Handbolti

Halldór Ingólfsson: Þetta var bara skipsbrot

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Halldór Ingólfsson, þjálfari Hauka.
Halldór Ingólfsson, þjálfari Hauka.
Halldór Ingólfsson, þjálfari Hauka, var ekki upplitsdjarfur eftir níu marka tap Haukaliðsins á móti FH á Ásvöllum í dag enda áttu hans menn engin svör við góðum leik FH í seinni hálfleiknum.

„Þetta var bara skipsbrot og alveg hrikalegt. Við vorum ekki mættir hérna í dag," sagði Halldór eftir leikinn. Haukar minnkuðu muninn niður í eitt mark fyrir hálfleik en horfðu síðan upp á FH-inga skora sjö fyrstu mörkin í seinni.

„Við náðum ekki að fylgja eftir góðum endi á fyrri hálfleik. Við komust í gírinn en síðan dettum við einhvern veginn úr gírnum aftir. Við fórum þá í bakkgírinn aftur og hættum að spila sem lið," sagði Halldór.

„Þetta eru ungir strákar hjá mér og þeir eiga það til að vera upp og niður og sveiflast til. Við þurfum bara að vinna í því að vera jafnir og halda alltaf sömu geðveiki og baráttu sem þarf í hvern einasta leik," sagði Halldór.

„Það var fyrst og fremst hugarfarið sem klikkaði hjá okkur í þessum leik og hugarfarið var ekki rétt. Mótið er ungt og viðlátum þetta ekki gerast aftur. Ég von að menn hafi bein í nefinu til að stíga tvö skref áfram eftir þetta. Við eigum örugglega eftir að spila nógu oft við FH í vetur þannig að þetta var var einn af mörgum leikjum við þá á þessu tímabili," sagði Halldór að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×