Fjölga þarf hæstaréttardómurum að sögn Ögmundar Jónassonar, dómsmálaráðherra.
Þetta kom fram á Alþingi fyrir stundu en þar var Ögmundur að svara í utandagskráumræðum í dag en málshefjandi var Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Fimm hæstaréttardómara þurfa að sitja í Landsdómi og því ljóst að álag muni aukast verulega á Hæstarétti á meðan Landsdómur vinnur sín störf.
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, lagði til að hæstaréttardómurum yrði fjölgað úr 9 í 15. Svo myndu þeim fækka aftur niður í níu eftir því sem hæstaréttardómarar færu á eftirlaun. Gerði hún ráð fyrir að þetta myndi gerast á um tíu árum.
Ögmundur hefur óskað eftir greingerð frá forseta Hæstaréttar og segir málið síðan skoðað út frá þeim forsendum.
Vill fjölga hæstaréttardómurum
Valur Grettisson skrifar
