Verkefnið er að varpa ljósi á heildarmyndina 12. janúar 2010 15:15 Páll Hreinsson, formaður rannsóknarnefndar Alþingis, segir að verkefni nefndarinnar sé fyrst og fremst að útskýra stóru heildarmyndina um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna. Hann bendir á að í lögum um nefndina sé tekið fram að ekki sé heimilt að nota upplýsingar sem einstaklingur hefur veitt nefndinni sem sönnunargagn í sakamáli sem höfðað sé gegn honum. Rannsóknarnefndin var sett á fót í lok árs 2008. Hlutverk hennar er að rannsaka aðdraganda og orsakir falls bankanna. Nefndin átti að skila niðurstöðum sínum fyrir 1. nóvember í fyrra en varð að fresta skilunum sem miðast nú við 1. febrúar.Skýrslutaka segir ekki til um hugsanlega refsiábyrgð Páll segir að rannsóknarnefndin sinni ekki sérstaklega rannsókn sakamála. Það verkefni sé í höndum sérstaks saksóknara og eftir atvikum Fjármálaeftirlitsins og annarra yfirvalda. Hins vegar sé tekið fram í lögum um nefndina að ef grunur vaknar við rannsókn nefndarinnar um refsiverða háttsemi eða brot á starfsskyldum eigi nefndin gera hlutaðeigandi yfirvöldum grein fyrir því. „Það hvort einstaklingar eru kallaðir í skýrslutöku hjá rannsóknarnefndinni eða ekki hefur því ekki þýðingu um stöðu hans með tilliti til hugsanlegrar refsiábyrgðar," segir Páll. Við það bætist að í lögum um rannsóknarnefndina sé tekið fram að ekki sé heimilt að nota upplýsingar sem einstaklingur hefur veitt nefndinni sem sönnunargagn í sakamáli sem höfðað er gegn honum. „Rannsóknarnefndin hefur því í störfum sínum þurft að gæta þess að rannsókn hennar verði ekki til að takmarka möguleika þar til bærra yfirvalda til að fylgja málum hugsanlega eftir í farvegi sakamála. Verkefni rannsóknarnefndarinnar er fyrst og fremst að útskýra stóru heildarmyndina um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna," segir Páll. Rúmlega 140 teknir í formlega skýrslutöku Páll segir að skýrslunni verði tölulegar upplýsingar um umfang þeirrar vinnu sem unnin hefur verið við rannsókn nefndarinnar, ritun skýrslunnar, svo og upplýsingar um það hverjir komu til skýrslutöku og hvenær. Rétt yfir 140 hafi verið teknir í formlega skýrslutöku og sumir oftar en einu sinni. Þá hafi verið rætt við yfir 300 manns á fundum til viðbótar. Aðspurður hvort að nefndin muni gera tillögur um framahaldsrannsókn á einstökum þáttum segist Páll ekki geta tjáð sig um það.Styttist í skil Páll segir að nefndin hafi unnið eftir þeirri áætlun að geta skilað skýrslunni 1. febrúar. Verkefni sé hins vegar stórt og margþætt og lokafrágangur tímafrekur. Af þeim sökum sé á þessari stundu ekki hægt að fullyrða nákvæmlega upp á dag eða klukkustund hvenær skýrslan verður birt. „Við erum á endasprettinum við skrif og að sinna ákveðnum þáttum sem lögin kveða á um, svo sem að gefa þeim sem undir það falla kost á að koma að athugasemdum og taka saman upplýsingar um atriði sem við kunnum að telja rétt að senda til ríkissaksóknara, forstöðumanna og hlutaðeigandi ráðuneyta," segir Páll. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira
Páll Hreinsson, formaður rannsóknarnefndar Alþingis, segir að verkefni nefndarinnar sé fyrst og fremst að útskýra stóru heildarmyndina um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna. Hann bendir á að í lögum um nefndina sé tekið fram að ekki sé heimilt að nota upplýsingar sem einstaklingur hefur veitt nefndinni sem sönnunargagn í sakamáli sem höfðað sé gegn honum. Rannsóknarnefndin var sett á fót í lok árs 2008. Hlutverk hennar er að rannsaka aðdraganda og orsakir falls bankanna. Nefndin átti að skila niðurstöðum sínum fyrir 1. nóvember í fyrra en varð að fresta skilunum sem miðast nú við 1. febrúar.Skýrslutaka segir ekki til um hugsanlega refsiábyrgð Páll segir að rannsóknarnefndin sinni ekki sérstaklega rannsókn sakamála. Það verkefni sé í höndum sérstaks saksóknara og eftir atvikum Fjármálaeftirlitsins og annarra yfirvalda. Hins vegar sé tekið fram í lögum um nefndina að ef grunur vaknar við rannsókn nefndarinnar um refsiverða háttsemi eða brot á starfsskyldum eigi nefndin gera hlutaðeigandi yfirvöldum grein fyrir því. „Það hvort einstaklingar eru kallaðir í skýrslutöku hjá rannsóknarnefndinni eða ekki hefur því ekki þýðingu um stöðu hans með tilliti til hugsanlegrar refsiábyrgðar," segir Páll. Við það bætist að í lögum um rannsóknarnefndina sé tekið fram að ekki sé heimilt að nota upplýsingar sem einstaklingur hefur veitt nefndinni sem sönnunargagn í sakamáli sem höfðað er gegn honum. „Rannsóknarnefndin hefur því í störfum sínum þurft að gæta þess að rannsókn hennar verði ekki til að takmarka möguleika þar til bærra yfirvalda til að fylgja málum hugsanlega eftir í farvegi sakamála. Verkefni rannsóknarnefndarinnar er fyrst og fremst að útskýra stóru heildarmyndina um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna," segir Páll. Rúmlega 140 teknir í formlega skýrslutöku Páll segir að skýrslunni verði tölulegar upplýsingar um umfang þeirrar vinnu sem unnin hefur verið við rannsókn nefndarinnar, ritun skýrslunnar, svo og upplýsingar um það hverjir komu til skýrslutöku og hvenær. Rétt yfir 140 hafi verið teknir í formlega skýrslutöku og sumir oftar en einu sinni. Þá hafi verið rætt við yfir 300 manns á fundum til viðbótar. Aðspurður hvort að nefndin muni gera tillögur um framahaldsrannsókn á einstökum þáttum segist Páll ekki geta tjáð sig um það.Styttist í skil Páll segir að nefndin hafi unnið eftir þeirri áætlun að geta skilað skýrslunni 1. febrúar. Verkefni sé hins vegar stórt og margþætt og lokafrágangur tímafrekur. Af þeim sökum sé á þessari stundu ekki hægt að fullyrða nákvæmlega upp á dag eða klukkustund hvenær skýrslan verður birt. „Við erum á endasprettinum við skrif og að sinna ákveðnum þáttum sem lögin kveða á um, svo sem að gefa þeim sem undir það falla kost á að koma að athugasemdum og taka saman upplýsingar um atriði sem við kunnum að telja rétt að senda til ríkissaksóknara, forstöðumanna og hlutaðeigandi ráðuneyta," segir Páll.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira