Haukar taka á móti Fram á Ásvöllum í 7. umferð N1 deild karla í kvöld og ætla Íslandsmeistarnir að sýna leikinn í beinni útsendingu á Haukar-Tv sem er nýfarið í loftið.
Framarar hafa unnið þrjá síðustu leiki sína í N1 deildinni og eru í 3. sæti deildarinnar en Haukar hafa tapað tveimur af síðustu þremur leikjum sínum og eru tveimur stigum á eftir Fram í fimmta sæti deildarinnar.
Haukarnir þurfa á sigri að halda ef þeir ætla halda í við toppliðin í deildinni en liðið er síðan á leiðinni til Þýskalands um helgina þar sem Haukar spila við Grosswallstadt í Evrópukeppninni.
Einar Jónsson, þjálfari meistaraflokks kvenna, mun lýsa leiknum í kvöld og verður með einhvern góðan gest sér til aðstoðar.
Það þarf "Flash"-spilara til að horfa á leikinn en með því að sýna leikinn í honum eru gæðin meiri en af venjulegum spilurum. Það er hægt að nálgast Haukar-TV með því að smella hér.
Leikur Hauka og Fram í beinni á Haukar-Tv í kvöld
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
