Tvenns konar fjölbreytni 9. ágúst 2010 00:01 Hinn 30. júlí sl. ritar Súsanna Margrét Gestsdóttir grein í Fréttablaðið þar sem hún ræðir þá gagnrýni sem fram hefur komið á nýjar innritunarreglur í framhaldsskólana. Kjarninn í máli hennar virðist mér vera sá að nýju reglurnar tryggi að í hverjum skóla verði nemendur með sem fjölbreytilegastan bakgrunn og mikilvægt sé að ýta undir slíka fjölbreytni, þannig sé hægt að vinna gegn fordómum og auka hæfni fólks til að vinna saman í fjölmenningarsamfélagi. Hún nefnir sérstaklega nemendur með annað móðurmál en íslensku og telur það mikilvægt uppeldisatriði að aðrir nemendur starfi við hliðina á þeim sem tala íslensku með erlendum hreim. Hér er sitthvað sem orkar tvímælis. Fyrir það fyrsta er mér til efs að þetta sé skilvirk aðferð til að vinna gegn fordómum og fá fólk af ólíkum uppruna til að vinna saman. Markviss fræðsla og áróður virðist í fljótu bragði mun líklegri til árangurs. Í öðru lagi verður ekki betur séð en hugmyndafræði sú sem nýju reglurnar byggja á leiði til einsleitni framhaldsskólanna og vinni því gegn tilgangi framhaldsskólalaganna. Til að allir skólarnir geti tekið á móti svipuðum nemendahópum þurfa þeir að hafa sambærilega uppbyggingu svo sem almenna braut sem tekur við nemendum með skerta námsgetu og námsbraut sem tekur við nemendum af erlendum uppruna. Einnig hlýtur að vera gert ráð fyrir að þeim nemendum sem hyggja á langskólanám sé sinnt með viðunandi hætti og jafnframt bjóði allir skólarnir upp á styttri starfstengdar námsbrautir fyrir þá sem slíkt nám hentar. Þá hlýtur einnig að vera gert ráð fyrir að boðið sé upp á listnám í öllum framhaldsskólunum sem og iðnmenntun. Nú er rétt að rifja upp það sem lá til grundvallar þeim innritunarreglum sem kastað var fyrir borð á síðasta ári. Markmið þeirra var að nemendur gætu farið í þann skóla sem félli best að þörfum þeirra og jafnframt ættu skólarnir að skapa sér sérstöðu, sérhæfa námsframboð sitt með einhverjum hætti. Með þessu móti ættu sem flestir nemendur kost á námi við sitt hæfi og á sínu áhugasviði. Gott dæmi um slíka sérstöðu er Borgarholtsskóli en þar starfar námsbraut sem sérhæfir sig í bílgreinum. Með gömlu innritunarreglunum hefði nemandi úr Kópavogi með áhuga á bílum getað sótt um skólavist í Borgarholtsskóla og stundað þar það nám sem hann hafði áhuga á. Nemendi úr Grafarvogi sem hefði hug á að fara í langskólanám að loknu stúdentspróf en teldi sér hæfa betur bekkjarkerfi en áfangakerfi gæti valið einhvern af bóknámsskólunum sem býður upp á bekkjarkerfi. Nú er hins vegar undir hælinn lagt hvort hægt sé að koma til móts við þessa nemendur. Gömlu innritunarreglurnar buðu því upp á fjölbreytni í framhaldsskólunum sem verður úr sögunni ef svo heldur fram sem horfir. Nú er það svo að ef skólar sérhæfa sig þá er óhjákvæmilegt að í þá safnist nemendur með lík áhugamál. Þannig er næsta víst að í Borgarholtsskóla sé að finna óvenjuhátt hlutfall nemenda með bíladellu. Í Fjölbrautaskólanum í Ármúla er rekinn sérstakur Heilbrigðisskóli. Þangað sækja væntanlega þeir sem hafa hug á að mennta sig til starfa innan heilbrigðisgeirans. Jafnframt er líklegt að í þá skóla sem sérhæfa sig í að undirbúa unglinga undir langskólanám sæki þeir sem hafa slíkt nám í huga. Þetta virðist Margrét telja að viðhaldi eða jafnvel ýti undir fordóma. Undirrituðum er fyrirmunað að sjá rökin fyrir því. Væri hægt að fá nánari skýringar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Hinn 30. júlí sl. ritar Súsanna Margrét Gestsdóttir grein í Fréttablaðið þar sem hún ræðir þá gagnrýni sem fram hefur komið á nýjar innritunarreglur í framhaldsskólana. Kjarninn í máli hennar virðist mér vera sá að nýju reglurnar tryggi að í hverjum skóla verði nemendur með sem fjölbreytilegastan bakgrunn og mikilvægt sé að ýta undir slíka fjölbreytni, þannig sé hægt að vinna gegn fordómum og auka hæfni fólks til að vinna saman í fjölmenningarsamfélagi. Hún nefnir sérstaklega nemendur með annað móðurmál en íslensku og telur það mikilvægt uppeldisatriði að aðrir nemendur starfi við hliðina á þeim sem tala íslensku með erlendum hreim. Hér er sitthvað sem orkar tvímælis. Fyrir það fyrsta er mér til efs að þetta sé skilvirk aðferð til að vinna gegn fordómum og fá fólk af ólíkum uppruna til að vinna saman. Markviss fræðsla og áróður virðist í fljótu bragði mun líklegri til árangurs. Í öðru lagi verður ekki betur séð en hugmyndafræði sú sem nýju reglurnar byggja á leiði til einsleitni framhaldsskólanna og vinni því gegn tilgangi framhaldsskólalaganna. Til að allir skólarnir geti tekið á móti svipuðum nemendahópum þurfa þeir að hafa sambærilega uppbyggingu svo sem almenna braut sem tekur við nemendum með skerta námsgetu og námsbraut sem tekur við nemendum af erlendum uppruna. Einnig hlýtur að vera gert ráð fyrir að þeim nemendum sem hyggja á langskólanám sé sinnt með viðunandi hætti og jafnframt bjóði allir skólarnir upp á styttri starfstengdar námsbrautir fyrir þá sem slíkt nám hentar. Þá hlýtur einnig að vera gert ráð fyrir að boðið sé upp á listnám í öllum framhaldsskólunum sem og iðnmenntun. Nú er rétt að rifja upp það sem lá til grundvallar þeim innritunarreglum sem kastað var fyrir borð á síðasta ári. Markmið þeirra var að nemendur gætu farið í þann skóla sem félli best að þörfum þeirra og jafnframt ættu skólarnir að skapa sér sérstöðu, sérhæfa námsframboð sitt með einhverjum hætti. Með þessu móti ættu sem flestir nemendur kost á námi við sitt hæfi og á sínu áhugasviði. Gott dæmi um slíka sérstöðu er Borgarholtsskóli en þar starfar námsbraut sem sérhæfir sig í bílgreinum. Með gömlu innritunarreglunum hefði nemandi úr Kópavogi með áhuga á bílum getað sótt um skólavist í Borgarholtsskóla og stundað þar það nám sem hann hafði áhuga á. Nemendi úr Grafarvogi sem hefði hug á að fara í langskólanám að loknu stúdentspróf en teldi sér hæfa betur bekkjarkerfi en áfangakerfi gæti valið einhvern af bóknámsskólunum sem býður upp á bekkjarkerfi. Nú er hins vegar undir hælinn lagt hvort hægt sé að koma til móts við þessa nemendur. Gömlu innritunarreglurnar buðu því upp á fjölbreytni í framhaldsskólunum sem verður úr sögunni ef svo heldur fram sem horfir. Nú er það svo að ef skólar sérhæfa sig þá er óhjákvæmilegt að í þá safnist nemendur með lík áhugamál. Þannig er næsta víst að í Borgarholtsskóla sé að finna óvenjuhátt hlutfall nemenda með bíladellu. Í Fjölbrautaskólanum í Ármúla er rekinn sérstakur Heilbrigðisskóli. Þangað sækja væntanlega þeir sem hafa hug á að mennta sig til starfa innan heilbrigðisgeirans. Jafnframt er líklegt að í þá skóla sem sérhæfa sig í að undirbúa unglinga undir langskólanám sæki þeir sem hafa slíkt nám í huga. Þetta virðist Margrét telja að viðhaldi eða jafnvel ýti undir fordóma. Undirrituðum er fyrirmunað að sjá rökin fyrir því. Væri hægt að fá nánari skýringar?
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar