Íslenski boltinn

Þjálfari 21 árs landsliðs Dana: Skil vel ákvörðun Íslendinga

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslenska 21 árs liðið fagnar sigri.
Íslenska 21 árs liðið fagnar sigri. Mynd/Anton
Keld Bordinggaard, þjálfari danska 21 árs landsliðsins, skilur vel þá ákvörðun stjórnar Knattspyrnusambands Íslands að setja 21 árs landsliðið í forgang. Sjö leikmenn A-landsliðsins munu spila með 21 árs landsliði Íslands í umspilsleikjunum á móti Skotum í stað þess að spila með A-landsliðinu á móti Portúgal í undankeppni EM.

„Ísland á nú mjög hæfileikaríkan árgang og það væri frábær reynsla fyrir þá að komast á úrslitakeppni EM áður en þeir hefja næstu undankeppni með A-landsliðinu. Þetta er beinskeytt taktísk ákvörðun hjá íslenska knattspyrnusambandinu og ég skil hana vel," sagði Keld Bordinggaard í viðtalið við danska Tipsblaðið.

„Þarna fara leikmennirnir sem eiga að koma Íslandi á næstu stórmót A-landsliða og þeir munu njóta góðs af því að hafa náð svo langt með 21 árs liðinu," sagði

Bordinggaard.

Bordinggaard segir að Ísland geti engu að síður stillt upp sterku byrjunarliði á móti Portúgal en Danir og Norðmenn hafa litið svo á að Ísland sé að afhenda Portúgölum þrjú stig á silfurfati með þessari ákvörðun sinni.

„Ísland veit að þeir munu ekki komast á EM og þess vegna er enn mikilvægara fyrir íslenska knattspyrnu að 21 árs landsliðið komist í úrslitakeppnina, sagði Bordinggaard.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×