Ísland úr Efta - kjörin burt! 9. ágúst 2010 10:22 Ögmundur Jónasson alþingismaður skrifaði grein í Morgunblaðið síðastliðinn föstudag. Hún heitir „Virkið í norðri" eftir frægu riti Gunnars M. Magnúss um hernám Íslands. ESB er samkvæmt þessari grein útþenslusinnað heimsveldi sem hyggst leggja undir sig Ísland. Ögmundur talar um að „herskáir Evrópusinnar líti hýru auga til Festung Island" og þarf ekki að hafa mörg orð um hugrenningatengslin sem slíkri orðanotkun er ætlað að vekja - eins og orðinu „lífsrými" sem skýtur líka upp kollinum. Ögmundur varar við gýligjöfum: „…ekki mun standa á styrkveitingum - svona rétt á meðan verið er að tala okkur til. Hið sama gæti hent okkur og indíána Norður-Ameríku. Þeir töpuðu landinu en sátu uppi með glerperlur og eldvatn." Undir lok greinarinnar talar alþingismaðurinn um að við eigum að standa upprétt en ekki að vera „auðtrúa lítilmagni"; og svo fáum við hinn óhjákvæmilega varíant við frasann um barðan þræl og feitan þjón: „Þegar knékrjúpandi maður rís á fætur, hættir hann að vera lítill."Hernumdar þjóðir Danir, Frakkar, Austurríkismenn, Maltverjar, Ítalir, Búlgarir, Finnar, Englendingar, Írar, Belgar, Kýpverjar, Tékkar, Eistar, Þjóðverjar, Grikkir, Ungverjar, Lúxemborgarar, Spánverjar, Svíar… þetta eru hernumdar þjóðir. Þetta eru auðtrúa lítilmagnar. Þetta eru knékrjúpandi menn. Danir kunna að virðast ligeglad með sitt smörrebröð og et par bajere, en það er bara plat því þetta er buguð þjóð undir járnhæl Evrópusambandsins. Frakkar kunna að virðast montnir með allt sitt savoir-faire og haute couture og sil-vous-plait - en Ögmundur veit betur: þetta eru knékrjúpandi menn. Írarnir geta svo sem gaulað endalaust þessa sjálfstæðissöngva sína en í þeirra brjósti á frelsið ekki heima: Feitir þjónar. Og Svíarnir líta kannski út fyrir að vera voða pottþéttir og jättebra en velferðin hjá þeim er bara glerperlur og eldvatn sem þeir hafa fengið: þeir eru nefnilega auðtrúa lítilmagnar. „Festung Island"… „Lífsrými"… Orðbragð Ögmundar Jónassonar spilar á sömu kenndir og merkið sem ég sá á heimasíðu skoðanasystkina hans í samtökum sem kalla sig „Rauðan vettvang": þar er búið að taka burt stjörnurnar úr merki ESB og setja hakakrossa í staðinn. Ætli sé ekki leitun að þjóð sem hefur sýnt Íslendingum jafn mikla skilmálalausa vinsemd og Þjóðverjar. Dylgjur af þessu tagi frá einum helsta áhrifamanni íslenskra stjórnmála eru sérlega óviðkunnanlegar og hreinlega asnalegar.Eia eldvatn! Eia glerperlur! Ögmundur Jónasson líkir í grein sinni aðildarviðræðum ESB og Íslendinga við það þegar þjóðarmorð var framið á frumbyggjum Norður Ameríku og þeir ginntir í samningum til að láta land sitt af hendi fyrir glerperlur og eldvatn, eins og hann orðar það. Í fyrsta lagi gera svona samlíkingar lítið úr hryllilegum atburðum sem við eigum að fjalla um af virðingu fyrir raunverulegum fórnarlömbum raunverulegs hernaðar. Í öðru lagi dregur þetta upp þá mynd af okkar nánustu vina- og samstarfsþjóðum að þær séu óvinir, fari með fláttskap á hendur okkur, ásælist land okkar. Í þriðja lagi hafa Íslendingar verið fullfærir um að svolgra miklu meira eldvatn - í eiginlegri og óeiginlegri merkingu - en þeim er hollt án atbeina annarra þjóða. Og einu glerperlurnar sem sést hafa í viðskiptum íslenskra aðila og Evrópuþjóða eru þær sem sparifjáreigendur þessara þjóða sitja uppi með eftir að hafa verið svo „auðtrúa" að bera traust til þessarar þjóðar: Icesave. Með tali sínu um „glerperlur og eldvatn" dregur Ögmundur upp mynd af Íslendingum sem friðsælli náttúruþjóð sem hér búi í harmóníu við náttúruna og sé grandalaus gagnvart gýligjöfum árásaraðilans. Ekki þarf að líta lengi í kringum sig til sjá hversu fráleit þessi mynd er. Hitt er athyglisvert að þessi sjálfskipaði vinstri maður skuli aldrei minnast á lífskjör almennings í umræðu um Evrópumál, nema með varnaðarorðum um glerperlur og eldvatn - enda vinstri stefnu löngum verið ruglað hér á landi saman við ítrustu þjóðernishyggju. Verði ekkert úr aðild Íslands að ESB er óvíst um stöðu landsins innan evrópska Efnahagssvæðisins, sem Ögmundur er að vísu andvígur, eins og raunar líka aðild Íslands að EFTA. Núverandi gjaldeyrishöft eru skýlaus brot á reglum EES um leið og þau eru forsenda þess að hér fari ekki allt á hvolf á ný. Umræðan um ESB á líka að snúast um lífskjör: til dæmis hvaða afleiðingar það kann að hafa fyrir lífskjör landsmanna ef Ísland hættir í EFTA með tilheyrandi uppnámi á viðskiptum okkar við Evrópulönd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Ögmundur Jónasson alþingismaður skrifaði grein í Morgunblaðið síðastliðinn föstudag. Hún heitir „Virkið í norðri" eftir frægu riti Gunnars M. Magnúss um hernám Íslands. ESB er samkvæmt þessari grein útþenslusinnað heimsveldi sem hyggst leggja undir sig Ísland. Ögmundur talar um að „herskáir Evrópusinnar líti hýru auga til Festung Island" og þarf ekki að hafa mörg orð um hugrenningatengslin sem slíkri orðanotkun er ætlað að vekja - eins og orðinu „lífsrými" sem skýtur líka upp kollinum. Ögmundur varar við gýligjöfum: „…ekki mun standa á styrkveitingum - svona rétt á meðan verið er að tala okkur til. Hið sama gæti hent okkur og indíána Norður-Ameríku. Þeir töpuðu landinu en sátu uppi með glerperlur og eldvatn." Undir lok greinarinnar talar alþingismaðurinn um að við eigum að standa upprétt en ekki að vera „auðtrúa lítilmagni"; og svo fáum við hinn óhjákvæmilega varíant við frasann um barðan þræl og feitan þjón: „Þegar knékrjúpandi maður rís á fætur, hættir hann að vera lítill."Hernumdar þjóðir Danir, Frakkar, Austurríkismenn, Maltverjar, Ítalir, Búlgarir, Finnar, Englendingar, Írar, Belgar, Kýpverjar, Tékkar, Eistar, Þjóðverjar, Grikkir, Ungverjar, Lúxemborgarar, Spánverjar, Svíar… þetta eru hernumdar þjóðir. Þetta eru auðtrúa lítilmagnar. Þetta eru knékrjúpandi menn. Danir kunna að virðast ligeglad með sitt smörrebröð og et par bajere, en það er bara plat því þetta er buguð þjóð undir járnhæl Evrópusambandsins. Frakkar kunna að virðast montnir með allt sitt savoir-faire og haute couture og sil-vous-plait - en Ögmundur veit betur: þetta eru knékrjúpandi menn. Írarnir geta svo sem gaulað endalaust þessa sjálfstæðissöngva sína en í þeirra brjósti á frelsið ekki heima: Feitir þjónar. Og Svíarnir líta kannski út fyrir að vera voða pottþéttir og jättebra en velferðin hjá þeim er bara glerperlur og eldvatn sem þeir hafa fengið: þeir eru nefnilega auðtrúa lítilmagnar. „Festung Island"… „Lífsrými"… Orðbragð Ögmundar Jónassonar spilar á sömu kenndir og merkið sem ég sá á heimasíðu skoðanasystkina hans í samtökum sem kalla sig „Rauðan vettvang": þar er búið að taka burt stjörnurnar úr merki ESB og setja hakakrossa í staðinn. Ætli sé ekki leitun að þjóð sem hefur sýnt Íslendingum jafn mikla skilmálalausa vinsemd og Þjóðverjar. Dylgjur af þessu tagi frá einum helsta áhrifamanni íslenskra stjórnmála eru sérlega óviðkunnanlegar og hreinlega asnalegar.Eia eldvatn! Eia glerperlur! Ögmundur Jónasson líkir í grein sinni aðildarviðræðum ESB og Íslendinga við það þegar þjóðarmorð var framið á frumbyggjum Norður Ameríku og þeir ginntir í samningum til að láta land sitt af hendi fyrir glerperlur og eldvatn, eins og hann orðar það. Í fyrsta lagi gera svona samlíkingar lítið úr hryllilegum atburðum sem við eigum að fjalla um af virðingu fyrir raunverulegum fórnarlömbum raunverulegs hernaðar. Í öðru lagi dregur þetta upp þá mynd af okkar nánustu vina- og samstarfsþjóðum að þær séu óvinir, fari með fláttskap á hendur okkur, ásælist land okkar. Í þriðja lagi hafa Íslendingar verið fullfærir um að svolgra miklu meira eldvatn - í eiginlegri og óeiginlegri merkingu - en þeim er hollt án atbeina annarra þjóða. Og einu glerperlurnar sem sést hafa í viðskiptum íslenskra aðila og Evrópuþjóða eru þær sem sparifjáreigendur þessara þjóða sitja uppi með eftir að hafa verið svo „auðtrúa" að bera traust til þessarar þjóðar: Icesave. Með tali sínu um „glerperlur og eldvatn" dregur Ögmundur upp mynd af Íslendingum sem friðsælli náttúruþjóð sem hér búi í harmóníu við náttúruna og sé grandalaus gagnvart gýligjöfum árásaraðilans. Ekki þarf að líta lengi í kringum sig til sjá hversu fráleit þessi mynd er. Hitt er athyglisvert að þessi sjálfskipaði vinstri maður skuli aldrei minnast á lífskjör almennings í umræðu um Evrópumál, nema með varnaðarorðum um glerperlur og eldvatn - enda vinstri stefnu löngum verið ruglað hér á landi saman við ítrustu þjóðernishyggju. Verði ekkert úr aðild Íslands að ESB er óvíst um stöðu landsins innan evrópska Efnahagssvæðisins, sem Ögmundur er að vísu andvígur, eins og raunar líka aðild Íslands að EFTA. Núverandi gjaldeyrishöft eru skýlaus brot á reglum EES um leið og þau eru forsenda þess að hér fari ekki allt á hvolf á ný. Umræðan um ESB á líka að snúast um lífskjör: til dæmis hvaða afleiðingar það kann að hafa fyrir lífskjör landsmanna ef Ísland hættir í EFTA með tilheyrandi uppnámi á viðskiptum okkar við Evrópulönd.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar