugi, tækifæri til að hugsa stórt með Vigdísi og nýta sóknarfærið sem hún hefur lagt upp fyrir okkur. Nú er komið að okkur að sýna hvað í okkur býr, þjóðinni sem hafði víðsýni til að bera til að kjósa hana til forseta fyrir þrjátíu árum síðan, að finna leiðir til að láta draum Vigdísar Finnbogadóttur um alþjóðlega miðstöð tungumála á Íslandi verða að veruleika.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun