Lífið

Hera Björk baðst afsökunar á öskunni

Mætt til leiks Eurovision-kjóll Heru Bjarkar eftir Birtu Björnsdóttur er rauður. Fyrsta æfing hópsins í Telenor-höllinni gekk vel. Mynd/Giel Domen
Mætt til leiks Eurovision-kjóll Heru Bjarkar eftir Birtu Björnsdóttur er rauður. Fyrsta æfing hópsins í Telenor-höllinni gekk vel. Mynd/Giel Domen

Fyrsta æfing íslenska Eurovision-hópsins fór fram í Telenor-höllinni í Osló í gær. Hera klæddist Eurovision-kjólnum sem er rauður að lit og góður rómur var gerður að flutningi hópsins. Hera var sjálf ákaflega ánægð með flutninginn þegar Fréttablaðið náði tali af henni skömmu eftir að hún var laus úr klóm eldheitra Eurovision-blaðamanna.

„Þetta gekk rosalega vel, núna vinnum við bara með Norðmönnunum til að fá það fram sem við viljum á sviðinu og þeir eru allir af vilja gerðir,“ segir Hera.

Miðað við myndband sem hægt var að finna á Eurovision-vefsíðunni esctoday.com þá virðist sviðið vera eilítið lágstemmt en eftir því sem Fréttablaðið kemst næst stendur til að „tóna“ aðeins niður Eurovision-glamúrinn sem náði að margra mati hámarki í Rússlandi í fyrra.

Hera hefur vakið mikla athygli í Noregi, heitir Eurovision-aðdáendur þekkja hana vel frá síðustu þremur keppnum þar sem Hera hefur sungið bakraddir og söngkonan varð að gefa sér smá tíma til að sinna aðdáendum sínum í strætó í Osló í gær.

Söngkonan sló síðan á létta strengi á blaðamannafundi strax eftir æfingu. Þar baðst hún meðal annars afsökunar á öskunni frá Eyjafjallajökli en askan hefur hindrað komu bresku og írsku þátttakendanna til Oslóar með þeim afleiðingum að þeir misstu af fyrstu æfingu. Þá söng Hera með bakröddunum sínum laglínur bakradda úr þekktum íslenskum Eurovision-slögurum undir gítarspili Péturs Arnar. -fgg


Tengdar fréttir

Fyrsta æfing Heru í Osló | Myndband

Hera Björk er komin í nýjan rauðan kjól og lýsir atriðinu með orðunum less is more. Hún steig á sviðið í Osló í fyrsta skipti rétt í þessu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×