Lífið

Sarínó-sirkusinn frumsýndur

Sarínó-sirkusinn Söngleikurinn Sarínó-sirkusinn verður frumsýndur á Litla sviði Borgarleikhússins í kvöld.
Sarínó-sirkusinn Söngleikurinn Sarínó-sirkusinn verður frumsýndur á Litla sviði Borgarleikhússins í kvöld.

Fjölskyldusöngleikurinn Sarínó-sirkusinn verður frumsýndur á litla sviði Borgarleikhússins í kvöld klukkan 19. Önnur sýning verður á morgun og er uppselt á þær báðar. Söngleikurinn er hluti af listahátíðinni List án landamæra sem hefur verið í fullum gangi frá mánaðamótum víða um land.

Uppsetning Sarínó-sirkussins kemur til af samstarfi Listar án landamæra, Hins hússins, Leynileikhússins og Borgarleikhússins. Leikritið er eftir þá Agnar Jón Egilsson og Hall Ingólfsson en fjölmargir listamenn, leikir og lærðir, koma að verkinu.

Þátttakendur í listahátíðinni List án landamæra gefa góða mynd af því fjölbreytta listalífi sem hér þrífst. Hæfileikafólk er á hverju strái en stundum skortir það tækifæri til að koma sér á framfæri. List án landamæra stuðlar að því að breyta því og samstarf og opnun á milli hópa og ólíkra einstaklinga leikur þar stórt hlutverk. Sarínó-sirkusinn er frábært dæmi um slíkt samstarf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×