Ekki misþyrma Jóni með leiðindum 2. október 2010 06:00 Hættan við afmælisár Jóns Sigurðssonar er aðallega sú að árið verði allt of fjarlægt venjulegu fólki. Þannig auki árið á fjarlægðina milli Jóns og almennings í landinu. Það má ekki verða. Árið á ekki að nota til að misþyrma Jóni Sigurðssyni með leiðindum. Þegar hefur verið lagt í heilmikinn undirbúning til að minnast þess myndarlega að á næsta ári verða tvö hundruð ár liðin frá því að Jón Sigurðsson fæddist. Greinilegt er að sjónir fólks beinast einkum að eftirfarandi stöðum og þáttum: 1. Að Alþingi, sem sannarlega er sá staður sem best er til þess fallinn að minnast Jóns Sigurðssonar. Besta afmælisgjöfin til þjóðarinnar í tilefni afmælisins væri að sett yrði saman á næsta ári ný tillaga að stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Það verkefni er í undirbúningi. Ég hef áður skrifað stutta grein um nokkrar mikilvægar breytingar sem ég tel að gera eigi á stjórnarskránni varðandi stjórnkerfi lýðveldisins. En auk þess á að setja í nýja skrá ákvæði um að þjóðin eigi auðlindirnar, eins og Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, benti á í viðtalsþætti mínum á ÍNN nýlega. Þá ber að styrkja mannréttindaþáttinn og svo á að breyta uppbyggingu stjórnarskrárinnar, það er að setja manninn og frelsi hans fremst og stofnanirnar síðast en ekki öfugt. 2. Háskóli Íslands minnist hundrað ára afmælis síns á næsta ári og um leið 200 ára afmælis Jóns Sigurðssonar. Þar er margt skemmtilegt í undirbúningi sem meðal annars var kynnt fyrir áhugasömum á einkar fróðlegu málþingi á Skagaströnd fyrir nokkrum dögum. Besta afmælisminningin á vegum háskólans væri þó að efla skólann, sem meðal annars mætti gera með því að sameina að einhverju leyti þá skóla sem nú eru kallaðir háskólar. Í Danmörku er talið hæfilegt að hafa einn háskóla á hverja eina milljón íbúa. Á Íslandi eru sjö háskólar handa 330 þúsund manns; það eru innan við 50 þúsund manns á háskóla. Tuttugasti partur af því sem miðað er við á Norðurlöndum. 3. Sjónir manna beinast eðlilega til húss Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn á afmælisárinu. Þar hefur margt verið vel gert og því verður haldið áfram. Þar hefur Alþingi staðið sig frábærlega vel við að byggja upp staðinn og efla á alla lund. Þar þarf ekki miklu við að bæta frá því sem þegar hefur verið gert. 4. Hrafnseyri er staður í vanda. Þar hefur verið ákveðið að eyða tugum milljóna í endurbætur í ár og næsta ár. Staðinn þarf að efla og Hrafnseyri þarf að tengja við íslenska háskólasamfélagið með skipulegum hætti. Hrafnseyri er þjóðargersemi en ekki byggðasafn nánasta umhverfis. Þó gæti Hrafnseyri risið til vegs með því til dæmis að hafa þar yfirumsjón með rannsóknum á stórbrotinni náttúru Arnarfjarðar og nágrennis, svo dæmi sé nefnt. Þannig þarf ekki endilega að efna til stórkostlegra nýrra fjárútláta vegna afmælisins, því margt er á dagskrá á Alþingi og í háskólum sem hentar til að minna okkur á forystuhutverk Jóns Sigurðssonar. Á næstu mánuðum munu æ fleiri halda því fram að Jón Sigurðsson hefði orðið á móti aðild Íslands að ESB; jafnmargir að minnsta kosti munu halda því gagnstæða fram. Jón mun þola hvorutveggja. Hann hefur verið mikilvægur leiðtogi Íslands og táknmynd í 200 ár; það er ekki endilega víst að hann verði það næstu 100 ár. Hjá honum er vissulega ekki að finna leiðarvísa í kvenfrelsisbaráttu eða umhverfisbaráttu komandi áratuga eða til umræðna um stöðu innflytjenda, svo brýnustu verkefni samtímans séu nefnd. En hjá honum er að finna kjark og bjartsýni til að taka á móti framtíðinni sem er full af tækifærum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Svavar Gestsson Mest lesið Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir Skoðun Þetta lítur ekki vel út Jón Ingi Hákonarson Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann Skoðun Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Máttur orðanna: Breyting á orðavali getur breytt hugarfarinu Ingrid Kuhlman Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna skortir hjúkrunarrými á Íslandi? Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Þegar Vestfjörðum gengur vel, gengur Íslandi vel Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar að nauðsynjar snúast um viðskipti Davíð Routley skrifar Skoðun Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Sköpun er efnahagsmál: Tími fyrir öðruvísi nálgun Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann skrifar Skoðun Máttur orðanna: Breyting á orðavali getur breytt hugarfarinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þetta lítur ekki vel út Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Sjá meira
Hættan við afmælisár Jóns Sigurðssonar er aðallega sú að árið verði allt of fjarlægt venjulegu fólki. Þannig auki árið á fjarlægðina milli Jóns og almennings í landinu. Það má ekki verða. Árið á ekki að nota til að misþyrma Jóni Sigurðssyni með leiðindum. Þegar hefur verið lagt í heilmikinn undirbúning til að minnast þess myndarlega að á næsta ári verða tvö hundruð ár liðin frá því að Jón Sigurðsson fæddist. Greinilegt er að sjónir fólks beinast einkum að eftirfarandi stöðum og þáttum: 1. Að Alþingi, sem sannarlega er sá staður sem best er til þess fallinn að minnast Jóns Sigurðssonar. Besta afmælisgjöfin til þjóðarinnar í tilefni afmælisins væri að sett yrði saman á næsta ári ný tillaga að stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Það verkefni er í undirbúningi. Ég hef áður skrifað stutta grein um nokkrar mikilvægar breytingar sem ég tel að gera eigi á stjórnarskránni varðandi stjórnkerfi lýðveldisins. En auk þess á að setja í nýja skrá ákvæði um að þjóðin eigi auðlindirnar, eins og Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, benti á í viðtalsþætti mínum á ÍNN nýlega. Þá ber að styrkja mannréttindaþáttinn og svo á að breyta uppbyggingu stjórnarskrárinnar, það er að setja manninn og frelsi hans fremst og stofnanirnar síðast en ekki öfugt. 2. Háskóli Íslands minnist hundrað ára afmælis síns á næsta ári og um leið 200 ára afmælis Jóns Sigurðssonar. Þar er margt skemmtilegt í undirbúningi sem meðal annars var kynnt fyrir áhugasömum á einkar fróðlegu málþingi á Skagaströnd fyrir nokkrum dögum. Besta afmælisminningin á vegum háskólans væri þó að efla skólann, sem meðal annars mætti gera með því að sameina að einhverju leyti þá skóla sem nú eru kallaðir háskólar. Í Danmörku er talið hæfilegt að hafa einn háskóla á hverja eina milljón íbúa. Á Íslandi eru sjö háskólar handa 330 þúsund manns; það eru innan við 50 þúsund manns á háskóla. Tuttugasti partur af því sem miðað er við á Norðurlöndum. 3. Sjónir manna beinast eðlilega til húss Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn á afmælisárinu. Þar hefur margt verið vel gert og því verður haldið áfram. Þar hefur Alþingi staðið sig frábærlega vel við að byggja upp staðinn og efla á alla lund. Þar þarf ekki miklu við að bæta frá því sem þegar hefur verið gert. 4. Hrafnseyri er staður í vanda. Þar hefur verið ákveðið að eyða tugum milljóna í endurbætur í ár og næsta ár. Staðinn þarf að efla og Hrafnseyri þarf að tengja við íslenska háskólasamfélagið með skipulegum hætti. Hrafnseyri er þjóðargersemi en ekki byggðasafn nánasta umhverfis. Þó gæti Hrafnseyri risið til vegs með því til dæmis að hafa þar yfirumsjón með rannsóknum á stórbrotinni náttúru Arnarfjarðar og nágrennis, svo dæmi sé nefnt. Þannig þarf ekki endilega að efna til stórkostlegra nýrra fjárútláta vegna afmælisins, því margt er á dagskrá á Alþingi og í háskólum sem hentar til að minna okkur á forystuhutverk Jóns Sigurðssonar. Á næstu mánuðum munu æ fleiri halda því fram að Jón Sigurðsson hefði orðið á móti aðild Íslands að ESB; jafnmargir að minnsta kosti munu halda því gagnstæða fram. Jón mun þola hvorutveggja. Hann hefur verið mikilvægur leiðtogi Íslands og táknmynd í 200 ár; það er ekki endilega víst að hann verði það næstu 100 ár. Hjá honum er vissulega ekki að finna leiðarvísa í kvenfrelsisbaráttu eða umhverfisbaráttu komandi áratuga eða til umræðna um stöðu innflytjenda, svo brýnustu verkefni samtímans séu nefnd. En hjá honum er að finna kjark og bjartsýni til að taka á móti framtíðinni sem er full af tækifærum.
Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun
Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann skrifar
Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun