List án landamæra blífur 29. apríl 2010 13:00 Verk eftir Kristin Þór Elíasson prýðir forsíðu bæklings hátíðarinnar í ár en þetta er í sjöunda sinn sem hún er haldin. Hátíðin List án landamæra er sett í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag kl. 17. Er hún nú haldin í sjöunda sinn en yfir fimmtíu viðburðir eru á dagskránni víða um land á næstu vikum, flestir á höfuðborgarsvæðinu eins og áður, en einnig í Borgarnesi, á Ísafirði, Akureyri, Húsavík, Egilsstöðum, í Vestmannaeyjum, á Selfossi og á Suðurnesjum. Fjölmörg atriði verða á opnuninni í dag: tónlist, upplestur og gjörningar. Katrín Jakobsdóttir setur háíðina. Leikkonurnar Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Sigrid Husjord munu sjá um kynninguna en Sigrid er norsk og flaug hingað af tilefninu. Þegar dagskránni er lokið verður stór samsýning opnuð í Austursal Ráðhússins. Þar mun fjölmargt ólíkt myndlistarfólk sýna, en sýningin mun standa til 9. maí. Stórt veggverk, samvinnuverkefni allra á Lækjarási, verður til sýnis. Verkið byggir á ljóði eins úr hópnum, Auðuns Gestssonar, og fjallar um náttúruna og gróðurinn í kringum Lækjarás, með samlíkingu milli vaxtar gróðursins og Lækjaráss og margbreytileika fólksins sem staðinn sækir. Stór hópur frá Gylfaflöt mun taka þátt. Þau munu sýna 10 fótaskemla í tilefni 10 ára afmælis Gylfaflatar. Á dagskránni fram undan á höfuðborgarsvæðinu má nefna opnun samstarfssýningar Elínar Önnu Þórisdóttur og Kristins Þórs Elíassonar á Mokka í dag kl. 15. Á meðal annarra viðburða sem fram undan eru mætti nefna myndlistarsýningu á Kaffi Rót á föstudag, Geðveikt kaffihús og handverksmarkað í Hinu húsinu á laugardag og hönnunarsýningu í Norræna húsinu á sunnudag. Fram undan á Suðurnesjum má nefna dagskrá í Garði á morgun undir yfirskriftinni „Fuglarnir í Garðinum“ sem mun standa til 30. maí, en þar verður spunnið sameiginlegt listaverk um allan Garðinn á tímabilinu. Á hátíðisdegi verkalýðsins á laugardag er opnun sýningar Safnasafnsins á Svalbarðsströnd í tilefni af 80 ára afmæli Sólheima í Grímsnesi. Listahópurinn Geðlist frá Akureyri mun afhjúpa skúlptúr á bílastæði Safnasafnsins sama dag. Á Egilsstöðum verður hátíðardagskrá í Sláturhúsinu og í Reykjanesbæ opnar ljósmyndasýning í Göngugötunni Kjarna. Í Borgarnesi opnuðu Alþýðulistamenn sýningu um síðustu helgi, en hún mun standa í Gallerí Brák til 9. maí. Dagskrárbækling listahátíðarinnar er hægt að sjá á síðunni listanlandamaera.blog.is. Hægt verður að nálgast prentuð eintök í Ráðhúsinu í dag og á öllum viðburðum hátíðarinnar. Lífið Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Sjá meira
Hátíðin List án landamæra er sett í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag kl. 17. Er hún nú haldin í sjöunda sinn en yfir fimmtíu viðburðir eru á dagskránni víða um land á næstu vikum, flestir á höfuðborgarsvæðinu eins og áður, en einnig í Borgarnesi, á Ísafirði, Akureyri, Húsavík, Egilsstöðum, í Vestmannaeyjum, á Selfossi og á Suðurnesjum. Fjölmörg atriði verða á opnuninni í dag: tónlist, upplestur og gjörningar. Katrín Jakobsdóttir setur háíðina. Leikkonurnar Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Sigrid Husjord munu sjá um kynninguna en Sigrid er norsk og flaug hingað af tilefninu. Þegar dagskránni er lokið verður stór samsýning opnuð í Austursal Ráðhússins. Þar mun fjölmargt ólíkt myndlistarfólk sýna, en sýningin mun standa til 9. maí. Stórt veggverk, samvinnuverkefni allra á Lækjarási, verður til sýnis. Verkið byggir á ljóði eins úr hópnum, Auðuns Gestssonar, og fjallar um náttúruna og gróðurinn í kringum Lækjarás, með samlíkingu milli vaxtar gróðursins og Lækjaráss og margbreytileika fólksins sem staðinn sækir. Stór hópur frá Gylfaflöt mun taka þátt. Þau munu sýna 10 fótaskemla í tilefni 10 ára afmælis Gylfaflatar. Á dagskránni fram undan á höfuðborgarsvæðinu má nefna opnun samstarfssýningar Elínar Önnu Þórisdóttur og Kristins Þórs Elíassonar á Mokka í dag kl. 15. Á meðal annarra viðburða sem fram undan eru mætti nefna myndlistarsýningu á Kaffi Rót á föstudag, Geðveikt kaffihús og handverksmarkað í Hinu húsinu á laugardag og hönnunarsýningu í Norræna húsinu á sunnudag. Fram undan á Suðurnesjum má nefna dagskrá í Garði á morgun undir yfirskriftinni „Fuglarnir í Garðinum“ sem mun standa til 30. maí, en þar verður spunnið sameiginlegt listaverk um allan Garðinn á tímabilinu. Á hátíðisdegi verkalýðsins á laugardag er opnun sýningar Safnasafnsins á Svalbarðsströnd í tilefni af 80 ára afmæli Sólheima í Grímsnesi. Listahópurinn Geðlist frá Akureyri mun afhjúpa skúlptúr á bílastæði Safnasafnsins sama dag. Á Egilsstöðum verður hátíðardagskrá í Sláturhúsinu og í Reykjanesbæ opnar ljósmyndasýning í Göngugötunni Kjarna. Í Borgarnesi opnuðu Alþýðulistamenn sýningu um síðustu helgi, en hún mun standa í Gallerí Brák til 9. maí. Dagskrárbækling listahátíðarinnar er hægt að sjá á síðunni listanlandamaera.blog.is. Hægt verður að nálgast prentuð eintök í Ráðhúsinu í dag og á öllum viðburðum hátíðarinnar.
Lífið Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Sjá meira